Innlent

Stærsta fjölskyldumynd allra tíma tekin í kvöld

Kjartan Hreinn Njálsson skrifar
Cassini, geimfar bandarísku geimferðarstofnunarinnar, hefur verið á flögri um sólkerfið okkar í sextán ár.
Cassini, geimfar bandarísku geimferðarstofnunarinnar, hefur verið á flögri um sólkerfið okkar í sextán ár. MYND/GETTY
Stærsta fjölskyldumynd allra verður tekin í kvöld. Jarðarbúar eru hvattir til að horfa til himins og segja sís, hátt og skýrt, enda er ljósmyndarinn í rúmlega milljarðs kílómetra fjarlægð.

Cassini, geimfar bandarísku geimferðarstofnunarinnar, hefur verið á flögri um sólkerfið okkar í sextán ár. Í kvöld flýgur kanninn bakvið Satúrnus frá Jörðu séð og um leið gefst stórkostlegt tækifæri til að rýna í hringi plánetunnar. Í sömu svipan birtist agnarsmá Jörðin í rúmlega 1.4 milljarða kílómetra fjarlægð.

Ljósmyndin verður tekin klukkan 19:27 að íslenskum tíma í kvöld. Þetta er því gullið tækifæri fyrir jarðarbúa að horfa til himins — í suðurátt — og segja sís.MYND/GETTY
„Jörðin er tæplega ein myndeining (pixill), það sýnir okkur raunverulega hversu lítil við erum í raun og veru í hinu stóra samhengi,“ segir Sævar Helgi Bragason, formaður Stjörnuskoðunarfélags Seltjarnarness. „Og það ætti að vekja okkur til umhugsunar um hversu lítill og dýrmætur hnöttur Jörðin er.“

Ljósmyndin verður tekin klukkan 21:27 að íslenskum tíma í kvöld. Þetta er því gullið tækifæri fyrir jarðarbúa að horfa til himins — í suðurátt — og segja sís.

„Þetta er eina tækifærið til að ná góðri fjölskyldumynd af jarðarbúum. Við erum nú einu sinni ein stór fjölskylda,“ segir Sævar Bragi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×