Íslenski boltinn

Leik FH og Þórs flýtt

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Jón Ragnar Jónsson í leiknum gegn Ekranas í gær.
Jón Ragnar Jónsson í leiknum gegn Ekranas í gær. Mynd/Stefán
Flýta þurfti leik FH og Þórs í Pepsi-deild karla vegna góðs árangurs Hafnfirðinga í forkeppni Meistaradeildar Evrópu.

FH tryggði sér í gær sæti í þriðju umferð forkeppni Meistaradeildar Evrópu með 3-1 samanlögðum sigri á litháíska liðinu FK Ekranas og mætir Austria Vín í Austurríki í næstu viku.

FH átti að spila gegn Þór í 13. umferð Pepsi-deildar karla á sunnudaginn en leiknum hefur nú verið flýtt til laugardags kl. 16.00 þar sem að FH-ingar leggja af stað til Austurríkis á sunnudaginn.

Breiðablik, KR og ÍBV spila í forkeppni Evrópudeildar UEFA á morgun og er búið að finna leikdaga fyrir þá leiki liðanna í 10. umferð sem þurfti að fresta vegna þátttöku þeirra í keppninni.

22. ágúst leikur ÍBV gegn Keflavík en viku síðar mætast KR og Valur annars vegar og Breiðablik og Stjarnan hins vegar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×