Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: Fram - Víkingur Ó 3-4 | Nýliðarnir í banastuði Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 22. júlí 2013 15:35 Víkingur frá Ólafsvík kórónaði frábæra umferð fyrir þau lið sem voru í þremur neðstu sætum Pepsi-deildar karla fyrir tólftu umferðina sem lauk í kvöld. Víkingur, Fylkir og ÍA unnu öll sína leiki í umferðinni og hleyptu þar með enn meiri spennu í botnbaráttu deildarinnar. Nýliðar Víkings voru neðstir fyrir leiki kvöldsins en komust upp í níunda sætið með sigrinum í kvöld. Sjálfsagt reiknuðu fáir með því að Víkingar myndu skora fjögur mörk gegn Fram á Laugardalsvelli en það varð engu að síður raunin. Miklu munaði um innkomu Spánverjanna tveggja á vinstri vænginum sem átti báðir mög góðan leik í kvöld. Staðan eftir fyrri hálfleik var jöfn, 2-2, eftir að bæði lið hefðu komist yfir. En Víkingar tóku völdin í þeim síðari og gerðu út um leikinn með tveimur fallegum mörkum. Varnarleikurinn var ekki í fyrirrúmi í fyrri hálfleiknum. Snemma leiks þurfti Ögmundur að taka á honum stóra sínum er Eldar Masic færði sér mistök í vörn Fram í nyt. Víkingar voru reyndar duglegir að láta vaða að marki á upphafsmínútunum en það voru heimamenn sem voru fyrri til að skora. Það gerði Haukur Baldvinsson eftir frábært uppspil en mestu munaði um sendingu Steven Lennon sem sprengdi vörn gestanna. Aðeins þremur mínútum síðar voru gestirnir búnir að jafna er Guðmundur Magnússon skallaði sendingu Antonio Mossi í netið. Liðin héldu áfram að skapa sér færi og Víkingar komust yfir, nú eftir undirbúning hins Spánverjans í liðinu. Samuel Hernandez átti sendingu inn á teig úr aukaspyrnu og eftir að Damir Muminovic hafði skallað í varnarmann fékk hann boltann aftur og afgreiddi hann laglega í netið. Blaðamaður var enn að hamra lýsingu þess marks á lyklaborðið þegar að Framarar jöfnuðu. Samuel Hewson lagði þá boltann laglega inn á teig frá hægri kantinum, beint á Hólmbert Aron sem skoraði sitt sjöunda mark í Pepsi-deildinni í sumar. Fjörið var ekki búið og gestirnir endurheimtu forystuna þegar tíu mínútur voru liðnar af seinni hálfleik. Markið var í skrautlegri kantinum en Björn Pálsson komst inn í vonda sendingu Jóns Gunnars Eysteinssonar á eigin markvörð og náði Björn að pota boltanum í markið. Aðeins sjö mínútum síðar kom náðarhöggið, er nýliðarnir lögðu af stað í enn eina laglega sókn. Nú var það bakvörðurinn Hernandez sem fór upp vinstri kantinn og sendi boltann inn í teig. Þar náði Guðmundur að leggja hann út í teig með lítilli snertingu þar sem Alfreð Már kom og hamraði boltann í netið. Framarar reyndu hvað þeir gátu eftir þetta að sækja en gestirnir ætluðu ekki að láta þessa forystu af hendi. Heimamenn sköpuðu sér nokkur hálffæri og náðu að klóra í bakkann með marki úr vítaspyrnu í uppbótartíma. En heilt yfir var það öflug frammistaða Víkinga í seinni hálfleik sem varð til þess að gestirnir tóku með sér þrjú stig heim til Ólafsvíkur. Steven Lennon kveður hins vegar Fram á heldur vondum nótum