Ný bráðageðdeild opnar í ágúst Hrund Þórsdóttir skrifar 19. júlí 2013 19:00 Iðnaðarmenn vinna nú baki brotnu að breytingum á deild 32c á Landspítalanum, en þar er stefnt að því að opna bráðageðdeild um miðjan ágústmánuð. Gamla deildin var barn síns tíma og þeirri nýju er ætlað að leysa vandamál sem hefur verið aðkallandi lengi. Hingað til hafa verið bráðagangar inni á öðrum geðdeildum með tilheyrandi vandamálum og segir Páll Matthíasson, framkvæmdastjóri geðsviðs Landspítalans, að öllu hafi ægt saman. „Í einu herbergi var kannski einstaklingur í sturlunarástandi og í næsta herbergi kona með lítið barn sem var þunglynd eða aldraður einstaklingur,“ segir Páll. Á deildinni verða tíu einstaklingsherbergi auk tveggja öryggisherbergja þar sem fólk kemur inn og er metið. Páll segir nýju deildina hafa sérstöðu að tvennu leyti. Annars vegar er starfsfólk þjálfað upp í að takast á við sturlunarástand og ofbeldi með öflugum en nærgætnum hætti og hins vegar er umhverfinu breytt og öryggi aukið. „Þar er gengið þannig frá öllu að fólk geti illa skaðað sig. Húsgögn eru þung, það eru ekki staðir þar sem þú getur auðveldlega skaðað þig á húsmunum og öðru slíku og jafnframt eru svefngangar aðskildir, konur á öðrum ganginum og karlmenn á hinum. Það eru þrjár setustofur og miklu meira rými fyrir fólk til að jafna sig,“ segir Páll. Páll segir að í raun sé ekki til fjármagn til verksins. Velferðarráðuneytið hafi styrkt það en framtakið hefði verið ómögulegt án aðkomu átaksins Á allra vörum, sem hefur stutt deildina og stendur fyrir söfnunarátaki í haust. Nýja deildin er í gömlu húsnæði og engir nýir starfsmenn verða ráðnir inn, en Páll þvertekur þó fyrir að skera þurfi niður aðra þjónustu vegna þessa. Nú verði ekki lengur bráðagangar á öðrum deildum og þannig skapist aukið rými þar og rúmin verði jafnmörg eftir sem áður. Mest lesið Eldgos hafið Innlent Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Erlent Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Erlent Fallegt og ekkert smágos Innlent Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Erlent Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Innlent Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Innlent Skoða hvort gosið breyti heimsókn von der Leyen Innlent Fyrst vöruskemman, nú göngustígar: „Mórallinn er bara ömurlegur“ Innlent Ólöf Tara yrði hissa en þakklát að gangan sé tileinkuð henni Innlent Fleiri fréttir Fyrst vöruskemman, nú göngustígar: „Mórallinn er bara ömurlegur“ Skoða hvort gosið breyti heimsókn von der Leyen Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Fallegt og ekkert smágos Eldgos hafið Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Göngumaður slapp ómeiddur úr sjálfheldu við Hestskarð Ólöf Tara yrði hissa en þakklát að gangan sé tileinkuð henni „Ekki bara fávísir hitabeltisbúar sem eru að detta á hausinn“ Yfirleitt Íslendingar sem aki utan vega Skipstjóri handtekinn talinn vera undir áhrifum „Ég var örugglega getinn í Land Rover“ „Valda fleiri húðkrabbameinum en sígarettur lungnakrabbameini“ Göngumaður í sjálfheldu við Hestskarð Ákall um ljósabekkjabann og gengið fyrir Ólöfu Töru Enn rís land í Svartsengi Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Hleypti líklega óvart úr Kominn úr lífshættu eftir stunguárás við Mjóddina Gísli Jóns í tveimur útköllum frá miðnætti „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Maðurinn er fundinn Ekki sekur um að hafa valdið dauða manns í Kiðjabergi Fagnar áherslum ríkisstjórnarinnar í sjávarútvegi Ræðukóngurinn talaði í rúman sólarhring Miklar bikblæðingar á Norðurlandi Ræðukóngur Alþingis tekinn tali og varað við bikblæðingum á þjóðvegunum Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Sjá meira
