Ferðamenn verða bakveikir eftir bíltúr Boði Logason skrifar 22. júlí 2013 14:21 Vegurinn sem um ræðir liggur austan megin frá Dettifossi að Ásbyrgi. Ferðamenn sem eiga leið um veginn, sem liggur austan megin frá Dettifossi að Ásbyrgi, fá illt í bakið og bryðja verkjatöflur til að lina þjáningar sínar. Laga verður veginn sem fyrst, segir leiðsögukona með þrjátíu ára reynslu í faginu. Vegurinn sem liggur vestanmegin frá Dettifossi er svo hnykkjóttur að stórar rútur neyðast til að fara austanmegin að Ásbyrgi. Vegurinn er um 50 kílómetra langur og tekur það upp í þrjá klukkutíma fyrir stórar rútur að keyra hann. Þórdís Ágústsdóttir hefur starfað sem leiðsögumaður frá árinu 1985. „Og hann er vægast sagt skelfilegur. Þetta eru bara djúpar skorur í honum, þetta er eins og þvottabretti af mjög öflugri gerð. Þetta eru sirka 50 kílómetrar, ég var um daginn þrjár klukkustundir. Í gær vorum við í tvo tíma rúmlega, að fara þennan spotta," segir hún. Þórdís segir að vegurinn hafi verið hefldur í vor, en síðan þá hafi ekkert verið gert. Nú er svo komið að hann sé nánast ófær fyrir stórar rútur. „En málið er að fólki leið bara illa í bílnum. Þau voru alltaf að spyrja mig: Hvenær tekur þessi vegur enda? Ein kona var bara kvalin í bakinu, hún hafði sett belti á sig, og var alveg að drepast. Sumum var flökurt og hálf bílveikar, þetta er náttúrulega fullorðið fólk mikið af þessu. Þetta er ofboðslega þreytandi, þetta tekur bara á taugarnar hjá fólki. Fólk gerir sér enga grein fyrir þessu nema það prófar veginn. Ég var með bílstjóra um daginn, hann var bara reiður þegar hann var að keyra veginn - hann hafði ekið þarna í mörg ár," segir hún. Þórdís segir að ferðamenn hafi tekið inn verkjatöflur til að lina þjáningar sínar á leiðinni. Það sé hneyksli að vegurinn sé í þessu ástandi, sérstaklega í ljósi þess að þarna ferðast hundruð þúsund ferðamenn á ári hverju. „Vegagerðin segir að það sé ekki til neinn peningur. Mér finnst alveg merkilegt að yfirvöld landsins, sem vilja fá alla þessa túrista til landsins, og finnst frábært að hafa sem mest af túristum hér í landinu til að græða sem mesta peninga, en þeir eru ekki til í að leggja til neina peninga til að halda við hlutum sem undirstöðuatriði ferðamennskunnar - það eru vegirnir,“ segir hún. Mest lesið Skólamál í Kópavogi: Bókun eftir bókun á fundi bæjarstjórnar Innlent Sé hægt að gera byltingu í íslensku heilbrigðiskerfi Innlent Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Innlent Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Innlent Menningarráðherra skipaði son heilbrigðisráðherra í formannsstörf Innlent Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Innlent Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Innlent Þyrlan kölluð út vegna slasaðs manns í Gemludal Innlent Bylting framundan en Landspítalinn þurfi að hlaupa hraðar Innlent Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Erlent Fleiri fréttir Sé hægt að gera byltingu í íslensku heilbrigðiskerfi Skólamál í Kópavogi: Bókun eftir bókun á fundi bæjarstjórnar Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Þyrlan kölluð út vegna slasaðs manns í Gemludal Menningarráðherra skipaði son heilbrigðisráðherra í formannsstörf Vara við svikapóstum í þeirra nafni Bylting framundan en Landspítalinn þurfi að hlaupa hraðar Faðir plokksins kenndi ráðherra að plokka Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Kári Stefánsson í beinni, erfiður hraðbanki og Dönum ekki skemmt Óttuðust um ferðamenn sem sátu fastir í Markarfljóti Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Hraðbankaþjófur játar sök Framlengja gæsluvarðhald yfir leiðbeinandanum um fjórar vikur Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Móðirin áfram í haldi og húsleit á Írlandi Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Losun Íslands jókst á öllum sviðum og langt í land með skuldbindingar Bylting í heilbrigðisþjónustu og áróður Bandaríkjamanna Vilja halda leiðbeinandanum áfram bak við lás og slá Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innbrot og slagsmál í miðborginni Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Sjá meira
