Íslenski boltinn

Það má ekki ljúga

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Mynd/Vilhelm
„Þeir buðu mér samning en ég kom með gagntilboð sem þeir gátu ekki samþykkt. Við náðum því ekki samkomulagi. Þeir mega ekki ljúga."

Þetta segir Gilles Mbang Ondo í viðtali við Fótbolti.net en Ondo æfði á dögunum með Valsmönnum. Morgunblaðið greindi frá því í gær að Valur ætlaði ekki að semja við Ondo.

„Það verður ekki samið við Ondo. Hann náði ekki að heilla okkur nóg til þess að við tækjum hann til okkar,“ sagði Magnús Gylfason.

Ondo segist hafa skorað fjögur mörk í einum og sama æfingaleiknum með Valsmönnum. Það sé ekki rétt, eins og einhverjir hafa mögulega lesið úr frétt Morgunblaðsins, að honum hafi ekki staðið samningur til boða.

Magnús Gylfason, þjálfari Vals, er í framherjaleit eftir að Björgólfur Takefusa var settur út úr liðinu vegna agabrots. Reiknað er með því að Björgólfur fari frá Val í félagaskiptaglugganum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×