Íslenski boltinn

Leikur Fram og KR færður til klukkan 21

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Mynd/Ernir
KR sækir Fram heim í 11. umferð Pepsi-deildar karla á sunnudaginn. Leikurinn fer fram á óvenjulegum tíma.

Leikurinn, sem verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport, átti upphaflega að fara fram klukkan 16. Hann hefur nú verið færður aftur um fimm tíma eða til klukkan 21. Klukkan 18.30 mætir Ísland Þýskalandi í B-riðli Evrópumeistaramóts kvenna í Svíþjóð.

Menn þurfa ekki að hafa áhyggjur af birtuskilyrðum í Laugardalnum en reikna má með því að flóðljósin standi fyrir sínu sem endranær.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×