Innlent

Réðst á spilakassa með öxi

Ítalskur maður gekk berserksgang eftir að hann tapaði 5 þúsund evrum, eða um 800 þúsund íslenskum krónum, í spilakössum. Eins og sjá má á meðfylgjandi myndbandi réðst maðurinn á spilakassana með öxi.

Maðurinn, sem er frá bænum Fontaniva, hafði verið að spila á veitingastaðnum Madonnina í bænum Fontavina, norðaustur af borginni Pauda. Lánið lék ekki við hann og tapaði hann sem fyrr segir um 5 þúsund evrum í spilakössunum.

Maðurinn var augljóslega ekki sáttur við tapið því hann ruddist inn í veitingastaðinn vopnaður öxi sem hann hjó síðan spilakassana með. Gestir staðarins áttu fótum sínum fjör að launa,

Maðurinn, sem er 47 ára tveggja barna faðir, er fastagestur á veitingastaðnum. Hann fær væntanlega ekki að spila þar oftar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×