Íslenski boltinn

Alfreð Már skoraði fallegasta markið

Lesendur Vísis fengu að kjósa um hver hefði skorað fallegasta markið í 12. umferð Pepsi-deildar karla í knattspyrnu.

Valið stóð á milli fimm marka en óhætt er að segja að mark Alfreðs hafi haft mikla yfirburði í kosningunni. Fékk Alfreð rúmlega 50% atkvæða fyrir mark sitt gegn Fram en næstur kom Chukwudi Chijindu með 17% fyrir mark sitt gegn Breiðabliki.

Mörkin fimm má sjá í myndbandinu hér að ofan. Síðar í dag hefst kosning á fallegasta marki 13. umferðar.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×