en hann var heillum horfinn á löngum köflum í síðari hálfleik, eins og svo margir leikmenn Fram í kvöld. Lennon: Vonbrigði að kveðja með svona leikSteven Lennon lék sinn lokaleik með Fram í kvöld en hann heldur út í fyrramálið til Noregs þar sem hann mun spila með Sandnes Ulf. „Það eru vonbrigði að fara eftir svona leik en það bara leit aldrei út fyrir að við vildum vinna í kvöld,“ sagði Lennon eftir leikinn. „En ég hrósa Ólafsvíkingum. Þeir komu hingað og skoruðu fjögur mörk. Nú verða strákarnir að rífa sig upp.“ „Við létum þá líta vel út í kvöld. Það á ekki að sjást að við fáum fjögur mörk á okkur á heimavelli og þjálfarinn er auðvitað ekki ánægður.“ Lennon segist ánægður með dvöl sína á Íslandi. „Ég kom hingað til að koma ferlinum mínum aftur af stað. En nú tel tímapunktinn réttan til að fara. Mér bauðst að fara til annarra íslenskra félaga en ég tel að það hafi verið rétt fyrir mig að fara í sterkari deild.“ „Ég vona að ég standi mig vel og haldi áfram að bæta mig. En þessi tvö ár á Íslandi hafa reynst mér og ég mun sakna Íslands. Ég óska Fram alls hins besta.“ Ríkharður: Vandræðaleg frammistaðaRíkharður Daðason, þjálfari Fram, var alls ekki ánægður með leik sinna manna í kvöld. „Þetta var vandræðaleg frammistaða í kvöld. Við vorum ekki sama lið og hefur spilað síðan ég og Auðun tókum við. Strákarnir voru óþekkjanlegir,“ sagði Ríkharður. „Hausinn var ekki staðar. Sendingarnar voru slakar og ákvarðanatökur lélegar. Við höfum haldið skipulagi og aga í vörn en tókum áhættur í kvöld.“ Hann segir að ef til vill séu leikmenn Fram ekki nógu þroskaðir til að fylgja eftir góðum sigri á KR í síðustu umferð. „Kannski halda menn að þetta komið að sjálfu sér. Við vorum einfaldlega arfaslakir í dag.“ Guðmundur: Draumur að koma hingað og skoraGuðmundur Magnússon, framherji Víkinga, var afar ánægðru með sigurinn og markið sitt gegn sínum gömlu félögum í Fram. „Þetta var mjög ljúft. Ég stefndi að þessu um leið og ég sá töfluniðurröðinina. Ég var í banni í fyrri leiknum gegn Fram og því var það draumur að koma hingað í dag og skora.“ „Það hefur verið stígandi hjá okkur í síðustu leikjum og loksins gekk það upp að við náðum að nýta færin okkar og skora. Það skilaði sigrinum í dag.“ Hann segir að Spánverjarnir tveir hafi komið inn af miklum krafti í liðið. „Hver einasti Spánverji virðist kunna að spila alvöru fótbolta. Við bjuggumst við að þeir myndu standa sig vel í kvöld. Við tökum vel á móti öllum leikmönnum og reynum að láta þá passa eins vel inn í liðið og hægt er.“ Ejub: Ætla að segja sem minnst um Spánverjana„Þetta var góð frammistaða en mér finnst að við höfum spilað nokkuð vel í síðustu 4-5 leikjum. Þetta var eðlilegt framhald að því,“ sagði Ejub Perusevic, þjálfari Víkings Ólafsvíkur eftir sigurinn í kvöld. „Það var ekkert öðruvísi lagt upp fyrir leikinn í kvöld. Munurinn var bara að nú náðum við að skora. Guðmundur skaut yfir í síðasta leik en nú skaut hann beint í markið,“ sagði hann í léttum dúr. Hann vildi lítið segja um Spánverjana tvo sem spiluðu með Víkingi í kvöld. „Ég ætla ekki að segja mikið. Ég vil frekar láta þá spila nokkra leiki áður en ég geri það.