Íslenski boltinn

Valsmenn sömdu við landsliðsmann frá Nýja-Sjálandi

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Nordic Photos / Getty Images
Ian Hogg, landsliðsmaður frá Nýja-Sjálandi, er á leið í Val en hann verður löglegur með liðinu á morgun. Þetta kemur fram á félagaskiptavef KSÍ.

Högg er 23 ára gamall miðvallarleikmaður sem getur einnig spilað sem vinstri bakvörður. Hann lék síðast með Wellingon Phoenix í heimalandinu en á síðasta ári var hann á mála hjá bandaríska liðinu Portland Timbers sem leikur í MLS-deildinni.

Hann á sex landsleiki að baki með Ný-Sjálendingum og fjölda leikja með yngri landsliðunum. Hogg spilaði til að mynda með Ólympíuliði landsins á leikunum í Peking árið 2008.

Valsmenn fengu Sigurð Egil Lárusson aftur frá Víkingi þar sem hann hafði verið í láni á fyrri hluta tímabilsins. Þá er Björgólfur Takefusa laus allra mála hjá Val eftir stutta dvöl þar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×