Innlent

Veðurstofan varar við óveðri

Gissur Sigurðsson skrifar
Varhugavert verður, er líða tekur á daginn, að vera á ferð með eftirvagn.
Varhugavert verður, er líða tekur á daginn, að vera á ferð með eftirvagn.
Veðurstofan varar fólk við að vera á ferðinni í húsbílum, eða draga hjólhýsi á suðvestanverðu landinu þegar líður á daginn.

Vindur verður þá á bilinu 13 til 18 metrar á sekúndu, hvassari vindhviður við fjöll, og mikil rigning. Vegna veðurspárinnar verða setningarhátíðir Landsmóts Ungmennafélags Íslands á Selfossi og Írskra daga á Akranesi væntanlega færðar í hús, hugsanlega verða einhverjar breytingar á Goslokahátíðinni í Vestmannaeyjum og útihátíð háskólanema, sem átti að halda í Hallgeirsey í Landeyjum um helgina, hefur verið blásin af.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×