Íslenski boltinn

Röyrane genginn til liðs við Fram

Stefán Hirst Friðriksson skrifar
Röyrane lék 25 leiki með Selfyssingum síðasta sumar og skoraði í þeim sjö mörk.
Röyrane lék 25 leiki með Selfyssingum síðasta sumar og skoraði í þeim sjö mörk.
Fram hefur fengið norska miðjumanninn Jon Andre Röyrane í sínar raðir. Leikmaðurinn hefur verið á reynslu að undanförnu hjá félaginu en samningar náðust við hann í gær.

Röyrane hefur áður leikið á Íslandi en hann spilaði með Selfyssingum í Pepsi-deildinni síðasta sumar við ágætan orðstýr. Hann gæti spilað sinn fyrsta leik með Fram í kvöld þegar liðið mætir Fylki í tólftu umferð Pepsi-deildarinnar.

Framarar misstu á dögunum Steven Lennon til Sandnes Ulf í Noregi og hafa því verið að leitast eftir því að styrkja liðið sitt og ekki ólíklegt að þeir muni næla sér í fleiri leikmenn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×