Enski boltinn

Rooney spilar með United í Svíþjóð

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Nordic Photos / Getty Images
David Moyes hefur enn og aftur ítrekað að Wayne Rooney sé ekki til sölu og að hann eigi von á því að hitta hann þegar að Manchester United leikur æfingaleik í Svíþjóð.

Rooney meiddist fyrr í mánuðinum og þurfti að snúa aftur til Englands eftir að æfingaferð United til Asíu og Ástralíu hófst.

Moyes var spurður út í stöðu Rooney eftir æfingaleik United í Japan í morgun og þar ítrekaði hann að Rooney væri ekki til sölu.

„Staðan hefur ekki breyst og ég á von á því að Rooney komi til Svíþjóðar. Hann er byrjaður að skokka og skilaboðin sem ég hef fengið frá sjúkraþjálfurunum gefa til kynna að hann verði orðinn klár í slaginn þegar við komum aftur til Evrópu,“ sagði Moyes.

Chelsea hefur þegar lagt fram tilboð í Rooney en því var hafnað.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×