Ekkert hægt að gera til að snúa við tjóni á lífríki Lagarfljóts Þorbjörn Þórðarson skrifar 16. júlí 2013 18:30 Fiskstofnar í Lagarfljóti hafa minnkað eftir að vatni úr Jökulsá á Dal var veitt í fljótið vegna Kárahnjúkavirkjunar. Fiskar í Lagarfljóti þroskast ekki eðlilega því minna er um æti fyrir þá og þá er vatnið í fljótinu orðið skítugt. Þetta kemur fram skýrslu Veiðimálastofnunar. Landsvirkjun birti í dag skýrslu um rannsóknir Veiðimálastofnunar á vatnasviði Lagarfljóts, Jökulsár á Dal, Fögruhlíðarár og Gilsár fyrir árin 2011 og 2012. Helstu niðurstöður á rannsóknum Lagarfljóts eftir tilkomu Kárahnjúkavirkjunar eru þær að rýni í fljótinu minnkaði með tilkomu Kárahnjúkavirkjunar og er nú svipað á ölum svæðum. Fljótið er skítugt og ekki sést til bots á sömu svæðum og áður. Fiskarnir þroskast ekki með sama hætti Dregið hefur úr fæðu fyrir fiskana og minna er af æti í fljótinu sjálfu og tegundir af landrænum toga hafa að nokkru tekið við. Fiskarnir þroskast ekki með sama hætti og áður og eru minni. Og þá hefur dregið úr laxveiði fyrir neðan Lagarfoss. Guðni Guðbergsson fiskifræðingur er einn höfunda skýrslunnar. „Það var vitað fyrir að það yrðu áhrif af Kárahnjúkavirkjun og að þau yrðu neikvæð á Lagarfljót og lífríki þess. Þær mælingar sem hafa verið gerðar hingað til og koma fram í þessari skýrslu benda til þess að svo sé. Hins vegar verður að hafa það í huga, þegar horft er á lífsferil fiska þá eru þeir fiskar sem orðið hafa til eftir virkjunina ekki nema 3-4 ára gamlir. Það líður ennþá nokkur tími áður en það kemur fyllilega í ljós hver þau áhrif endanlega verða,“ segir Guðni. Í matsskýrslu Landsvirkjunar sem kynnt var 2001 og Skipulagsstofnun lagðist gegn kom fram að vatnið í Lagarfljóti yrði gruggugra eftir að Jökulsá á Dal yrði veitt í fljótið og það myndi hafa neikvæð áhrif. Þetta hefur nú ræst. Áhrifin eru samt í raun verri en Landsvirkjun hafði sjálft komist að niðurstöðu um. Það er m.a vegna þess að rennsli í lónið er mun meira þar sem bráðnun Vatnajökuls er hraðari en menn gerðu ráð fyrir. Þess skal getið að þegar Landsvirkjun kynnti sína skýrslu voru loftslagsbreytingar ekki jafn mikið í umræðunni og nú. Guðni Guðbergsson segir að alvarlegustu tíðindin úr nýrri skýrslu Veiðimálastofnunar séu minni fiskistofnar og rýrnun nytja þeirra.Ekki hægt að sporna gegn orðnum hlut „Í mínum huga þá er ekki margt sem í mannlegu valdi stendur til að snúa neinu af þessu við eða vera með mótvægisaðgerðir sem breyta því sem orðið er. Það er mikið af gruggugu vatni sem er að koma þarna yfir og lífsskilyrði hafa versnað. Ég sé ekki í fljótu bragði að það sé neitt sem hægt sé að breyta.“ Árni Finnsson, formaður Náttúruverndarsamtaka Íslands, er meðal þeirra sem varaði við því að áhrif virkjunarinnar gætu raungerst með þessum hætti.Eru þetta ekki allt saman hlutir sem menn áttu að sjá fyrir? „Jú, þetta var séð fyrir í matsskýrslu Landsvirkjunar á sínum tíma. Umhverfisráðherra hafði það að engu og gerði mjög lítið úr þessum vanda. Og svo hefur komið í ljós að matsskýrslan var rétt nema þetta er öllu verra en matsskýrslan gerði ráð fyrir. Sá lærdómur sem við getum dregið af þessu er: Við skulum fara varlega við Mývatn og láta eiga sig að fara í Bjarnarflagsvirkjun.