“ „En allir mínir leikmenn litu vel út, allavega í 80-85 mínútur. Við fengum þó þrjú mörk á okkur sem ég var ekki ánægður með.“ Ejub hvatti leikmenn í hálfleik, í stöðunni 2-2, til að halda trú á verkefninu. „Þjálfarinn getur lítið sagt annað en að hvetja menn áfram. Og ég hef ekki verið í vandræðum með þennan þátt, að ég tel. Flest það sem við gerðum í kvöld gerum við á æfingum í hverri viku og okkur gengur svo misvel með að yfirfæra það á leiki. Það gekk vel í kvöld.“ Pepsi Max-deild karla Mest lesið Magnús Eyjólfsson er látinn Sport Wirtz strax kominn á hættusvæði Enski boltinn Í beinni: Breiðablik - Virtus | Hálfur milljarður undir í umspilinu Fótbolti Af hverju tekur svona langan tíma að fá niðurstöður í kærurnar? Enski boltinn „Magnað að við séum enn að leita í vinskap hvors annars“ Handbolti Frimpong strax úr leik hjá Liverpool Enski boltinn Mynd af Jota það síðasta sem leikmenn Liverpool sjá Enski boltinn Féll fimm metra við að fagna marki Fótbolti Beittu sér fyrir keppnisbanni Ísraela: „Ekki fengið nógu marga með okkur í lið“ Körfubolti „Ætla ekki að segja það í þessu viðtali“ Fótbolti Fleiri fréttir Í beinni: Þór/KA - FHL | Tekst nýliðunum að tengja saman sigra? Í beinni: Stjarnan - FH | Nágrannaslagur í Garðabænum Fá góðar fréttir fyrir stærsta leik í sögu félagsins „Af hverju er Tómas Orri ekki að að spila í Breiðabliki?“ Ólafur Kristjáns: Þá vitum við að hún er ekkert að grínast Uppgjörið: Fram - Víkingur 2-5 | Markasúpa er Víkingar komust aftur á sigurbraut Uppgjör og viðtöl: Þróttur-Valur 0-2 | Valskonur á siglingu Áhorfandi hrækti á dómara í Garðabæ Úlfur talinn sá allra besti vestanhafs „Guð hvað ég hafði rangt fyrir mér og ég er ánægður með það“ Bræðraslagur í bikarúrslitaleiknum í ár: „Er alltaf að reyna að ögra mér“ KSÍ opið fyrir sjálfkrafa bönnum en reglubreyting ekki í vinnslu Valsmenn bara mannlegir? „Ég ætla ekki í eina einustu tæklingu hérna“ Tvö mörk með fyrstu tveimur snertingunum Stúkan birti samskipti dómara: „Ég þarf að taka stórar ákvarðanir“ Sjáðu Galdurinn á bak við það að KR komst úr fallsæti Uppgjörið: Fram - KR 0-1 | Galdur galdraði fram sigur Fyrirliði Fylkis sleit krossband í sigrinum langþráða Fram spilar og selur treyjur til styrktar minningarsjóðs Bryndísar Klöru Sjáðu veisluna í Kópavogi, magnaðan klobba og perluna í Eyjum „Búið að vanrækja ákveðið innra starf í Garðabænum“ Sjóðheitur Sigurður Bjartur með sjö mörk í síðustu fimm leikjum Fyrsti sigurinn á gervigrasi í 357 daga „Maður þurfti kvíðalyf síðustu mínúturnar“ Axel Óskar: „Fáir leiðinlegir leikir hér fyrir áhorfendur“ Uppgjörið: Breiðablik - FH 4-5 | Bragi breytti leiknum og Blikar sitja eftir í sárum Uppgjörið: ÍA - Víkingur 0-1 | Víkingur minnkar muninn á Val með langþráðum deildarsigri Uppgjörið: Afturelding - KA 3-3 | Mikið fjör en enn lengri bið eftir sigri Davíd Smári: „Menn eru með vofandi yfir sér risastórt augnablik“ Frábær sigur Þórs sem sækir að efsta sætinu Sjá meira
