Ný bráðageðdeild opnar í ágúst Hrund Þórsdóttir skrifar 19. júlí 2013 19:00 Iðnaðarmenn vinna nú baki brotnu að breytingum á deild 32c á Landspítalanum, en þar er stefnt að því að opna bráðageðdeild um miðjan ágústmánuð. Gamla deildin var barn síns tíma og þeirri nýju er ætlað að leysa vandamál sem hefur verið aðkallandi lengi. Hingað til hafa verið bráðagangar inni á öðrum geðdeildum með tilheyrandi vandamálum og segir Páll Matthíasson, framkvæmdastjóri geðsviðs Landspítalans, að öllu hafi ægt saman. „Í einu herbergi var kannski einstaklingur í sturlunarástandi og í næsta herbergi kona með lítið barn sem var þunglynd eða aldraður einstaklingur,“ segir Páll. Á deildinni verða tíu einstaklingsherbergi auk tveggja öryggisherbergja þar sem fólk kemur inn og er metið. Páll segir nýju deildina hafa sérstöðu að tvennu leyti. Annars vegar er starfsfólk þjálfað upp í að takast á við sturlunarástand og ofbeldi með öflugum en nærgætnum hætti og hins vegar er umhverfinu breytt og öryggi aukið. „Þar er gengið þannig frá öllu að fólk geti illa skaðað sig. Húsgögn eru þung, það eru ekki staðir þar sem þú getur auðveldlega skaðað þig á húsmunum og öðru slíku og jafnframt eru svefngangar aðskildir, konur á öðrum ganginum og karlmenn á hinum. Það eru þrjár setustofur og miklu meira rými fyrir fólk til að jafna sig,“ segir Páll. Páll segir að í raun sé ekki til fjármagn til verksins. Velferðarráðuneytið hafi styrkt það en framtakið hefði verið ómögulegt án aðkomu átaksins Á allra vörum, sem hefur stutt deildina og stendur fyrir söfnunarátaki í haust. Nýja deildin er í gömlu húsnæði og engir nýir starfsmenn verða ráðnir inn, en Páll þvertekur þó fyrir að skera þurfi niður aðra þjónustu vegna þessa. Nú verði ekki lengur bráðagangar á öðrum deildum og þannig skapist aukið rými þar og rúmin verði jafnmörg eftir sem áður. Mest lesið Skólamál í Kópavogi: Bókun eftir bókun á fundi bæjarstjórnar Innlent Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Innlent Sé hægt að gera byltingu í íslensku heilbrigðiskerfi Innlent Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Innlent Menningarráðherra skipaði son heilbrigðisráðherra í formannsstörf Innlent Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Innlent Þyrlan kölluð út vegna slasaðs manns í Gemludal Innlent Bylting framundan en Landspítalinn þurfi að hlaupa hraðar Innlent Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Innlent Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Erlent Fleiri fréttir Sé hægt að gera byltingu í íslensku heilbrigðiskerfi Skólamál í Kópavogi: Bókun eftir bókun á fundi bæjarstjórnar Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Þyrlan kölluð út vegna slasaðs manns í Gemludal Menningarráðherra skipaði son heilbrigðisráðherra í formannsstörf Vara við svikapóstum í þeirra nafni Bylting framundan en Landspítalinn þurfi að hlaupa hraðar Faðir plokksins kenndi ráðherra að plokka Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Kári Stefánsson í beinni, erfiður hraðbanki og Dönum ekki skemmt Óttuðust um ferðamenn sem sátu fastir í Markarfljóti Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Hraðbankaþjófur játar sök Framlengja gæsluvarðhald yfir leiðbeinandanum um fjórar vikur Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Móðirin áfram í haldi og húsleit á Írlandi Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Losun Íslands jókst á öllum sviðum og langt í land með skuldbindingar Bylting í heilbrigðisþjónustu og áróður Bandaríkjamanna Vilja halda leiðbeinandanum áfram bak við lás og slá Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innbrot og slagsmál í miðborginni Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Sjá meira
