Sport

Aníta langfyrst

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Frá undankeppninni í gær.
Frá undankeppninni í gær. Nordicphotos/Getty
Aníta Hrinriksdóttir sigraði með yfirburðum í fyrri riðlinum í undanúrslitum 800 metra hlaups kvenna á HM 17 ára og yngri í Úkraínu.

Aníta kom í mark á tímanum 2:02,44 og virtist varla blása úr nös. Hún brosti út að eyrum og þakkaði keppinautum sínum fyrir sprettinn.

Aníta byrjaði nokkuð rólega en þegar fyrri hringurinn var tæplega hálfnaður gaf hún í. Keppinautar hennar máttu horfa á eftir Anítu sem stakk alla af þegar 200 metrar voru eftir og leit aldrei um öxl.

Aníta virkaði afslöppuð þegar keppendur voru kynntir til leiks og brosti til Íslendinganna sem fylgdust með henni í stúkunni.

Aníta hljóp einnig hraðast allra í undankeppninni í gær og þykir afar sigurstrangleg fyrir úrslitahlaupið á sunnudaginn. Það ræðst hvaða átta hlauparar tryggja sig í úrslitahlaupið þegar keppni í seinni riðlinum lýkur.

Uppfært klukkan 16:25: Aníta steig á línu í keppninni og var dæmd úr leik að hlaupinu loknu. Sjá hér.

Uppfært klukkan 16:45: Aníta fær að keppa í úrslitum. Sjá hér.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×