Makríll og hvalir éta lundann út á gaddinn Heimir Már Pétursson skrifar 19. júlí 2013 13:32 Engar vísbendingar eru um að sandsílastofninn suður og vestur af landinu sé að rétta úr kútnum en sandsíli er mikilvægt í fæðukeðju sjávar og hefur mikil áhrif á uppgang sjófugla eins og lunda. Hafrannsóknarstofnun lauk ellefu daga rannsóknarleiðangri á sandsílinu í gær. Fiskifræðingar segja að leiða megi að því líkum að seiðin hafi strax lent í miklu afráni frá fiskum eins og makríl, hvölum og sjófuglum þó ekki liggi fyrir nein gögn þar að lútandi. Aðrar mögulegar skýringar á lélegri nýliðun gætu verið lítið æti, óhagstætt hitastig sjávar eða önnur umhverfisáhrif. Valur Bogason útibússtjóri Hafrannsóknarstofnunar í Vestmannaeyjum var einn leiðangursmanna í ellefu daga leiðangri stofnunarinnar sem lauk í gær. Hann segir leiðangurinn staðfesta ástand sem verið hafi á stofninum undanfarin ár. „Sílið hefur ekkert verið að rétta úr kútnum og það eru allir árgangar orðnir mjög litlir. En við fengum svolítið af seiðum í Faxaflóa í fyrra og vorum með svolitla eftirvæntingu um hvernig því myndi reiða af en þau hafa ekki verið að skila sér sem eins árs sandsíli. Þannig að ég býst við því að það verði áframhaldandi lélegt ástand á sílinu einhver ár í viðbót,“ segir Valur. Nauðsynlegt sé að fá nýliðun í sandsílastofninn í meira en eitt ár til að stofninn rétti úr kútnum, því nú séu allir árgangar mjög litlir. Þetta er auðvitað áhyggjuefni því sandsílið er mikilvægt í fæðukeðju sjávar. „Jú, enda höfum við séð það á ástandi sjófuglastofna við suður- og vesturströndina að þeim hefur gengið illa með varp undanfarin ár og það má að mestu rekja það til ástands sandsílastofnsins,“ segir Valur. En lundinn í Vestmannaeyjum hefur t.d. ekki fengið mikið að éta undanfarin ár. „Nei og hann hefur verið að reyna að keyra þetta á öðrum fæðutegundum undanfarin ár en gengið misvel. Enda eru ekki margar tegundir hér við suðurströndina sem geta komið inn fyrir ungann þó fullorðni fuglinn geti lifað á kannski átu og öðru. En hann kemur ekki unga upp á því,“ segir Valur. Þá leiða fiskifræðingar líkur að því að hrefna og hvalir éti töluvert af seiðum en ekki hvað síst makríllinn sem gengið hefur í auknum mæli inn í íslenska lögsögu undanfarin ár. „Makríllinn kemur hingað inn og hjálpar ekki til við að snúa þróuninni við. Enda var vaðandi makríll inn í Faxaflóa í fyrra og hann er þekkt sílaæta. Þess vegna erum við að leiða líkur að því að hann hafi áhrif á það hvers vegna við erum ekki að sjá meira af eins árs sílum í Faxaflóa í ár,“ segir Valur Bogason útibússtjóri Hafrannsóknarstofnunar í Vestmannaeyjum. Mest lesið Eldgos hafið Innlent Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Erlent Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Erlent Fallegt og ekkert smágos Innlent Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Erlent Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Innlent Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Innlent Skoða hvort gosið breyti heimsókn von der Leyen Innlent Fyrst vöruskemman, nú göngustígar: „Mórallinn er bara ömurlegur“ Innlent Ólöf Tara yrði hissa en þakklát að gangan sé tileinkuð henni Innlent Fleiri fréttir Fyrst vöruskemman, nú göngustígar: „Mórallinn er bara ömurlegur“ Skoða hvort gosið breyti heimsókn von der Leyen Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Fallegt og ekkert smágos Eldgos hafið Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Göngumaður slapp ómeiddur úr sjálfheldu við Hestskarð Ólöf Tara yrði hissa en þakklát að gangan sé tileinkuð henni „Ekki bara fávísir hitabeltisbúar sem eru að detta á hausinn“ Yfirleitt Íslendingar sem aki utan vega Skipstjóri handtekinn talinn vera undir áhrifum „Ég var örugglega getinn í Land Rover“ „Valda fleiri húðkrabbameinum en sígarettur lungnakrabbameini“ Göngumaður í sjálfheldu við Hestskarð Ákall um ljósabekkjabann og gengið fyrir Ólöfu Töru Enn rís land í Svartsengi Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Hleypti líklega óvart úr Kominn úr lífshættu eftir stunguárás við Mjóddina Gísli Jóns í tveimur útköllum frá miðnætti „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Maðurinn er fundinn Ekki sekur um að hafa valdið dauða manns í Kiðjabergi Fagnar áherslum ríkisstjórnarinnar í sjávarútvegi Ræðukóngurinn talaði í rúman sólarhring Miklar bikblæðingar á Norðurlandi Ræðukóngur Alþingis tekinn tali og varað við bikblæðingum á þjóðvegunum Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Sjá meira