Víkingur frá Ólafsvík kórónaði frábæra umferð fyrir þau lið sem voru í þremur neðstu sætum Pepsi-deildar karla fyrir tólftu umferðina sem lauk í kvöld. Víkingur, Fylkir og ÍA unnu öll sína leiki í umferðinni og hleyptu þar með enn meiri spennu í botnbaráttu deildarinnar. Nýliðar Víkings voru neðstir fyrir leiki kvöldsins en komust upp í níunda sætið með sigrinum í kvöld. Sjálfsagt reiknuðu fáir með því að Víkingar myndu skora fjögur mörk gegn Fram á Laugardalsvelli en það varð engu að síður raunin. Miklu munaði um innkomu Spánverjanna tveggja á vinstri vænginum sem átti báðir mög góðan leik í kvöld. Staðan eftir fyrri hálfleik var jöfn, 2-2, eftir að bæði lið hefðu komist yfir. En Víkingar tóku völdin í þeim síðari og gerðu út um leikinn með tveimur fallegum mörkum. Varnarleikurinn var ekki í fyrirrúmi í fyrri hálfleiknum. Snemma leiks þurfti Ögmundur að taka á honum stóra sínum er Eldar Masic færði sér mistök í vörn Fram í nyt. Víkingar voru reyndar duglegir að láta vaða að marki á upphafsmínútunum en það voru heimamenn sem voru fyrri til að skora. Það gerði Haukur Baldvinsson eftir frábært uppspil en mestu munaði um sendingu Steven Lennon sem sprengdi vörn gestanna. Aðeins þremur mínútum síðar voru gestirnir búnir að jafna er Guðmundur Magnússon skallaði sendingu Antonio Mossi í netið. Liðin héldu áfram að skapa sér færi og Víkingar komust yfir, nú eftir undirbúning hins Spánverjans í liðinu. Samuel Hernandez átti sendingu inn á teig úr aukaspyrnu og eftir að Damir Muminovic hafði skallað í varnarmann fékk hann boltann aftur og afgreiddi hann laglega í netið. Blaðamaður var enn að hamra lýsingu þess marks á lyklaborðið þegar að Framarar jöfnuðu. Samuel Hewson lagði þá boltann laglega inn á teig frá hægri kantinum, beint á Hólmbert Aron sem skoraði sitt sjöunda mark í Pepsi-deildinni í sumar. Fjörið var ekki búið og gestirnir endurheimtu forystuna þegar tíu mínútur voru liðnar af seinni hálfleik. Markið var í skrautlegri kantinum en Björn Pálsson komst inn í vonda sendingu Jóns Gunnars Eysteinssonar á eigin markvörð og náði Björn að pota boltanum í markið. Aðeins sjö mínútum síðar kom náðarhöggið, er nýliðarnir lögðu af stað í enn eina laglega sókn. Nú var það bakvörðurinn Hernandez sem fór upp vinstri kantinn og sendi boltann inn í teig. Þar náði Guðmundur að leggja hann út í teig með lítilli snertingu þar sem Alfreð Már kom og hamraði boltann í netið. Framarar reyndu hvað þeir gátu eftir þetta að sækja en gestirnir ætluðu ekki að láta þessa forystu af hendi. Heimamenn sköpuðu sér nokkur hálffæri og náðu að klóra í bakkann með marki úr vítaspyrnu í uppbótartíma. En heilt yfir var það öflug frammistaða Víkinga í seinni hálfleik sem varð til þess að gestirnir tóku með sér þrjú stig heim til Ólafsvíkur. Steven Lennon kveður hins vegar Fram á heldur vondum nótum en hann var heillum horfinn á löngum köflum í síðari hálfleik, eins og svo margir leikmenn Fram í kvöld. Lennon: Vonbrigði að kveðja með svona leikSteven Lennon lék sinn lokaleik með Fram í kvöld en hann heldur út í fyrramálið til Noregs þar sem hann mun spila með Sandnes Ulf. „Það eru vonbrigði að fara eftir svona leik en það bara leit aldrei út fyrir að við vildum vinna í kvöld,“ sagði Lennon eftir leikinn. „En ég hrósa Ólafsvíkingum. Þeir komu hingað og skoruðu fjögur mörk. Nú verða strákarnir að rífa sig upp.