Ferðamenn verða bakveikir eftir bíltúr Boði Logason skrifar 22. júlí 2013 14:21 Vegurinn sem um ræðir liggur austan megin frá Dettifossi að Ásbyrgi. Ferðamenn sem eiga leið um veginn, sem liggur austan megin frá Dettifossi að Ásbyrgi, fá illt í bakið og bryðja verkjatöflur til að lina þjáningar sínar. Laga verður veginn sem fyrst, segir leiðsögukona með þrjátíu ára reynslu í faginu. Vegurinn sem liggur vestanmegin frá Dettifossi er svo hnykkjóttur að stórar rútur neyðast til að fara austanmegin að Ásbyrgi. Vegurinn er um 50 kílómetra langur og tekur það upp í þrjá klukkutíma fyrir stórar rútur að keyra hann. Þórdís Ágústsdóttir hefur starfað sem leiðsögumaður frá árinu 1985. „Og hann er vægast sagt skelfilegur. Þetta eru bara djúpar skorur í honum, þetta er eins og þvottabretti af mjög öflugri gerð. Þetta eru sirka 50 kílómetrar, ég var um daginn þrjár klukkustundir. Í gær vorum við í tvo tíma rúmlega, að fara þennan spotta," segir hún. Þórdís segir að vegurinn hafi verið hefldur í vor, en síðan þá hafi ekkert verið gert. Nú er svo komið að hann sé nánast ófær fyrir stórar rútur. „En málið er að fólki leið bara illa í bílnum. Þau voru alltaf að spyrja mig: Hvenær tekur þessi vegur enda? Ein kona var bara kvalin í bakinu, hún hafði sett belti á sig, og var alveg að drepast. Sumum var flökurt og hálf bílveikar, þetta er náttúrulega fullorðið fólk mikið af þessu. Þetta er ofboðslega þreytandi, þetta tekur bara á taugarnar hjá fólki. Fólk gerir sér enga grein fyrir þessu nema það prófar veginn. Ég var með bílstjóra um daginn, hann var bara reiður þegar hann var að keyra veginn - hann hafði ekið þarna í mörg ár," segir hún. Þórdís segir að ferðamenn hafi tekið inn verkjatöflur til að lina þjáningar sínar á leiðinni. Það sé hneyksli að vegurinn sé í þessu ástandi, sérstaklega í ljósi þess að þarna ferðast hundruð þúsund ferðamenn á ári hverju. „Vegagerðin segir að það sé ekki til neinn peningur. Mér finnst alveg merkilegt að yfirvöld landsins, sem vilja fá alla þessa túrista til landsins, og finnst frábært að hafa sem mest af túristum hér í landinu til að græða sem mesta peninga, en þeir eru ekki til í að leggja til neina peninga til að halda við hlutum sem undirstöðuatriði ferðamennskunnar - það eru vegirnir,“ segir hún. Mest lesið Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Innlent Hommar mega enn ekki gefa blóð Innlent Ísraelsmenn hafi gengist við skilyrðum vopnahlés Erlent Tekjur af bjórsölu orðnar meiri en af miðasölu Innlent Matargjöfum Fjölskylduhjálpar hætt: „Stingur okkur í hjartastað“ Innlent Umræðum haldið áfram eftir langan fund þingflokksformanna Innlent Magnús Þór lést við strandveiðar Innlent Kviðdómur komst að niðurstöðu í fjórum fimm ákæruliða Diddy Erlent Andlát í Garðabæ: Úrskurðuð í gæsluvarðhald umfram hámarkslengd Innlent Hvammsvirkjun bíður dóms Hæstaréttar Innlent Fleiri fréttir Umræðum haldið áfram eftir langan fund þingflokksformanna Hommar mega enn ekki gefa blóð Hvammsvirkjun bíður dóms Hæstaréttar Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Matargjöfum Fjölskylduhjálpar hætt: „Stingur okkur í hjartastað“ Tekjur af bjórsölu orðnar meiri en af miðasölu Hryssan Hlökk er „Dekurprinsessa“ hjá Ásmundi Erni Taka þurfi ákvörðun um sameiningu vinstrisins fyrr en síðar Samfélagið fari ekki á hliðina án tíufrétta Yfir helmingur drengja í sjötta bekk lent í slagsmálum Þjónusta sérgreinalækna við börn nú án endurgjalds Mesta fylgi síðan 2009 Börn í slagsmálum, arðbær bjórsala og dekurprinsessa Beðið eftir krufningarskýrslu Stefna á að þrefalda fjölda hjúkrunarrýma í Mosfellsbæ Vill tryggja bráðaviðbragð í Öræfum allan ársins hring Lágkúra og della að mati ráðherra Ræðurnar verði nógu margar til að taka veiðigjöldin af dagskrá Ræddu við sextíu manns í tengslum við hvarf Jóns Þrastar Magnús Þór lést við strandveiðar Seinkun fréttatímans seinkað Andlát í Garðabæ: Úrskurðuð í gæsluvarðhald umfram hámarkslengd Tvöfalt siðgæði EBU mikið áhyggjuefni Landris heldur áfram í Svartsengi Með barnaníðsefni í símanum þegar hann var „laminn í stöppu“ Samstöðin hafi aldrei verið í hættu „Þetta er komið út fyrir öll mörk“ „Held að þau átti sig ekki á því hvað þetta skiptir okkur miklu máli“ Læknanemar fái víst launahækkun Prófessor segir málþófið komið út fyrir öll mörk Sjá meira