Ferðamenn sem eiga leið um veginn, sem liggur austan megin frá Dettifossi að Ásbyrgi, fá illt í bakið og bryðja verkjatöflur til að lina þjáningar sínar. Laga verður veginn sem fyrst, segir leiðsögukona með þrjátíu ára reynslu í faginu. Vegurinn sem liggur vestanmegin frá Dettifossi er svo hnykkjóttur að stórar rútur neyðast til að fara austanmegin að Ásbyrgi. Vegurinn er um 50 kílómetra langur og tekur það upp í þrjá klukkutíma fyrir stórar rútur að keyra hann. Þórdís Ágústsdóttir hefur starfað sem leiðsögumaður frá árinu 1985. „Og hann er vægast sagt skelfilegur. Þetta eru bara djúpar skorur í honum, þetta er eins og þvottabretti af mjög öflugri gerð. Þetta eru sirka 50 kílómetrar, ég var um daginn þrjár klukkustundir. Í gær vorum við í tvo tíma rúmlega, að fara þennan spotta," segir hún. Þórdís segir að vegurinn hafi verið hefldur í vor, en síðan þá hafi ekkert verið gert. Nú er svo komið að hann sé nánast ófær fyrir stórar rútur. „En málið er að fólki leið bara illa í bílnum. Þau voru alltaf að spyrja mig: Hvenær tekur þessi vegur enda? Ein kona var bara kvalin í bakinu, hún hafði sett belti á sig, og var alveg að drepast. Sumum var flökurt og hálf bílveikar, þetta er náttúrulega fullorðið fólk mikið af þessu. Þetta er ofboðslega þreytandi, þetta tekur bara á taugarnar hjá fólki. Fólk gerir sér enga grein fyrir þessu nema það prófar veginn. Ég var með bílstjóra um daginn, hann var bara reiður þegar hann var að keyra veginn - hann hafði ekið þarna í mörg ár," segir hún. Þórdís segir að ferðamenn hafi tekið inn verkjatöflur til að lina þjáningar sínar á leiðinni. Það sé hneyksli að vegurinn sé í þessu ástandi, sérstaklega í ljósi þess að þarna ferðast hundruð þúsund ferðamenn á ári hverju. „Vegagerðin segir að það sé ekki til neinn peningur. Mér finnst alveg merkilegt að yfirvöld landsins, sem vilja fá alla þessa túrista til landsins, og finnst frábært að hafa sem mest af túristum hér í landinu til að græða sem mesta peninga, en þeir eru ekki til í að leggja til neina peninga til að halda við hlutum sem undirstöðuatriði ferðamennskunnar - það eru vegirnir,“ segir hún.
Mest lesið Skólamál í Kópavogi: Bókun eftir bókun á fundi bæjarstjórnar Innlent Sé hægt að gera byltingu í íslensku heilbrigðiskerfi Innlent Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Innlent Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Innlent Menningarráðherra skipaði son heilbrigðisráðherra í formannsstörf Innlent Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Innlent Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Innlent Þyrlan kölluð út vegna slasaðs manns í Gemludal Innlent Bylting framundan en Landspítalinn þurfi að hlaupa hraðar Innlent Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Erlent Fleiri fréttir Sé hægt að gera byltingu í íslensku heilbrigðiskerfi Skólamál í Kópavogi: Bókun eftir bókun á fundi bæjarstjórnar Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Þyrlan kölluð út vegna slasaðs manns í Gemludal Menningarráðherra skipaði son heilbrigðisráðherra í formannsstörf Vara við svikapóstum í þeirra nafni Bylting framundan en Landspítalinn þurfi að hlaupa hraðar Faðir plokksins kenndi ráðherra að plokka Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Kári Stefánsson í beinni, erfiður hraðbanki og Dönum ekki skemmt Óttuðust um ferðamenn sem sátu fastir í Markarfljóti Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Hraðbankaþjófur játar sök Framlengja gæsluvarðhald yfir leiðbeinandanum um fjórar vikur Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Móðirin áfram í haldi og húsleit á Írlandi Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Losun Íslands jókst á öllum sviðum og langt í land með skuldbindingar Bylting í heilbrigðisþjónustu og áróður Bandaríkjamanna Vilja halda leiðbeinandanum áfram bak við lás og slá Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innbrot og slagsmál í miðborginni Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Sjá meira