Umfjöllun, viðtöl og myndir: Grótta - Fram 1-2 | Ódýrt víti tryggði sigurinn Sigmar Sigfússon skrifar 8. júlí 2013 11:48 Myndir / Daníel Rúnarsson Steven Lennon bjargaði Fram frá því að falla úr leik í bikarkeppni karla með því að tryggja sínum mönnum dramatískan sigur á 2. deildarliði Gróttu í framlengdum leik í kvöld. Markið skoraði hann úr vítaspyrnu eftir brotið var á varamanninum Aron Þórði Albertssyni þegar ein mínúta var eftir af framlengingunni. Almarr Ormarsson hafði komið Fram yfir í fyrri hálfleik en Jónmundur Grétarsson jafnaði metin fyrir heimamenn á 77. mínútu. Leikurinn fór fjörlega af stað og úrvalsdeildarliðið sýndi lipra takta. Fram óð í færum en vantaði herslumuninn að klára þau. Fyrsta mark leiksins leit dagsins ljós á 23. mínútu leiksins. Þá skoraði Almarr mark eftir undirbúning Hólmberts Arons sem skallaði boltann inn í teig og lagði upp markið fyrir Almar. Fram sótti stíft á Gróttu allan hálfleikinn en heimamenn vörðust vel og ætluðu að selja sig dýrt. Gestirnir fóru með eins marka forystu í hálfleik. Seinni hálfleikur var sömuleiðis líflegur og mikið um færi sem Safamýrapiltar sköpuðu sér. Það kom svo öllum á óvart að heimamenn jöfnuðu leikinn á 77. mínútu. Þar var að verki hinn knái framherji Gróttumanna Jónmundur Grétarsson. Markið kom úr föstu leikatriði sem byrjaði á löngu innkasti inn á teig. Á boltann mætti svo Jens Sævarsson og skallaði hann í átt að marki þar sem Jónmundur var og setti hann yfir línuna. Flott baráttumark hjá Jónmundi. Áhorfendur á Seltjarnanesi ærðust af fögnuðu í stúkunni. Eftir jöfnunarmarkið áttu Framarar nokkur góð færi til þess að klára leikinn. En allt kom fyrir ekkert og staðan var jöfn eftir 90. mínútna leik og leikurinn því framlengdur. Í fyrri hálfleik framlengingar var mikil pressa á mark heimamanna. En markið lét bíða eftir sér. Sigurmarkið kom svo á 119. mínútu úr víti sem Lennon skoraði örugglega úr. Kristinn Jakobsson, dómari leiksins, var ekki viss með vítaspyrnudóminn og leit á aðstoðardómarann sem gaf grænt á það með flagginu. Aron Þórður Albertsson, leikmaður Fram, féll í teignum við litla snertingu. Aron fiskaði þetta víti afar vel. Framarar komust því áfram með naumindum í undanúrslit Borgunarbikarsins. Gróttumenn fá hrós skilið fyrir að bjóða okkur upp á skemmtilegan og spennandi leik.Ríkharður: Ekki vanmat hjá okkur „Við spiluðum vel í fyrri hálfleik. Héldum okkar hraða og stjórnuðum leiknum. Nýttum kantana vel og vorum að ná fínum sendingum inn í teig. Skorum síðan gott mark upp úr slíku spili,“ sagði Ríkharður Daðason þjálfari Fram eftir leikinn. „Við vissum að 0-1 forysta í hálfleik var ekki nóg en samt slökum við á klónni og Grótta komst inn í leikinn. Þá er alltaf hætta. Svo skora þeir á okkur sem var klaufalegt af okkur. Kom úr föstu leikatriði. Ég vil ekki meina að þetta hafi verið eitthvað vanmat hjá okkur. Grótta gaf okkur alvöru leik.“ En er það einhvern óskamótherji í undanúrslitin? „Við erum búnir að vera á útivelli síðan að keppnin byrjaði svo það væri gott að fá heimaleik. En þetta eru allt góð lið sem eru eftir núna en ég skal glaður bjóða þeim í heimsókn,“ sagði Ríkharður sáttur að lokum.