Iðnaðarmenn vinna nú baki brotnu að breytingum á deild 32c á Landspítalanum, en þar er stefnt að því að opna bráðageðdeild um miðjan ágústmánuð. Gamla deildin var barn síns tíma og þeirri nýju er ætlað að leysa vandamál sem hefur verið aðkallandi lengi. Hingað til hafa verið bráðagangar inni á öðrum geðdeildum með tilheyrandi vandamálum og segir Páll Matthíasson, framkvæmdastjóri geðsviðs Landspítalans, að öllu hafi ægt saman. „Í einu herbergi var kannski einstaklingur í sturlunarástandi og í næsta herbergi kona með lítið barn sem var þunglynd eða aldraður einstaklingur,“ segir Páll. Á deildinni verða tíu einstaklingsherbergi auk tveggja öryggisherbergja þar sem fólk kemur inn og er metið. Páll segir nýju deildina hafa sérstöðu að tvennu leyti. Annars vegar er starfsfólk þjálfað upp í að takast á við sturlunarástand og ofbeldi með öflugum en nærgætnum hætti og hins vegar er umhverfinu breytt og öryggi aukið. „Þar er gengið þannig frá öllu að fólk geti illa skaðað sig. Húsgögn eru þung, það eru ekki staðir þar sem þú getur auðveldlega skaðað þig á húsmunum og öðru slíku og jafnframt eru svefngangar aðskildir, konur á öðrum ganginum og karlmenn á hinum. Það eru þrjár setustofur og miklu meira rými fyrir fólk til að jafna sig,“ segir Páll. Páll segir að í raun sé ekki til fjármagn til verksins. Velferðarráðuneytið hafi styrkt það en framtakið hefði verið ómögulegt án aðkomu átaksins Á allra vörum, sem hefur stutt deildina og stendur fyrir söfnunarátaki í haust. Nýja deildin er í gömlu húsnæði og engir nýir starfsmenn verða ráðnir inn, en Páll þvertekur þó fyrir að skera þurfi niður aðra þjónustu vegna þessa. Nú verði ekki lengur bráðagangar á öðrum deildum og þannig skapist aukið rými þar og rúmin verði jafnmörg eftir sem áður.
Mest lesið Skólamál í Kópavogi: Bókun eftir bókun á fundi bæjarstjórnar Innlent Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Innlent Sé hægt að gera byltingu í íslensku heilbrigðiskerfi Innlent Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Innlent Menningarráðherra skipaði son heilbrigðisráðherra í formannsstörf Innlent Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Innlent Þyrlan kölluð út vegna slasaðs manns í Gemludal Innlent Bylting framundan en Landspítalinn þurfi að hlaupa hraðar Innlent Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Innlent Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Erlent Fleiri fréttir Sé hægt að gera byltingu í íslensku heilbrigðiskerfi Skólamál í Kópavogi: Bókun eftir bókun á fundi bæjarstjórnar Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Þyrlan kölluð út vegna slasaðs manns í Gemludal Menningarráðherra skipaði son heilbrigðisráðherra í formannsstörf Vara við svikapóstum í þeirra nafni Bylting framundan en Landspítalinn þurfi að hlaupa hraðar Faðir plokksins kenndi ráðherra að plokka Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Kári Stefánsson í beinni, erfiður hraðbanki og Dönum ekki skemmt Óttuðust um ferðamenn sem sátu fastir í Markarfljóti Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Hraðbankaþjófur játar sök Framlengja gæsluvarðhald yfir leiðbeinandanum um fjórar vikur Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Móðirin áfram í haldi og húsleit á Írlandi Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Losun Íslands jókst á öllum sviðum og langt í land með skuldbindingar Bylting í heilbrigðisþjónustu og áróður Bandaríkjamanna Vilja halda leiðbeinandanum áfram bak við lás og slá Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innbrot og slagsmál í miðborginni Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Sjá meira