Innlent

Nýta sér ferðamannastrauminn

Jóhannes Reynisson, stofnandi Bláa naglans, með birkitré og merki Bláa naglans, eða Pin of Hope. Við hlið hans er Jakob Jónasson, læknir og Garðar Mýrdal, eðlisfræðingur.
Jóhannes Reynisson, stofnandi Bláa naglans, með birkitré og merki Bláa naglans, eða Pin of Hope. Við hlið hans er Jakob Jónasson, læknir og Garðar Mýrdal, eðlisfræðingur. MYND/BLÁI NAGLINN
Styrktarfélagið Blái naglinn hóf í gær söfnunarátak til kaupa á nýjum línuhraðli fyrir geislameðferð krabbameinssjúklinga. Félagið ætlar í ár að leggja áherslu á að nálgast erlenda ferðamenn og selja þeim brjóstnæluna Pin of hope.

Söfnunarátaki Bláa naglans var hrundið af stað í fyrsta sinn í fyrra, félagið var stofnað til að vekja athygli á krabbameini í blöðruhálskirtli karla.  Jóhannes Reynisson, stofnandi félagsins, ákvað að reyna að nýta aukinn ferðamannastraum til landsins í söfnuninni í ár, en 40 þúsund nælum verður dreift á hótel og bílaleigur þar sem þær verða seldar í sumar.

Til að hvetja erlenda ferðamenn til að kaupa barmnæluna verður eitt birkitré gróðursett í Hekluskógum fyrir hverja nælu sem seld verður sem verður, en nælan kostar 1.500 krónur.

Konur hafa um nokkurt skeið haft Bleiku slaufuna sem einkennandi tákn fyrir baráttuna gegn leghálskrabbameini, og á Blái naglinn á að verða tákn vitundarvakningar karlmanna með krabbamein - bæði hér á Íslandi og annars staðar.

Blöðruhálskrabbamein er algengasta krabbamein á Íslandi, en að sögn Jóhannesar þarf að ríkja meiri jöfnuður í rannsóknum krabbameins hér á landi. 200 karlmenn greinast með krabbameinið á ári, og 50 látast af völdum þess.

Nánari upplýsingar um söfnunina er að finna á heimasíðu Bláa naglans.

Sautján ára gamall línuhraðall á Landspítalanum.Nýtt tæki kostar um 300 milljónir.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×