Ólafur Tryggvi: Þetta var aldrei víti „Við lögðum leikinn upp á því að liggja vel til baka og beita skyndisóknum og vera þolinmóðir. Það var að takast hjá okkur að mínu mati. Fram er með hraða og klóka menn og við vildum ekki fá þá fyrir aftan okkur. Mjög svekkjandi að fá þetta mark á okkur hérna í restina,“ sagði Ólafur Tryggvi Brynjólfsson þjálfari Gróttu og var virkilega ósáttur. „Eins og ég sá þetta er þetta aldei víti, það er klárt. Ég þekki þennan leikmann (Aron Þórð Albertsson) og hann er klókur. Ég hef þjálfaði hann áður hjá Breiðablik. Ég hef séð hann gera svona áður en ég á auðvitað eftir að sjá þetta í sjónvarpinu,“ sagði Ólafur að lokum. Pepsi Max-deild karla Mest lesið Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti Tapsárir Danir lentu í skærum við lögreglu: Piparúða beitt, ferðaklósetti velt og fimm milljón króna tjón Fótbolti „Fullkominn skandall, Bröndby niðurlægt á Íslandi“ Fótbolti „Eitt af þessum kvöldum þar sem allt gekk upp“ Fótbolti „Þeir voru sterkari en við í loftinu“ Fótbolti Fyrirliðabandið tímabundið tekið af Ter Stegen Fótbolti Sauð allt upp úr hjá stuðningsfólki Bröndby eftir leik Fótbolti „Sáum á dómurunum í restina að þeir höfðu eitthvað á samviskunni“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Víkingur - Bröndby 3-0 | Niðurlægðu gestina og Víkingar í frábærum málum Fótbolti Litáen of stór biti fyrir íslensku stelpurnar Körfubolti Fleiri fréttir „Sáum á dómurunum í restina að þeir höfðu eitthvað á samviskunni“ „Ákvað bara að láta vaða“ „Það var góð barátta í okkur og mikil liðsheild“ Uppgjörið: Fram - Breiðablik 1-6 | Ekkert fær Blika stöðvað Uppgjörið: Þór/KA - Valur 1-2 | Mikilvægur sigur gestanna Uppgjör: Stjarnan - Tindastóll 3-0 | Hoppa upp í efri hlutann eftir sannfærandi sigur Fengið nokkur skilaboð eftir skipti frá Val til KR Sjáðu mörkin úr Bestu: Nú er hinn Pedersen bróðirinn farinn að skora líka „Ég var í smá sjokki“ Framari týndi boltanum í miðjum leik og Rikki G var alveg gáttaður Stúkan: Getur KR fallið úr deildinni? „Ég hef aldrei séð Stjörnuna spila svona“ „Ég er mjög þreyttur“ Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Deila með sér stigunum „Mæli með að dómarar nái þessum hraða með boltann“ Uppgjörið: Fram - Stjarnan 1-1 | Allir ósáttir eftir jafntefli Leiknir selur táning til Serbíu Markametið hans Patricks Pedersen í tölum Sjáðu Pedersen bæta metið og Skagamenn jafna með skrýtnum mörkum Uppgjör: ÍA - Valur 2-2 | Skaginn náði í stig með ótrúlegu marki Hansen hamingjusamur í Víkinni næstu árin Tryggvi þurfti að bíða í 257 daga eftir að bæta metið „Margir sem voru tilbúnir að koma honum fyrir kattarnef fyrir mig“ Natasha með slitið krossband Kári reynir að hjálpa HK upp um deild „Báðir endar vallarins mættu vera betri“ „Skemmtilegra þegar vel gengur“ Uppgjörið: Valur - Breiðablik 0-3 | Létt verk fyrir meistarana Sjáðu umdeilda vítadóminn og sigurmarkið sem var dæmt af Sjáðu tvennu Sigurðar og snögg svör Víkinga Sjá meira