“ „Við létum þá líta vel út í kvöld. Það á ekki að sjást að við fáum fjögur mörk á okkur á heimavelli og þjálfarinn er auðvitað ekki ánægður.“ Lennon segist ánægður með dvöl sína á Íslandi. „Ég kom hingað til að koma ferlinum mínum aftur af stað. En nú tel tímapunktinn réttan til að fara. Mér bauðst að fara til annarra íslenskra félaga en ég tel að það hafi verið rétt fyrir mig að fara í sterkari deild.“ „Ég vona að ég standi mig vel og haldi áfram að bæta mig. En þessi tvö ár á Íslandi hafa reynst mér og ég mun sakna Íslands. Ég óska Fram alls hins besta.“ Ríkharður: Vandræðaleg frammistaðaRíkharður Daðason, þjálfari Fram, var alls ekki ánægður með leik sinna manna í kvöld. „Þetta var vandræðaleg frammistaða í kvöld. Við vorum ekki sama lið og hefur spilað síðan ég og Auðun tókum við. Strákarnir voru óþekkjanlegir,“ sagði Ríkharður. „Hausinn var ekki staðar. Sendingarnar voru slakar og ákvarðanatökur lélegar. Við höfum haldið skipulagi og aga í vörn en tókum áhættur í kvöld.“ Hann segir að ef til vill séu leikmenn Fram ekki nógu þroskaðir til að fylgja eftir góðum sigri á KR í síðustu umferð. „Kannski halda menn að þetta komið að sjálfu sér. Við vorum einfaldlega arfaslakir í dag.“ Guðmundur: Draumur að koma hingað og skoraGuðmundur Magnússon, framherji Víkinga, var afar ánægðru með sigurinn og markið sitt gegn sínum gömlu félögum í Fram. „Þetta var mjög ljúft. Ég stefndi að þessu um leið og ég sá töfluniðurröðinina. Ég var í banni í fyrri leiknum gegn Fram og því var það draumur að koma hingað í dag og skora.“ „Það hefur verið stígandi hjá okkur í síðustu leikjum og loksins gekk það upp að við náðum að nýta færin okkar og skora. Það skilaði sigrinum í dag.“ Hann segir að Spánverjarnir tveir hafi komið inn af miklum krafti í liðið. „Hver einasti Spánverji virðist kunna að spila alvöru fótbolta. Við bjuggumst við að þeir myndu standa sig vel í kvöld. Við tökum vel á móti öllum leikmönnum og reynum að láta þá passa eins vel inn í liðið og hægt er.“ Ejub: Ætla að segja sem minnst um Spánverjana„Þetta var góð frammistaða en mér finnst að við höfum spilað nokkuð vel í síðustu 4-5 leikjum. Þetta var eðlilegt framhald að því,“ sagði Ejub Perusevic, þjálfari Víkings Ólafsvíkur eftir sigurinn í kvöld. „Það var ekkert öðruvísi lagt upp fyrir leikinn í kvöld. Munurinn var bara að nú náðum við að skora. Guðmundur skaut yfir í síðasta leik en nú skaut hann beint í markið,“ sagði hann í léttum dúr. Hann vildi lítið segja um Spánverjana tvo sem spiluðu með Víkingi í kvöld. „Ég ætla ekki að segja mikið. Ég vil frekar láta þá spila nokkra leiki áður en ég geri það.