“Og hlusta á vísindamenn? „Já, bara taka varúðarregluna mjög alvarlega. Ekki fara í hluti sem að augljóslega munu valda óafturkræfum eða varanlegum skaða á náttúru landsins,“ segir Árni Finnsson. Mest lesið Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Innlent Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Innlent Þorgerður til í fund og það strax Innlent Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Innlent Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Innlent Óska eftir því að vitnisburður um Epstein verði opinberaður Erlent Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Innlent Gosmóðan heldur áfram Innlent Ógnuðu húsráðanda með hnífum og kylfum Innlent Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Innlent Fleiri fréttir Grunaður um að sparka ítrekað í höfuð samfanga Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Allt að gerast á Húnavöku á Blönduósi um helgina Þorgerður til í fund og það strax Ráðherra bregst snögglega við og mikið stuð í Húnabyggð Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Björgunarmenn sigu með fólk niður fjall við Ólafsfjörð Ógnuðu húsráðanda með hnífum og kylfum Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Gosmóðan heldur áfram Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Íslenskur fjárhundur á Bessastaði? Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Mygla fannst á bæjarskrifstofunum Minnihlutinn verði bara að treysta þjóðinni Litlu mátti muna: Glannalegur framúrakstur í Hörgárdal Málsókn Grindvíkinga, heimóttarskapur og heimkoma í beinni Glerflöskur stranglega bannaðar á Þjóðhátíð Dæmdur fyrir að flytja kratom til landsins Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Var ekki að láta undan þrýstingi Grindvíkinga Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Kannast við tannstönglatrixið: „Nágrannavarsla er albesta vörnin“ Kjósendur stjórnarflokkanna „bitrir“ og í basli með sjálfsmyndina Sjá meira
Fiskstofnar í Lagarfljóti hafa minnkað eftir að vatni úr Jökulsá á Dal var veitt í fljótið vegna Kárahnjúkavirkjunar. Fiskar í Lagarfljóti þroskast ekki eðlilega því minna er um æti fyrir þá og þá er vatnið í fljótinu orðið skítugt. Þetta kemur fram skýrslu Veiðimálastofnunar. Landsvirkjun birti í dag skýrslu um rannsóknir Veiðimálastofnunar á vatnasviði Lagarfljóts, Jökulsár á Dal, Fögruhlíðarár og Gilsár fyrir árin 2011 og 2012. Helstu niðurstöður á rannsóknum Lagarfljóts eftir tilkomu Kárahnjúkavirkjunar eru þær að rýni í fljótinu minnkaði með tilkomu Kárahnjúkavirkjunar og er nú svipað á ölum svæðum. Fljótið er skítugt og ekki sést til bots á sömu svæðum og áður. Fiskarnir þroskast ekki með sama hætti Dregið hefur úr fæðu fyrir fiskana og minna er af æti í fljótinu sjálfu og tegundir af landrænum toga hafa að nokkru tekið við. Fiskarnir þroskast ekki með sama hætti og áður og eru minni. Og þá hefur dregið úr laxveiði fyrir neðan Lagarfoss. Guðni Guðbergsson fiskifræðingur er einn höfunda skýrslunnar. „Það var vitað fyrir að það yrðu áhrif af Kárahnjúkavirkjun og að þau yrðu neikvæð á Lagarfljót og lífríki þess. Þær mælingar sem hafa verið gerðar hingað til og koma fram í þessari skýrslu benda til þess að svo sé. Hins vegar verður að hafa það í huga, þegar horft er á lífsferil fiska þá eru þeir fiskar sem orðið hafa til eftir virkjunina ekki nema 3-4 ára gamlir. Það líður ennþá nokkur tími áður en það kemur fyllilega í ljós hver þau áhrif endanlega verða,“ segir Guðni. Í matsskýrslu Landsvirkjunar sem kynnt var 2001 og Skipulagsstofnun lagðist gegn kom fram að vatnið í Lagarfljóti yrði gruggugra eftir að Jökulsá