Margir fá fótsveppi í sundi Þórhildur Þorkelsdóttir skrifar 5. júlí 2013 14:08 Auðveldara er að fá fótsveppasýkingu í sundlaugum en annarsstaðar. Myndin tengist fréttinni ekki beint. Þegar sumarið er loks gengið í garð fjölmennir fólk í sundlaugar landsins. Það verður þó ekki aðeins tekið út með sældinni að spóka sig á sundlaugarbakkanum, en æ fleiri verða varir við að fá fótsveppi í sundi. Fótasveppur er sýking af völdum sveppa sem kallast dermatophytar. Þetta bendir Sigríður Pálína Arnardóttir, lyfjafræðingur, á í grein sem hún sendi inn á vef Víkurfrétta í gær. „Fótsveppir eru algengur kvilli, sérstaklega hjá fullorðnu fólki en sjaldgæfari hjá börnum. Ég er alls ekki að gagnrýna sundlaugarnar eða aðbúnað þar, en það er staðreynd að sveppirnir þrífast best við rakar og heitar aðstæður. Þeta er algengt vandamál,“ sagði Sigríður í samtali við Vísi. Sveppirnir eru smitandi og smitast hratt við bæði beina og óbeina snertingu. Einnig berst smit með vatni í heitum pottum og sundlaugum. Sigríður hvetur fólk til að þvo og þurrka fætur sína vel eftir íþróttaiðkun og sundferðir, það sé besta leiðin til að koma í veg fyrir smit.Gott er að púðra fætur til að halda þeim þurrum og svölum.Sigríður segir fætur oft gleymast þegar talað er um húðumhirðu, en góð umhirða fóta sé aftur á móti mjög mikilvæg. „Fólk virðist ekki vera nógu meðvitað um þetta, en ef ekkert er að gert þegar um fótsveppasýkingu er að ræða raskast bakteríuflóran og það getur komið bakteríusýking,“ segir hún og mælir með að fólk þvoi fæturna daglega með vatni og sápu og þurrki sér vel áður en farið er í sokka. Þá sé nauðsynlegt að nota bómullarsokka eða ullarsokka en ekki sokka úr gerviefnum þar sem þeir halda raka á fætinum. Til eru nokkrar leiðir til að meðhöndla fótasveppasýkingu. „Ef grunur um svepp kemur upp getur fólk farið út í næsta apótek og fengið þar ráðgjöf og lyf í lausasölu sem hægt er að nota. Þá er mjög gott að púðra fæturnar reglulega til að hafa þá þurra,“ segir Sigríður. Ef sveppasýkingin er ekki meðhöndluð getur hún farið út í táneglur þá verður mun erfiðara að eiga við hana. Á vefsíðunni áttavitinn.is er hægt að lesa meira um einkenni fótsveppasýkingar. Mest lesið Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Verið ættleiddur af Íslendingum Innlent Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Innlent Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Erlent Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Erlent Bylgja Dís er látin Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Pútín sagður ætla að „taka til“ eftir kosningarnar Erlent Bein útsending: Kynna stóru mál ríkisstjórnarinnar í vetur Innlent Fleiri fréttir Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Bein útsending: Kynna stóru mál ríkisstjórnarinnar í vetur Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Háskólinn hafi ekki breytt stefnu sinni um inntöku alþjóðlegra nema Hallar á karla í fjárlagafrumvarpi Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Ólík sýn á nýja fjárlagafrumvarpið Bylgja Dís er látin Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum „Allir vilja alltaf meira“ Reikna með fimmtán milljarða halla á næsta ári Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Sjá meira
Þegar sumarið er loks gengið í garð fjölmennir fólk í sundlaugar landsins. Það verður þó ekki aðeins tekið út með sældinni að spóka sig á sundlaugarbakkanum, en æ fleiri verða varir við að fá fótsveppi í sundi. Fótasveppur er sýking af völdum sveppa sem kallast dermatophytar. Þetta bendir Sigríður Pálína Arnardóttir, lyfjafræðingur, á í grein sem hún sendi inn á vef Víkurfrétta í gær. „Fótsveppir eru algengur kvilli, sérstaklega hjá fullorðnu fólki en sjaldgæfari hjá börnum. Ég er alls ekki að gagnrýna sundlaugarnar eða aðbúnað þar, en það er staðreynd að sveppirnir þrífast best við rakar og heitar aðstæður. Þeta er algengt vandamál,“ sagði Sigríður í samtali við Vísi. Sveppirnir eru smitandi og smitast hratt við bæði beina og óbeina snertingu. Einnig berst smit með vatni í heitum pottum og sundlaugum. Sigríður hvetur fólk til að þvo og þurrka fætur sína vel eftir íþróttaiðkun og sundferðir, það sé besta leiðin til að koma í veg fyrir smit.Gott er að púðra fætur til að halda þeim þurrum og svölum.Sigríður segir fætur oft gleymast þegar talað er um húðumhirðu, en góð umhirða fóta sé aftur á móti mjög mikilvæg. „Fólk virðist ekki vera nógu meðvitað um þetta, en ef ekkert er að gert þegar um fótsveppasýkingu er að ræða raskast bakteríuflóran og það getur komið bakteríusýking,“ segir hún og mælir með að fólk þvoi fæturna daglega með vatni og sápu og þurrki sér vel áður en farið er í sokka. Þá sé nauðsynlegt að nota bómullarsokka eða ullarsokka en ekki sokka úr gerviefnum þar sem þeir halda raka á fætinum. Til eru nokkrar leiðir til að meðhöndla fótasveppasýkingu. „Ef grunur um svepp kemur upp getur fólk farið út í næsta apótek og fengið þar ráðgjöf og lyf í lausasölu sem hægt er að nota. Þá er mjög gott að púðra fæturnar reglulega til að hafa þá þurra,“ segir Sigríður. Ef sveppasýkingin er ekki meðhöndluð getur hún farið út í táneglur þá verður mun erfiðara að eiga við hana. Á vefsíðunni áttavitinn.is er hægt að lesa meira um einkenni fótsveppasýkingar.
Mest lesið Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Verið ættleiddur af Íslendingum Innlent Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Innlent Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Erlent Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Erlent Bylgja Dís er látin Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Pútín sagður ætla að „taka til“ eftir kosningarnar Erlent Bein útsending: Kynna stóru mál ríkisstjórnarinnar í vetur Innlent Fleiri fréttir Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Bein útsending: Kynna stóru mál ríkisstjórnarinnar í vetur Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Háskólinn hafi ekki breytt stefnu sinni um inntöku alþjóðlegra nema Hallar á karla í fjárlagafrumvarpi Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Ólík sýn á nýja fjárlagafrumvarpið Bylgja Dís er látin Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum „Allir vilja alltaf meira“ Reikna með fimmtán milljarða halla á næsta ári Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Sjá meira