Heilsugæslan fái aukið hlutverk Kjartan Hreinn Njálsson skrifar 24. júlí 2013 19:28 Geðraskanir eru langstærsta orsök örorku, eða 40 prósent, hjá þeim tæplega 17 þúsund örorkulífeyrisþegum hér á landi. Hlutfallið er mun hærra hjá þeim eru 30 ára og yngri, eða tæplega 70 prósent. Skiptar skoðanir eru um úrbætur á þessum vanda. Páll Matthíasson, framkvæmdastjóri geðsviðs Landspítalans, ítrekar að þörf sé á meira fjármagni til að veita viðeigandi meðferð og endurhæfingu. Sigursteinn Másson er á öndverðum meiði. Hann fullyrðir út frá persónulegri reynslu sinni af geðheilbrigðiskerfinu að peninga vanti ekki heldur nýja, samfélagslega nálgun. Páll og Sigursteinn er þó sammála um að brýn nauðsyn sé að taka geðheilbrigðiskerfið til skoðunar. Því er heilbrigðisráðherra sammála. „Ég held að við þurfum nú að staldra við og hugsa um á hvað leið við erum," segir Kristján Þór Júlíusson, heilbrigðisráðherra. „Þetta vekur mann líka til umhugsunar um þær ástæður sem liggja að baki. Þetta er ekki endilega það að maður fæðist með þessar raskanir heldur eru það líka ytri áhrifaþættir sem vikta þarna inn í." Í þessum efnum bendir Kristján Þór á hlutverk heilsugæslunnar. Að hans mati ætti hún að vera sá grunnur sem vísar fólki með geðraskanir veginn. „Þegar við erum komin með svona marga einstaklinga í þennan hóp þá hlýtur það að kalla á mikla og allsherjar yfirlegu. Þetta kallar á þörfina að breyta bótakerfinu yfir í að það meti getu fólks í stað vanheilsu," segir Kristján Þór. „Og að stofnanir eins og Rauði Krossinn, Geðhjálp, Geysir og Hugarafl, fái aukið hlutverk. Svo hægt sé að færa þjónustuna nær manneskjunni." Þannig væri betra ef úrræðin yrðu færð til einstaklingsins, með það fyrir augum að þeir geti í raun uppfyllt sömu grunnþarfir á aðrir í samfélaginu. Þá gerir Kristján Þór ráð fyrir því ráðuneytið muni taka málið til skoðunar á næstunni. Mest lesið Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Innlent Minnir á hvernig Hitler komst til valda Innlent Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Innlent Þjóðverjar yfirgefa Grænland Erlent Hættur að hugsa bara um frið fyrst hann fékk ekki Nóbelinn Erlent Danir máttlausir gagnvart rússnesku ógninni í 20 ár Erlent Tala látinna hækkar í lestarslysinu á Spáni Erlent Ekki rétta leiðin að kynda undir læsisstríð Innlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Rúmlega tuttugu látnir eftir árekstur tveggja hraðlesta Erlent Fleiri fréttir Um tvöfalt fleiri óánægðir en ánægðir með frestun gangna Ekki rétta leiðin að kynda undir læsisstríð Mælir fyrir samgönguáætlun í dag Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Minnir á hvernig Hitler komst til valda VG og Sanna sameina krafta sína Sala á grænlenskum á Íslandi nær tvöfaldast Ekkert athugavert við fundinn og stjórnin starfshæf Stjórnvöld „í blindflugi“ í menntamálum í rúman áratug Haldið upp á 80 ára afmæli Hveragerðis allt afmælisárið Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Dæmi um að nemendur hafi aldrei mætt í leikfimi Grænlandstollar vonbrigði og verðbólga spillir kjarasamningum Stöðugleikasamningarnir gætu sprungið strax í haust Heimsmálin, Grænland, menntun og fjölmiðlun á Sprengisandi Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Sjá meira
Geðraskanir eru langstærsta orsök örorku, eða 40 prósent, hjá þeim tæplega 17 þúsund örorkulífeyrisþegum hér á landi. Hlutfallið er mun hærra hjá þeim eru 30 ára og yngri, eða tæplega 70 prósent. Skiptar skoðanir eru um úrbætur á þessum vanda. Páll Matthíasson, framkvæmdastjóri geðsviðs Landspítalans, ítrekar að þörf sé á meira fjármagni til að veita viðeigandi meðferð og endurhæfingu. Sigursteinn Másson er á öndverðum meiði. Hann fullyrðir út frá persónulegri reynslu sinni af geðheilbrigðiskerfinu að peninga vanti ekki heldur nýja, samfélagslega nálgun. Páll og Sigursteinn er þó sammála um að brýn nauðsyn sé að taka geðheilbrigðiskerfið til skoðunar. Því er heilbrigðisráðherra sammála. „Ég held að við þurfum nú að staldra við og hugsa um á hvað leið við erum," segir Kristján Þór Júlíusson, heilbrigðisráðherra. „Þetta vekur mann líka til umhugsunar um þær ástæður sem liggja að baki. Þetta er ekki endilega það að maður fæðist með þessar raskanir heldur eru það líka ytri áhrifaþættir sem vikta þarna inn í." Í þessum efnum bendir Kristján Þór á hlutverk heilsugæslunnar. Að hans mati ætti hún að vera sá grunnur sem vísar fólki með geðraskanir veginn. „Þegar við erum komin með svona marga einstaklinga í þennan hóp þá hlýtur það að kalla á mikla og allsherjar yfirlegu. Þetta kallar á þörfina að breyta bótakerfinu yfir í að það meti getu fólks í stað vanheilsu," segir Kristján Þór. „Og að stofnanir eins og Rauði Krossinn, Geðhjálp, Geysir og Hugarafl, fái aukið hlutverk. Svo hægt sé að færa þjónustuna nær manneskjunni." Þannig væri betra ef úrræðin yrðu færð til einstaklingsins, með það fyrir augum að þeir geti í raun uppfyllt sömu grunnþarfir á aðrir í samfélaginu. Þá gerir Kristján Þór ráð fyrir því ráðuneytið muni taka málið til skoðunar á næstunni.
Mest lesið Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Innlent Minnir á hvernig Hitler komst til valda Innlent Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Innlent Þjóðverjar yfirgefa Grænland Erlent Hættur að hugsa bara um frið fyrst hann fékk ekki Nóbelinn Erlent Danir máttlausir gagnvart rússnesku ógninni í 20 ár Erlent Tala látinna hækkar í lestarslysinu á Spáni Erlent Ekki rétta leiðin að kynda undir læsisstríð Innlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Rúmlega tuttugu látnir eftir árekstur tveggja hraðlesta Erlent Fleiri fréttir Um tvöfalt fleiri óánægðir en ánægðir með frestun gangna Ekki rétta leiðin að kynda undir læsisstríð Mælir fyrir samgönguáætlun í dag Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Minnir á hvernig Hitler komst til valda VG og Sanna sameina krafta sína Sala á grænlenskum á Íslandi nær tvöfaldast Ekkert athugavert við fundinn og stjórnin starfshæf Stjórnvöld „í blindflugi“ í menntamálum í rúman áratug Haldið upp á 80 ára afmæli Hveragerðis allt afmælisárið Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Dæmi um að nemendur hafi aldrei mætt í leikfimi Grænlandstollar vonbrigði og verðbólga spillir kjarasamningum Stöðugleikasamningarnir gætu sprungið strax í haust Heimsmálin, Grænland, menntun og fjölmiðlun á Sprengisandi Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Sjá meira