Iðnaðarmenn vinna nú baki brotnu að breytingum á deild 32c á Landspítalanum, en þar er stefnt að því að opna bráðageðdeild um miðjan ágústmánuð. Gamla deildin var barn síns tíma og þeirri nýju er ætlað að leysa vandamál sem hefur verið aðkallandi lengi. Hingað til hafa verið bráðagangar inni á öðrum geðdeildum með tilheyrandi vandamálum og segir Páll Matthíasson, framkvæmdastjóri geðsviðs Landspítalans, að öllu hafi ægt saman. „Í einu herbergi var kannski einstaklingur í sturlunarástandi og í næsta herbergi kona með lítið barn sem var þunglynd eða aldraður einstaklingur,“ segir Páll. Á deildinni verða tíu einstaklingsherbergi auk tveggja öryggisherbergja þar sem fólk kemur inn og er metið. Páll segir nýju deildina hafa sérstöðu að tvennu leyti. Annars vegar er starfsfólk þjálfað upp í að takast á við sturlunarástand og ofbeldi með öflugum en nærgætnum hætti og hins vegar er umhverfinu breytt og öryggi aukið. „Þar er gengið þannig frá öllu að fólk geti illa skaðað sig. Húsgögn eru þung, það eru ekki staðir þar sem þú getur auðveldlega skaðað þig á húsmunum og öðru slíku og jafnframt eru svefngangar aðskildir, konur á öðrum ganginum og karlmenn á hinum. Það eru þrjár setustofur og miklu meira rými fyrir fólk til að jafna sig,“ segir Páll. Páll segir að í raun sé ekki til fjármagn til verksins. Velferðarráðuneytið hafi styrkt það en framtakið hefði verið ómögulegt án aðkomu átaksins Á allra vörum, sem hefur stutt deildina og stendur fyrir söfnunarátaki í haust. Nýja deildin er í gömlu húsnæði og engir nýir starfsmenn verða ráðnir inn, en Páll þvertekur þó fyrir að skera þurfi niður aðra þjónustu vegna þessa. Nú verði ekki lengur bráðagangar á öðrum deildum og þannig skapist aukið rými þar og rúmin verði jafnmörg eftir sem áður.
Mest lesið Eldgos hafið Innlent Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Erlent Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Erlent Fallegt og ekkert smágos Innlent Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Erlent Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Innlent Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Innlent Skoða hvort gosið breyti heimsókn von der Leyen Innlent Fyrst vöruskemman, nú göngustígar: „Mórallinn er bara ömurlegur“ Innlent Ólöf Tara yrði hissa en þakklát að gangan sé tileinkuð henni Innlent Fleiri fréttir Fyrst vöruskemman, nú göngustígar: „Mórallinn er bara ömurlegur“ Skoða hvort gosið breyti heimsókn von der Leyen Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Fallegt og ekkert smágos Eldgos hafið Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Göngumaður slapp ómeiddur úr sjálfheldu við Hestskarð Ólöf Tara yrði hissa en þakklát að gangan sé tileinkuð henni „Ekki bara fávísir hitabeltisbúar sem eru að detta á hausinn“ Yfirleitt Íslendingar sem aki utan vega Skipstjóri handtekinn talinn vera undir áhrifum „Ég var örugglega getinn í Land Rover“ „Valda fleiri húðkrabbameinum en sígarettur lungnakrabbameini“ Göngumaður í sjálfheldu við Hestskarð Ákall um ljósabekkjabann og gengið fyrir Ólöfu Töru Enn rís land í Svartsengi Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Hleypti líklega óvart úr Kominn úr lífshættu eftir stunguárás við Mjóddina Gísli Jóns í tveimur útköllum frá miðnætti „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Maðurinn er fundinn Ekki sekur um að hafa valdið dauða manns í Kiðjabergi Fagnar áherslum ríkisstjórnarinnar í sjávarútvegi Ræðukóngurinn talaði í rúman sólarhring Miklar bikblæðingar á Norðurlandi Ræðukóngur Alþingis tekinn tali og varað við bikblæðingum á þjóðvegunum Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Sjá meira