Ólafur Ragnar síðasta hálmstráið Jakob Bjarnar skrifar 4. júlí 2013 11:25 Aðstandendur undirskriftasöfnunarinnar hafa sýnt fram á gjá milli þings og þjóðar. Nú er spurt: Hvað gerir Ólafur Ragnar Grímsson með undirskriftirnar 35 þúsund? Nú hafa safnast rúmlega 35 þúsund undirskriftir gegn frumvarpi sjávarútvegsráðherra sem miðar að lækkun veiðileyfagjalda. Undirskriftunum var beint að Alþingi og þá að Ólafi Ragnari Grímssyni forseta Íslands. Búið er að afgreiða málið í annarri umræðu á þingi og því nánast formsatriði að frumvarpið verði samþykkt á þingi í dag. Aðstandendur söfnunarinnar stefna því á fund forseta Íslands. Undirskriftasöfnunin hófst 17. júní og má segja að hún hafi gengið vonum framar. Ísak Jónsson, annar hvatamanna undirskriftasöfnunarinnar segir nú liggja fyrir að þingið hafi hunsað söfnunina en aðstandendur hennar voru meðal annars kallaðir fyrir þingnefnd og á fund sjávarútvegsráðherra. Forseti Íslands er því síðasta hálmstráið ef koma á í veg fyrir að lögin taki gildi. „Ef þetta verður samþykkt sem lög frá alþingi, þá munum við panta fund með forseta til að afhenda undirskriftirnar. Það þarf að fara yfir þær, og keyra saman við Þjóðskrá og eyða vafaatriðum. Og í kjölfarið verða honum afhentar þessar undirskriftir,“ segir Ísak. Nýleg skoðanakönnun Fréttablaðsins og Stöðvar 2 leiddi í ljós að um 70 prósent landsmanna eru mótfallin lækkun veiðileyfagjalda. Og nú liggja fyrir undirskriftir rúmlega 35 þúsund einstaklinga í þá veru þannig að ekki er úr vegi að tala um gjá milli þings og þjóðar. En, hefur Ísak engar áhyggjur af því að forsetinn klekki á þeim, hafi nú hraðar hendur og flýti sér að skrifa undir lögin áður en hann fær undirskriftirnar í hendur og til formlegrar afgreiðslu? „Við höfum mjög litlar áhyggjur af því. Það er búið að tilkynna honum um þessa undirskriftasöfnun. Þannig að hann veit alveg af henni, þessari undirskriftasöfnun sem snýr að þessu tiltekna frumvarpi. Þá höfum við sent formlegt bréf til hans. Þannig að ég hef afskaplega litlar áhyggjur af því að hann geri það,“ segir Ísak og telur ljóst að með slíkri afgreiðslu muni orðspor forsetans verða fyrir verulegum skaða. Mest lesið Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Innlent Þjóðverjar yfirgefa Grænland Erlent Minnir á hvernig Hitler komst til valda Innlent Íslendingur handtekinn á EM Innlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Rauð norðurljós vegna kórónugoss Innlent Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Erlent Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Erlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Gríðarleg vonbrigði og mikið áhyggjuefni Erlent Fleiri fréttir Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Sænski herinn með viðbúnað á Íslandi Loðnuvertíð hafin og floti farinn til loðnumælinga Deilt um verðhækkanir Veitna Veita hjúkrunarheimilum ráðgjöf vikulega vegna drykkju eldri borgara Ráðherra hafi gefið veiðileyfi á sig Rauð norðurljós vegna kórónugoss Hljóp á sig Ósanngjarnt að skattgreiðendur borgi framkvæmdaruslið Vegagerðin ræðst í úrbætur á slysstað banaslyss Össur um öryggismálin, vandi vinstrisins og falin fíkn eldri borgara Íslendingur handtekinn á EM Ráðuneytið vill að fleiri bjóði sig fram Ólafur sakar Ingu um að vera sjúka í að láta mynda sig við skóflustungur „Dapurlegt að gera ákvarðanirnar tortryggilegar“ Hundaeigendur hvattir til að vera á varðbergi Hafi brotist inn til föður barnsmóður sinnar og reynt að myrða hann Handtökur, húsleit og haldlögð vopn í lögregluaðgerðum á Akureyri Vegagerðin bæti hringveginn eftir að grjót banaði ferðamanni Bréf Trumps til Norðmanna og væringar innan VG Verkútboð í vegagerð auglýst eftir langt hlé „Þarf að klára að setja slaufu á pakkann“ „Blasir við að íslenskt launafólk var svikið“ Um tvöfalt fleiri óánægðir en ánægðir með frestun gangna Ekki rétta leiðin að kynda undir læsisstríð Mælir fyrir samgönguáætlun í dag Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Minnir á hvernig Hitler komst til valda VG og Sanna sameina krafta sína Sjá meira