“ „En allir mínir leikmenn litu vel út, allavega í 80-85 mínútur. Við fengum þó þrjú mörk á okkur sem ég var ekki ánægður með.“ Ejub hvatti leikmenn í hálfleik, í stöðunni 2-2, til að halda trú á verkefninu. „Þjálfarinn getur lítið sagt annað en að hvetja menn áfram. Og ég hef ekki verið í vandræðum með þennan þátt, að ég tel. Flest það sem við gerðum í kvöld gerum við á æfingum í hverri viku og okkur gengur svo misvel með að yfirfæra það á leiki. Það gekk vel í kvöld.“
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Magnús Eyjólfsson er látinn Sport Wirtz strax kominn á hættusvæði Enski boltinn Í beinni: Breiðablik - Virtus | Hálfur milljarður undir í umspilinu Fótbolti Af hverju tekur svona langan tíma að fá niðurstöður í kærurnar? Enski boltinn „Magnað að við séum enn að leita í vinskap hvors annars“ Handbolti Frimpong strax úr leik hjá Liverpool Enski boltinn Mynd af Jota það síðasta sem leikmenn Liverpool sjá Enski boltinn Féll fimm metra við að fagna marki Fótbolti Beittu sér fyrir keppnisbanni Ísraela: „Ekki fengið nógu marga með okkur í lið“ Körfubolti „Ætla ekki að segja það í þessu viðtali“ Fótbolti Fleiri fréttir Í beinni: Þór/KA - FHL | Tekst nýliðunum að tengja saman sigra? Í beinni: Stjarnan - FH | Nágrannaslagur í Garðabænum Fá góðar fréttir fyrir stærsta leik í sögu félagsins „Af hverju er Tómas Orri ekki að að spila í Breiðabliki?“ Ólafur Kristjáns: Þá vitum við að hún er ekkert að grínast Uppgjörið: Fram - Víkingur 2-5 | Markasúpa er Víkingar komust aftur á sigurbraut Uppgjör og viðtöl: Þróttur-Valur 0-2 | Valskonur á siglingu Áhorfandi hrækti á dómara í Garðabæ Úlfur talinn sá allra besti vestanhafs „Guð hvað ég hafði rangt fyrir mér og ég er ánægður með það“ Bræðraslagur í bikarúrslitaleiknum í ár: „Er alltaf að reyna að ögra mér“ KSÍ opið fyrir sjálfkrafa bönnum en reglubreyting ekki í vinnslu Valsmenn bara mannlegir? „Ég ætla ekki í eina einustu tæklingu hérna“ Tvö mörk með fyrstu tveimur snertingunum Stúkan birti samskipti dómara: „Ég þarf að taka stórar ákvarðanir“ Sjáðu Galdurinn á bak við það að KR komst úr fallsæti Uppgjörið: Fram - KR 0-1 | Galdur galdraði fram sigur Fyrirliði Fylkis sleit krossband í sigrinum langþráða Fram spilar og selur treyjur til styrktar minningarsjóðs Bryndísar Klöru Sjáðu veisluna í Kópavogi, magnaðan klobba og perluna í Eyjum „Búið að vanrækja ákveðið innra starf í Garðabænum“ Sjóðheitur Sigurður Bjartur með sjö mörk í síðustu fimm leikjum Fyrsti sigurinn á gervigrasi í 357 daga „Maður þurfti kvíðalyf síðustu mínúturnar“ Axel Óskar: „Fáir leiðinlegir leikir hér fyrir áhorfendur“ Uppgjörið: Breiðablik - FH 4-5 | Bragi breytti leiknum og Blikar sitja eftir í sárum Uppgjörið: ÍA - Víkingur 0-1 | Víkingur minnkar muninn á Val með langþráðum deildarsigri Uppgjörið: Afturelding - KA 3-3 | Mikið fjör en enn lengri bið eftir sigri Davíd Smári: „Menn eru með vofandi yfir sér risastórt augnablik“ Frábær sigur Þórs sem sækir að efsta sætinu Sjá meira