Ferðamenn sem eiga leið um veginn, sem liggur austan megin frá Dettifossi að Ásbyrgi, fá illt í bakið og bryðja verkjatöflur til að lina þjáningar sínar. Laga verður veginn sem fyrst, segir leiðsögukona með þrjátíu ára reynslu í faginu. Vegurinn sem liggur vestanmegin frá Dettifossi er svo hnykkjóttur að stórar rútur neyðast til að fara austanmegin að Ásbyrgi. Vegurinn er um 50 kílómetra langur og tekur það upp í þrjá klukkutíma fyrir stórar rútur að keyra hann. Þórdís Ágústsdóttir hefur starfað sem leiðsögumaður frá árinu 1985. „Og hann er vægast sagt skelfilegur. Þetta eru bara djúpar skorur í honum, þetta er eins og þvottabretti af mjög öflugri gerð. Þetta eru sirka 50 kílómetrar, ég var um daginn þrjár klukkustundir. Í gær vorum við í tvo tíma rúmlega, að fara þennan spotta," segir hún. Þórdís segir að vegurinn hafi verið hefldur í vor, en síðan þá hafi ekkert verið gert. Nú er svo komið að hann sé nánast ófær fyrir stórar rútur. „En málið er að fólki leið bara illa í bílnum. Þau voru alltaf að spyrja mig: Hvenær tekur þessi vegur enda? Ein kona var bara kvalin í bakinu, hún hafði sett belti á sig, og var alveg að drepast. Sumum var flökurt og hálf bílveikar, þetta er náttúrulega fullorðið fólk mikið af þessu. Þetta er ofboðslega þreytandi, þetta tekur bara á taugarnar hjá fólki. Fólk gerir sér enga grein fyrir þessu nema það prófar veginn. Ég var með bílstjóra um daginn, hann var bara reiður þegar hann var að keyra veginn - hann hafði ekið þarna í mörg ár," segir hún. Þórdís segir að ferðamenn hafi tekið inn verkjatöflur til að lina þjáningar sínar á leiðinni. Það sé hneyksli að vegurinn sé í þessu ástandi, sérstaklega í ljósi þess að þarna ferðast hundruð þúsund ferðamenn á ári hverju. „Vegagerðin segir að það sé ekki til neinn peningur. Mér finnst alveg merkilegt að yfirvöld landsins, sem vilja fá alla þessa túrista til landsins, og finnst frábært að hafa sem mest af túristum hér í landinu til að græða sem mesta peninga, en þeir eru ekki til í að leggja til neina peninga til að halda við hlutum sem undirstöðuatriði ferðamennskunnar - það eru vegirnir,“ segir hún.
Mest lesið Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Innlent Hommar mega enn ekki gefa blóð Innlent Ísraelsmenn hafi gengist við skilyrðum vopnahlés Erlent Tekjur af bjórsölu orðnar meiri en af miðasölu Innlent Matargjöfum Fjölskylduhjálpar hætt: „Stingur okkur í hjartastað“ Innlent Umræðum haldið áfram eftir langan fund þingflokksformanna Innlent Magnús Þór lést við strandveiðar Innlent Kviðdómur komst að niðurstöðu í fjórum fimm ákæruliða Diddy Erlent Andlát í Garðabæ: Úrskurðuð í gæsluvarðhald umfram hámarkslengd Innlent Hvammsvirkjun bíður dóms Hæstaréttar Innlent Fleiri fréttir Umræðum haldið áfram eftir langan fund þingflokksformanna Hommar mega enn ekki gefa blóð Hvammsvirkjun bíður dóms Hæstaréttar Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Matargjöfum Fjölskylduhjálpar hætt: „Stingur okkur í hjartastað“ Tekjur af bjórsölu orðnar meiri en af miðasölu Hryssan Hlökk er „Dekurprinsessa“ hjá Ásmundi Erni Taka þurfi ákvörðun um sameiningu vinstrisins fyrr en síðar Samfélagið fari ekki á hliðina án tíufrétta Yfir helmingur drengja í sjötta bekk lent í slagsmálum Þjónusta sérgreinalækna við börn nú án endurgjalds Mesta fylgi síðan 2009 Börn í slagsmálum, arðbær bjórsala og dekurprinsessa Beðið eftir krufningarskýrslu Stefna á að þrefalda fjölda hjúkrunarrýma í Mosfellsbæ Vill tryggja bráðaviðbragð í Öræfum allan ársins hring Lágkúra og della að mati ráðherra Ræðurnar verði nógu margar til að taka veiðigjöldin af dagskrá Ræddu við sextíu manns í tengslum við hvarf Jóns Þrastar Magnús Þór lést við strandveiðar Seinkun fréttatímans seinkað Andlát í Garðabæ: Úrskurðuð í gæsluvarðhald umfram hámarkslengd Tvöfalt siðgæði EBU mikið áhyggjuefni Landris heldur áfram í Svartsengi Með barnaníðsefni í símanum þegar hann var „laminn í stöppu“ Samstöðin hafi aldrei verið í hættu „Þetta er komið út fyrir öll mörk“ „Held að þau átti sig ekki á því hvað þetta skiptir okkur miklu máli“ Læknanemar fái víst launahækkun Prófessor segir málþófið komið út fyrir öll mörk Sjá meira