Engar vísbendingar eru um að sandsílastofninn suður og vestur af landinu sé að rétta úr kútnum en sandsíli er mikilvægt í fæðukeðju sjávar og hefur mikil áhrif á uppgang sjófugla eins og lunda. Hafrannsóknarstofnun lauk ellefu daga rannsóknarleiðangri á sandsílinu í gær. Fiskifræðingar segja að leiða megi að því líkum að seiðin hafi strax lent í miklu afráni frá fiskum eins og makríl, hvölum og sjófuglum þó ekki liggi fyrir nein gögn þar að lútandi. Aðrar mögulegar skýringar á lélegri nýliðun gætu verið lítið æti, óhagstætt hitastig sjávar eða önnur umhverfisáhrif. Valur Bogason útibússtjóri Hafrannsóknarstofnunar í Vestmannaeyjum var einn leiðangursmanna í ellefu daga leiðangri stofnunarinnar sem lauk í gær. Hann segir leiðangurinn staðfesta ástand sem verið hafi á stofninum undanfarin ár. „Sílið hefur ekkert verið að rétta úr kútnum og það eru allir árgangar orðnir mjög litlir. En við fengum svolítið af seiðum í Faxaflóa í fyrra og vorum með svolitla eftirvæntingu um hvernig því myndi reiða af en þau hafa ekki verið að skila sér sem eins árs sandsíli. Þannig að ég býst við því að það verði áframhaldandi lélegt ástand á sílinu einhver ár í viðbót,“ segir Valur. Nauðsynlegt sé að fá nýliðun í sandsílastofninn í meira en eitt ár til að stofninn rétti úr kútnum, því nú séu allir árgangar mjög litlir. Þetta er auðvitað áhyggjuefni því sandsílið er mikilvægt í fæðukeðju sjávar. „Jú, enda höfum við séð það á ástandi sjófuglastofna við suður- og vesturströndina að þeim hefur gengið illa með varp undanfarin ár og það má að mestu rekja það til ástands sandsílastofnsins,“ segir Valur. En lundinn í Vestmannaeyjum hefur t.d. ekki fengið mikið að éta undanfarin ár. „Nei og hann hefur verið að reyna að keyra þetta á öðrum fæðutegundum undanfarin ár en gengið misvel. Enda eru ekki margar tegundir hér við suðurströndina sem geta komið inn fyrir ungann þó fullorðni fuglinn geti lifað á kannski átu og öðru. En hann kemur ekki unga upp á því,“ segir Valur. Þá leiða fiskifræðingar líkur að því að hrefna og hvalir éti töluvert af seiðum en ekki hvað síst makríllinn sem gengið hefur í auknum mæli inn í íslenska lögsögu undanfarin ár. „Makríllinn kemur hingað inn og hjálpar ekki til við að snúa þróuninni við. Enda var vaðandi makríll inn í Faxaflóa í fyrra og hann er þekkt sílaæta. Þess vegna erum við að leiða líkur að því að hann hafi áhrif á það hvers vegna við erum ekki að sjá meira af eins árs sílum í Faxaflóa í ár,“ segir Valur Bogason útibússtjóri Hafrannsóknarstofnunar í Vestmannaeyjum.
Mest lesið Eldgos hafið Innlent Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Erlent Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Erlent Fallegt og ekkert smágos Innlent Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Erlent Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Innlent Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Innlent Skoða hvort gosið breyti heimsókn von der Leyen Innlent Fyrst vöruskemman, nú göngustígar: „Mórallinn er bara ömurlegur“ Innlent Ólöf Tara yrði hissa en þakklát að gangan sé tileinkuð henni Innlent Fleiri fréttir Fyrst vöruskemman, nú göngustígar: „Mórallinn er bara ömurlegur“ Skoða hvort gosið breyti heimsókn von der Leyen Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Fallegt og ekkert smágos Eldgos hafið Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Göngumaður slapp ómeiddur úr sjálfheldu við Hestskarð Ólöf Tara yrði hissa en þakklát að gangan sé tileinkuð henni „Ekki bara fávísir hitabeltisbúar sem eru að detta á hausinn“ Yfirleitt Íslendingar sem aki utan vega Skipstjóri handtekinn talinn vera undir áhrifum „Ég var örugglega getinn í Land Rover“ „Valda fleiri húðkrabbameinum en sígarettur lungnakrabbameini“ Göngumaður í sjálfheldu við Hestskarð Ákall um ljósabekkjabann og gengið fyrir Ólöfu Töru Enn rís land í Svartsengi Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Hleypti líklega óvart úr Kominn úr lífshættu eftir stunguárás við Mjóddina Gísli Jóns í tveimur útköllum frá miðnætti „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Maðurinn er fundinn Ekki sekur um að hafa valdið dauða manns í Kiðjabergi Fagnar áherslum ríkisstjórnarinnar í sjávarútvegi Ræðukóngurinn talaði í rúman sólarhring Miklar bikblæðingar á Norðurlandi Ræðukóngur Alþingis tekinn tali og varað við bikblæðingum á þjóðvegunum Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Sjá meira