Ekkert lát á leiðindaveðri Jakob Bjarnar Grétarsson skrifar 8. júlí 2013 12:44 Ekki sér fyrir endann á þeirri ótíð sem verið hefur að undanförnu. Frá því var greint á Vísi í morgun að umferð til höfuðborgarinnar, þessa einu mestu ferðahelgi ársins, hefði verið óvenju lítil og er það samadóma álit lögreglumanna á Suðvesturlandi: Umferðin um helgina var mun minni en búist var við og talsvert minni en sömu helgi í fyrra. Þetta er rakið til leiðindaveðurs. Menn eru nú farnir að spyrja sig hvort ótíðin fari ekki í sögubækur? Óli Þór Árnason veðurfræðingur segir að það fari eftir því hvaðan er horft, sumarveðrinu hefur verið misskipt. Í Reykjavík var meðalhiti í júní 9,9 stig sem er 0,6 stigum undir meðallagi síðustu tíu ára. Júní árið 2011 var þó kaldari en nú. Meðan hefur verið óvenju hlýtt á Akureyri. Þar var meðalhitinn 11,4 stig og hefur ekki verið svo hár í sextíu ár eða síðan 1953. Ótíðin stefnir ekki í sögubækur. "Í raun ekki. Þetta er meira eins og sumrin voru hér áður fyrr. Við erum bara orðin svo góðu vön eftir mjög góð síðustu þrjú til fjögur ár," segir Óli Þór. Veðurfræðingum virðist reyndar einkar lagið að bera sig vel og gera lítið úr leiðinda veðri. Landsmenn þeir sem búa á Suð-Vesturhorninu fá því ekki að orna sér við fjálglegar yfirlýsingar um að þetta sé versta sumar í manna minnum. Það þrátt fyrir að ekkert annað sé í kortunum en suddinn einn og lægðagangur: "Lengst af verður það, já. Það koma náttúrlega dagar með einhverjum götum en það er mikill lægðagangur sem kemur úr suð-vestri hér upp að landinu og þar af leiðandi rignir mest á okkur hér á Suð-Vesturlandinu." Þar hafa menn það... regnfataframleiðendur gleðjast en golfarar og grillarar gráta. Í það minnsta á Suð-Vesturhorninu. Hægt er að fylgjast nánar með veðurspánni á Veðursíðu Vísis. Mest lesið Bylgja Dís er látin Innlent Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Innlent Gestur Guðmundsson er látinn Innlent Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Erlent Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Innlent „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Innlent Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Innlent Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Innlent Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Innlent Fleiri fréttir Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Bein útsending: Breski sundkappinn kemur á land í Nauthólsvík Háskólinn hafi ekki breytt stefnu sinni um inntöku alþjóðlegra nema Hallar á karla í fjárlagafrumvarpi Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Ólík sýn á nýja fjárlagafrumvarpið Bylgja Dís er látin Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum „Allir vilja alltaf meira“ Reikna með fimmtán milljarða halla á næsta ári Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Leitað að manni með öxi „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Syrgja fallið kornabarn og fyrsti þúsaldardýrlingurinn Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Kröftug mótmæli brjóti ekki gegn málfrelsi Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Sjá meira
Ekki sér fyrir endann á þeirri ótíð sem verið hefur að undanförnu. Frá því var greint á Vísi í morgun að umferð til höfuðborgarinnar, þessa einu mestu ferðahelgi ársins, hefði verið óvenju lítil og er það samadóma álit lögreglumanna á Suðvesturlandi: Umferðin um helgina var mun minni en búist var við og talsvert minni en sömu helgi í fyrra. Þetta er rakið til leiðindaveðurs. Menn eru nú farnir að spyrja sig hvort ótíðin fari ekki í sögubækur? Óli Þór Árnason veðurfræðingur segir að það fari eftir því hvaðan er horft, sumarveðrinu hefur verið misskipt. Í Reykjavík var meðalhiti í júní 9,9 stig sem er 0,6 stigum undir meðallagi síðustu tíu ára. Júní árið 2011 var þó kaldari en nú. Meðan hefur verið óvenju hlýtt á Akureyri. Þar var meðalhitinn 11,4 stig og hefur ekki verið svo hár í sextíu ár eða síðan 1953. Ótíðin stefnir ekki í sögubækur. "Í raun ekki. Þetta er meira eins og sumrin voru hér áður fyrr. Við erum bara orðin svo góðu vön eftir mjög góð síðustu þrjú til fjögur ár," segir Óli Þór. Veðurfræðingum virðist reyndar einkar lagið að bera sig vel og gera lítið úr leiðinda veðri. Landsmenn þeir sem búa á Suð-Vesturhorninu fá því ekki að orna sér við fjálglegar yfirlýsingar um að þetta sé versta sumar í manna minnum. Það þrátt fyrir að ekkert annað sé í kortunum en suddinn einn og lægðagangur: "Lengst af verður það, já. Það koma náttúrlega dagar með einhverjum götum en það er mikill lægðagangur sem kemur úr suð-vestri hér upp að landinu og þar af leiðandi rignir mest á okkur hér á Suð-Vesturlandinu." Þar hafa menn það... regnfataframleiðendur gleðjast en golfarar og grillarar gráta. Í það minnsta á Suð-Vesturhorninu. Hægt er að fylgjast nánar með veðurspánni á Veðursíðu Vísis.
Mest lesið Bylgja Dís er látin Innlent Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Innlent Gestur Guðmundsson er látinn Innlent Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Erlent Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Innlent „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Innlent Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Innlent Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Innlent Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Innlent Fleiri fréttir Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Bein útsending: Breski sundkappinn kemur á land í Nauthólsvík Háskólinn hafi ekki breytt stefnu sinni um inntöku alþjóðlegra nema Hallar á karla í fjárlagafrumvarpi Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Ólík sýn á nýja fjárlagafrumvarpið Bylgja Dís er látin Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum „Allir vilja alltaf meira“ Reikna með fimmtán milljarða halla á næsta ári Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Leitað að manni með öxi „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Syrgja fallið kornabarn og fyrsti þúsaldardýrlingurinn Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Kröftug mótmæli brjóti ekki gegn málfrelsi Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Sjá meira