Íslenski boltinn

Styrkja sig með erlendum leikmönnum

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Lítið tilefni hefur verið til fagnaðarláta á Skaganum í sumar.
Lítið tilefni hefur verið til fagnaðarláta á Skaganum í sumar. Mynd/Guðmundur Bjarki Halldórsson
Skagamenn eru í leit að liðsstyrk fyrir átökin í Pepsi-deild karla. Líkur eru á því að danskur varnarmaður og skoskur sóknarmaður gangi í raðir félagsins.

Danskur leikmaður mætir á Skipaskaga í dag þar sem hann mun gangast undir læknisskoðun. Þetta staðfesti Þórður Guðjónsson, framkvæmdastjóri ÍA, í samtali við Fótbolta.net í dag.

Þá er skoskur framherji á leið til félagsins á reynslu. Þórður vildi ekki gefa upp nöfn umræddra leikmanna.

Skagamenn sitja í botnsæti deildarinnar með þrjú stig eftir tíu leiki. Eini sigurleikur liðsins kom gegn Fram en Þorvaldur Örlygsson, þáverandi þjálfari Fram, stýrir liði ÍA í dag.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×