Íslenski boltinn

Útivistarreglurnar á Þjóðhátíð liggja ekki fyrir

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Hermann Hreiðarsson, spilandi þjálfari ÍBV.
Hermann Hreiðarsson, spilandi þjálfari ÍBV. Mynd/Daníel
„Þeir verða allavega að vera komnir úr Dalnum klukkan átta á laugardaginn," grínast Hermann Hreiðarsson, spilandi þjálfari ÍBV, í samtali við Vísi.

Árlega velta menn fyrir sér hvernig þjálfarar karlaliðs ÍBV í knattspyrnu hyggjast halda á spöðunum þegar kemur að Þjóðhátíð í Eyjum. Sumir hafa gefið frí yfir helgina á meðan aðrir hafa leyft mönnum að skemmta sér svo framarlega að menn mæti í sómasamlegu ástandi á æfingar yfir helgina.

„Það verður allavega ekkert gert á föstudeginum," segir Hermann aðspurður um hvaða hátt hann ætli að hafa aðra helgi.

„Annars er bara leikur á sunnudaginn og svo ræðum við saman," segir Hermann. ÍBV sækir Breiðablik heim í Kópavog á sunnudaginn. Hann á ekki von á að eiga í vandræðum með leikmenn sína á Þjóðhátíð.

„Þetta er svo mikill topphópur," segir Hermann um leikmenn sína.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×