á Dal yrði veitt í fljótið og það myndi hafa neikvæð áhrif. Þetta hefur nú ræst. Áhrifin eru samt í raun verri en Landsvirkjun hafði sjálft komist að niðurstöðu um. Það er m.a vegna þess að rennsli í lónið er mun meira þar sem bráðnun Vatnajökuls er hraðari en menn gerðu ráð fyrir. Þess skal getið að þegar Landsvirkjun kynnti sína skýrslu voru loftslagsbreytingar ekki jafn mikið í umræðunni og nú. Guðni Guðbergsson segir að alvarlegustu tíðindin úr nýrri skýrslu Veiðimálastofnunar séu minni fiskistofnar og rýrnun nytja þeirra.Ekki hægt að sporna gegn orðnum hlut „Í mínum huga þá er ekki margt sem í mannlegu valdi stendur til að snúa neinu af þessu við eða vera með mótvægisaðgerðir sem breyta því sem orðið er. Það er mikið af gruggugu vatni sem er að koma þarna yfir og lífsskilyrði hafa versnað. Ég sé ekki í fljótu bragði að það sé neitt sem hægt sé að breyta.“ Árni Finnsson, formaður Náttúruverndarsamtaka Íslands, er meðal þeirra sem varaði við því að áhrif virkjunarinnar gætu raungerst með þessum hætti.Eru þetta ekki allt saman hlutir sem menn áttu að sjá fyrir? „Jú, þetta var séð fyrir í matsskýrslu Landsvirkjunar á sínum tíma. Umhverfisráðherra hafði það að engu og gerði mjög lítið úr þessum vanda. Og svo hefur komið í ljós að matsskýrslan var rétt nema þetta er öllu verra en matsskýrslan gerði ráð fyrir. Sá lærdómur sem við getum dregið af þessu er: Við skulum fara varlega við Mývatn og láta eiga sig að fara í Bjarnarflagsvirkjun.“Og hlusta á vísindamenn? „Já, bara taka varúðarregluna mjög alvarlega. Ekki fara í hluti sem að augljóslega munu valda óafturkræfum eða varanlegum skaða á náttúru landsins,“ segir Árni Finnsson.
Mest lesið Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Innlent Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Innlent Þorgerður til í fund og það strax Innlent Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Innlent Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Innlent Óska eftir því að vitnisburður um Epstein verði opinberaður Erlent Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Innlent Gosmóðan heldur áfram Innlent Ógnuðu húsráðanda með hnífum og kylfum Innlent Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Innlent Fleiri fréttir Grunaður um að sparka ítrekað í höfuð samfanga Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Allt að gerast á Húnavöku á Blönduósi um helgina Þorgerður til í fund og það strax Ráðherra bregst snögglega við og mikið stuð í Húnabyggð Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Björgunarmenn sigu með fólk niður fjall við Ólafsfjörð Ógnuðu húsráðanda með hnífum og kylfum Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Gosmóðan heldur áfram Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Íslenskur fjárhundur á Bessastaði? Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Mygla fannst á bæjarskrifstofunum Minnihlutinn verði bara að treysta þjóðinni Litlu mátti muna: Glannalegur framúrakstur í Hörgárdal Málsókn Grindvíkinga, heimóttarskapur og heimkoma í beinni Glerflöskur stranglega bannaðar á Þjóðhátíð Dæmdur fyrir að flytja kratom til landsins Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Var ekki að láta undan þrýstingi Grindvíkinga Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Kannast við tannstönglatrixið: „Nágrannavarsla er albesta vörnin“ Kjósendur stjórnarflokkanna „bitrir“ og í basli með sjálfsmyndina Sjá meira