Steven Lennon bjargaði Fram frá því að falla úr leik í bikarkeppni karla með því að tryggja sínum mönnum dramatískan sigur á 2. deildarliði Gróttu í framlengdum leik í kvöld. Markið skoraði hann úr vítaspyrnu eftir brotið var á varamanninum Aron Þórði Albertssyni þegar ein mínúta var eftir af framlengingunni. Almarr Ormarsson hafði komið Fram yfir í fyrri hálfleik en Jónmundur Grétarsson jafnaði metin fyrir heimamenn á 77. mínútu. Leikurinn fór fjörlega af stað og úrvalsdeildarliðið sýndi lipra takta. Fram óð í færum en vantaði herslumuninn að klára þau. Fyrsta mark leiksins leit dagsins ljós á 23. mínútu leiksins. Þá skoraði Almarr mark eftir undirbúning Hólmberts Arons sem skallaði boltann inn í teig og lagði upp markið fyrir Almar. Fram sótti stíft á Gróttu allan hálfleikinn en heimamenn vörðust vel og ætluðu að selja sig dýrt. Gestirnir fóru með eins marka forystu í hálfleik. Seinni hálfleikur var sömuleiðis líflegur og mikið um færi sem Safamýrapiltar sköpuðu sér. Það kom svo öllum á óvart að heimamenn jöfnuðu leikinn á 77. mínútu. Þar var að verki hinn knái framherji Gróttumanna Jónmundur Grétarsson. Markið kom úr föstu leikatriði sem byrjaði á löngu innkasti inn á teig. Á boltann mætti svo Jens Sævarsson og skallaði hann í átt að marki þar sem Jónmundur var og setti hann yfir línuna. Flott baráttumark hjá Jónmundi. Áhorfendur á Seltjarnanesi ærðust af fögnuðu í stúkunni. Eftir jöfnunarmarkið áttu Framarar nokkur góð færi til þess að klára leikinn. En allt kom fyrir ekkert og staðan var jöfn eftir 90. mínútna leik og leikurinn því framlengdur. Í fyrri hálfleik framlengingar var mikil pressa á mark heimamanna. En markið lét bíða eftir sér. Sigurmarkið kom svo á 119. mínútu úr víti sem Lennon skoraði örugglega úr. Kristinn Jakobsson, dómari leiksins, var ekki viss með vítaspyrnudóminn og leit á aðstoðardómarann sem gaf grænt á það með flagginu. Aron Þórður Albertsson, leikmaður Fram, féll í teignum við litla snertingu. Aron fiskaði þetta víti afar vel. Framarar komust því áfram með naumindum í undanúrslit Borgunarbikarsins. Gróttumenn fá hrós skilið fyrir að bjóða okkur upp á skemmtilegan og spennandi leik.Ríkharður: Ekki vanmat hjá okkur „Við spiluðum vel í fyrri hálfleik. Héldum okkar hraða og stjórnuðum leiknum. Nýttum kantana vel og vorum að ná fínum sendingum inn í teig. Skorum síðan gott mark upp úr slíku spili,“ sagði Ríkharður Daðason þjálfari Fram eftir leikinn. „Við vissum að 0-1 forysta í hálfleik var ekki nóg en samt slökum við á klónni og Grótta komst inn í leikinn. Þá er alltaf hætta. Svo skora þeir á okkur sem var klaufalegt af okkur. Kom úr föstu leikatriði. Ég vil ekki meina að þetta hafi verið eitthvað vanmat hjá okkur. Grótta gaf okkur alvöru leik.“ En er það einhvern óskamótherji í undanúrslitin? „Við erum búnir að vera á útivelli síðan að keppnin byrjaði svo það væri gott að fá heimaleik. En þetta eru allt góð lið sem eru eftir núna en ég skal glaður bjóða þeim í heimsókn,“ sagði Ríkharður sáttur að lokum.Ólafur Tryggvi: Þetta var aldrei víti „Við lögðum leikinn upp á því að liggja vel til baka og beita skyndisóknum og vera þolinmóðir. Það var að takast hjá okkur að mínu mati. Fram er með hraða og klóka menn og við vildum ekki fá þá fyrir aftan okkur. Mjög svekkjandi að fá þetta mark á okkur hérna í restina,“ sagði Ólafur Tryggvi Brynjólfsson þjálfari Gróttu og var virkilega ósáttur. „Eins og ég sá þetta er þetta aldei víti, það er klárt. Ég þekki þennan leikmann (Aron Þórð Albertsson) og hann er klókur. Ég hef þjálfaði hann áður hjá Breiðablik. Ég hef séð hann gera svona áður en ég á auðvitað eftir að sjá þetta í sjónvarpinu,“ sagði Ólafur að lokum.