Nú hafa safnast rúmlega 35 þúsund undirskriftir gegn frumvarpi sjávarútvegsráðherra sem miðar að lækkun veiðileyfagjalda. Undirskriftunum var beint að Alþingi og þá að Ólafi Ragnari Grímssyni forseta Íslands. Búið er að afgreiða málið í annarri umræðu á þingi og því nánast formsatriði að frumvarpið verði samþykkt á þingi í dag. Aðstandendur söfnunarinnar stefna því á fund forseta Íslands. Undirskriftasöfnunin hófst 17. júní og má segja að hún hafi gengið vonum framar. Ísak Jónsson, annar hvatamanna undirskriftasöfnunarinnar segir nú liggja fyrir að þingið hafi hunsað söfnunina en aðstandendur hennar voru meðal annars kallaðir fyrir þingnefnd og á fund sjávarútvegsráðherra. Forseti Íslands er því síðasta hálmstráið ef koma á í veg fyrir að lögin taki gildi. „Ef þetta verður samþykkt sem lög frá alþingi, þá munum við panta fund með forseta til að afhenda undirskriftirnar. Það þarf að fara yfir þær, og keyra saman við Þjóðskrá og eyða vafaatriðum. Og í kjölfarið verða honum afhentar þessar undirskriftir,“ segir Ísak. Nýleg skoðanakönnun Fréttablaðsins og Stöðvar 2 leiddi í ljós að um 70 prósent landsmanna eru mótfallin lækkun veiðileyfagjalda. Og nú liggja fyrir undirskriftir rúmlega 35 þúsund einstaklinga í þá veru þannig að ekki er úr vegi að tala um gjá milli þings og þjóðar. En, hefur Ísak engar áhyggjur af því að forsetinn klekki á þeim, hafi nú hraðar hendur og flýti sér að skrifa undir lögin áður en hann fær undirskriftirnar í hendur og til formlegrar afgreiðslu? „Við höfum mjög litlar áhyggjur af því. Það er búið að tilkynna honum um þessa undirskriftasöfnun. Þannig að hann veit alveg af henni, þessari undirskriftasöfnun sem snýr að þessu tiltekna frumvarpi. Þá höfum við sent formlegt bréf til hans. Þannig að ég hef afskaplega litlar áhyggjur af því að hann geri það,“ segir Ísak og telur ljóst að með slíkri afgreiðslu muni orðspor forsetans verða fyrir verulegum skaða.
Mest lesið Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Innlent Þjóðverjar yfirgefa Grænland Erlent Minnir á hvernig Hitler komst til valda Innlent Íslendingur handtekinn á EM Innlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Rauð norðurljós vegna kórónugoss Innlent Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Erlent Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Erlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Gríðarleg vonbrigði og mikið áhyggjuefni Erlent Fleiri fréttir Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Sænski herinn með viðbúnað á Íslandi Loðnuvertíð hafin og floti farinn til loðnumælinga Deilt um verðhækkanir Veitna Veita hjúkrunarheimilum ráðgjöf vikulega vegna drykkju eldri borgara Ráðherra hafi gefið veiðileyfi á sig Rauð norðurljós vegna kórónugoss Hljóp á sig Ósanngjarnt að skattgreiðendur borgi framkvæmdaruslið Vegagerðin ræðst í úrbætur á slysstað banaslyss Össur um öryggismálin, vandi vinstrisins og falin fíkn eldri borgara Íslendingur handtekinn á EM Ráðuneytið vill að fleiri bjóði sig fram Ólafur sakar Ingu um að vera sjúka í að láta mynda sig við skóflustungur „Dapurlegt að gera ákvarðanirnar tortryggilegar“ Hundaeigendur hvattir til að vera á varðbergi Hafi brotist inn til föður barnsmóður sinnar og reynt að myrða hann Handtökur, húsleit og haldlögð vopn í lögregluaðgerðum á Akureyri Vegagerðin bæti hringveginn eftir að grjót banaði ferðamanni Bréf Trumps til Norðmanna og væringar innan VG Verkútboð í vegagerð auglýst eftir langt hlé „Þarf að klára að setja slaufu á pakkann“ „Blasir við að íslenskt launafólk var svikið“ Um tvöfalt fleiri óánægðir en ánægðir með frestun gangna Ekki rétta leiðin að kynda undir læsisstríð Mælir fyrir samgönguáætlun í dag Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Minnir á hvernig Hitler komst til valda VG og Sanna sameina krafta sína Sjá meira