Íslenski boltinn

Þetta er frekar dapurlegt

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
„Okkur KR-ingum finnst þetta frekar dapurlegt,“ sagði Kristinn Kjærnested, formaður knattspyrnudeildar KR, um pistil Páls Magnússonar útvarpsstjóra í dag.

Páll sagði frá skoðun sinni á dómgæslu Magnúsar Þórissonar í bikarleik ÍBV og KR á sunnudag í pistli sem birtist á Fótbolti.net í dag.

„Gunnar kastar sér niður eins og hann hefði orðið fyrir strætisvagni eða verið skotinn í brjóstið,“ skrifaði Páll um rauða spjaldið sem Aaron Spear, leikmaður ÍBV, fékk fyrir að ýta við KR-ingnum Gunnari Þór Gunnarssyni.

„Rétt niðurstaða dómarans hefði verið að veita báðum leikmönnum tiltal eða sýna báðum gula spjaldið. Öðrum fyrir að bera fyrir sig hendur og hinum fyrir hlægilegan leikaraskap,“ skrifar hann enn fremur.

Kristinn vísaði þessum ummælum til föðurhúsanna í viðtali við kvöldfréttir Stöðvar 2.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×