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti Tapsárir Danir lentu í skærum við lögreglu: Piparúða beitt, ferðaklósetti velt og fimm milljón króna tjón Fótbolti „Fullkominn skandall, Bröndby niðurlægt á Íslandi“ Fótbolti „Eitt af þessum kvöldum þar sem allt gekk upp“ Fótbolti „Þeir voru sterkari en við í loftinu“ Fótbolti Fyrirliðabandið tímabundið tekið af Ter Stegen Fótbolti Sauð allt upp úr hjá stuðningsfólki Bröndby eftir leik Fótbolti „Sáum á dómurunum í restina að þeir höfðu eitthvað á samviskunni“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Víkingur - Bröndby 3-0 | Niðurlægðu gestina og Víkingar í frábærum málum Fótbolti Litáen of stór biti fyrir íslensku stelpurnar Körfubolti Fleiri fréttir „Sáum á dómurunum í restina að þeir höfðu eitthvað á samviskunni“ „Ákvað bara að láta vaða“ „Það var góð barátta í okkur og mikil liðsheild“ Uppgjörið: Fram - Breiðablik 1-6 | Ekkert fær Blika stöðvað Uppgjörið: Þór/KA - Valur 1-2 | Mikilvægur sigur gestanna Uppgjör: Stjarnan - Tindastóll 3-0 | Hoppa upp í efri hlutann eftir sannfærandi sigur Fengið nokkur skilaboð eftir skipti frá Val til KR Sjáðu mörkin úr Bestu: Nú er hinn Pedersen bróðirinn farinn að skora líka „Ég var í smá sjokki“ Framari týndi boltanum í miðjum leik og Rikki G var alveg gáttaður Stúkan: Getur KR fallið úr deildinni? „Ég hef aldrei séð Stjörnuna spila svona“ „Ég er mjög þreyttur“ Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Deila með sér stigunum „Mæli með að dómarar nái þessum hraða með boltann“ Uppgjörið: Fram - Stjarnan 1-1 | Allir ósáttir eftir jafntefli Leiknir selur táning til Serbíu Markametið hans Patricks Pedersen í tölum Sjáðu Pedersen bæta metið og Skagamenn jafna með skrýtnum mörkum Uppgjör: ÍA - Valur 2-2 | Skaginn náði í stig með ótrúlegu marki Hansen hamingjusamur í Víkinni næstu árin Tryggvi þurfti að bíða í 257 daga eftir að bæta metið „Margir sem voru tilbúnir að koma honum fyrir kattarnef fyrir mig“ Natasha með slitið krossband Kári reynir að hjálpa HK upp um deild „Báðir endar vallarins mættu vera betri“ „Skemmtilegra þegar vel gengur“ Uppgjörið: Valur - Breiðablik 0-3 | Létt verk fyrir meistarana Sjáðu umdeilda vítadóminn og sigurmarkið sem var dæmt af Sjáðu tvennu Sigurðar og snögg svör Víkinga Sjá meira
Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti
Tapsárir Danir lentu í skærum við lögreglu: Piparúða beitt, ferðaklósetti velt og fimm milljón króna tjón Fótbolti
Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti
Tapsárir Danir lentu í skærum við lögreglu: Piparúða beitt, ferðaklósetti velt og fimm milljón króna tjón Fótbolti