Íslenski boltinn

Tryggvi ætlar að heyra í Gústa Gylfa

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Tryggvi hætti sem leikmaður Fylkis á mánudagskvöldið.
Tryggvi hætti sem leikmaður Fylkis á mánudagskvöldið. Mynd/Daníel
Tryggvi Guðmundson, markahæsti leikmaður efstu deildar karla í knattspyrnu frá upphafi, er í leit að nýju félagi.

„Það eru einhverjar fyrirspurnar komnar en þetta er bara á byrjunarstigi," segir Tryggvi. Aðspurður hvort Tryggvi sé búinn að mæta á æfingu hjá nýju félagi segir framherjinn:

„Ekki ennþá en ég þarf að gera það. Það verður samt ekkert endilega hjá því liði sem ég enda með," segir Tryggvi. Hann segist hafa velt fyrir sér að kíkja á æfingar hjá Fjölni líkt og hann gerði um tíma á síðasta ári.

„Ég á eftir að heyra í Gústa Gylfa (þjálfara Fjölnis). Það þýðir samt ekkert endilega að ég sé á leiðinni í Fjölni," segir Tryggvi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×