Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: Stjarnan - ÍBV 1-0 | Fjórði 1-0 sigurinn Kristinn Páll Teitsson skrifar 30. júní 2013 16:04 Myndir / Vilhelm Gunnarsson Framherjalausir Stjörnumenn unnu sterkan 1-0 vinnusigur á Eyjamönnum í Pepsi deild karla í dag og með sigrinum skutu þeir sér upp í annað sætið tímabundið í deildinni. Kennie Chopart sem var settur upp á topp svaraði kallinu með sigurmarki snemma í fyrri hálfleik. Aðeins tvö stig skildu liðin að fyrir leikinn, í 3. sæti sátu Stjörnumenn með 17 stig og gestirnir sátu þremur sætum neðar með 15 stig. Með sigri gátu gestirnir því fært sig inn í baráttuna um Evrópusæti en með tapi væri róðurinn þungur. Í lið Stjörnumanna vantaði Veigar Pál, Garðar og Ólaf Karl en þeir tóku allir út leikbann í sama leiknum. Stjörnumenn komu sterkari til leiks og fengu bestu færin fyrstu mínútur leiksins. Þeir tóku verðskuldað forystuna eftir aðeins sautján mínútur. Þá fékk Kennie Chopart sendingu rétt fyrir utan vítateiginn og lét skotið vaða. Boltinn virtist fara í varnarmann og var David James kominn í vitlaust horn og kom engum vörnum við. Þetta virtist vera blaut tuska fyrir gestina því þeir voru einfaldlega ekki inn í leiknum fram að þessu. Bæði lið náðu að skapa sér nokkur ágætis færi það sem eftir leið hálfleiks en engin fleiri mörk komu í hálfleiknum. Gestirnir komu sterkari til leiks í seinni hálfleik og pressuðu meira á mark Stjörnumanna. Þeir fengu nokkur ágætis færi til að jafna metin rétt eins og Stjörnumenn fengu færi til að gera út um leikinn en hvorugt liðið náði að setja boltann í netið í seinni hálfleik og lauk leiknum því með eins marka sigri. Enn einn eins marka sigur hjá Stjörnumönnum sem unnu fjórða 1-0 sigur sinn á þessu tímabili. Liðið var áður þekkt fyrir opnan varnarleik og markasúpur en með tilkomu Loga virðist hafa verið góð tiltekt í varnarleik liðsins. Gestirnir sköpuðu sér lítið og hljóta að vera vonsvekktir með spilamennsku sína rétt fyrir stóra viku þar sem liðið byrjar í Evrópukeppninni og mætir KR í 8-liða úrslitum Borgunarbikarsins. Logi: Hæstánægðir með sigurinn„Ég er gríðarlega ánægður með stigin þrjú, þetta var mjög erfiður leikur og þeir settu mikla pressu á okkur í byrjun seinni hálfleik," sagði Logi Ólafsson, þjálfari Stjörnunnar eftir leikinn. „Við áttum í vök að verjast, þetta er líkamlega sterkt lið sem spilar boltanum vel á milli sín. Þeir hafa byrjað vel og spilað sterkan varnarleik, aðeins fengið á sig sex mörk fram að þessu," Veigar Pál, Ólaf Karl og Garðar vantaði í sóknarleik Stjörnumanna en það kom ekki að sök. Kennie Chopart kom inn í framherjastöðuna og skoraði sigurmarkið. „Við erum hæstánægðir með að halda hreinu og vinna leikinn. Það er mikil breidd í liði okkar, það var öðruvísi í dag þegar það vantaði þessa þrjá leikmenn en mennirnir sem komu inn stóðu sig vel." Þetta var fjórði 1-0 sigur Stjörnumanna á tímabilinu sem er ólíkt markasúpum fyrri ára. „Við erum ánægðir með að vinna, við erum ekkert í neinum samanburði við fyrri tíma. Við viljum vinna í öllum þáttum leiksins og varnarleikurinn hefur gengið vel, allt frá aftasta manni til þess fremsta eins og varnarleikur á að vera," sagði Logi. Hermann: Áttum ekkert skilið„Það er óþolandi að tapa og það eru allir í klefanum hundfúlir, við vitum að við getum gert mun betur," sagði Hermann Hreiðarsson, þjálfari ÍBV eftir leikinn. „Það eru leiðir til að tapa, þegar menn eiga fína leiki og ná ekki að skora og þegar menn spila ekki fínan leik eiga menn ekkert skilið eins og núna," Stjörnumenn voru mun grimmari í upphafi og skoruðu eftir sautján mínútur sem virtist vekja gestina eitthvað til lífs. „Við vorum sjálfum okkur verstir í upphafi, eftir það var þetta skárra frá okkur. Við einfaldlega biðum eftir að gefa þeim eitt mark í upphafinu. Við settum meiri pressu í seinni hálfleik ég er fúll að ná ekki að skora. Það hefði verið sætt en hvort við áttum það skilið, það veit ég ekki," Eyjamenn vildu vítaspyrnu þegar Gunnar Már virtist vera klipptur niður af Roberti Sandnes í vítateig Stjörnumanna í fyrri hálfleik. „Ég er ekki búinn að sjá þetta atvik en þetta er ekkert nýtt. Við erum búnir að eiga að fá einhverjar 5-6 vítaspyrnur í sumar og höfum ekki fengið neitt, þetta er orðið hálf skammarlegt," Framundan er spennandi vika fyrir Eyjamenn, Evrópuleikur á fimmtudaginn og svo mæta KR-ingar í 8-liða úrslit Borgunarbikarsins. „Við viljum gera betur en þetta og ég veit að við getum gert betur en þetta. Vonandi mætum við mun ferskari í þau verkefni," sagði Hermann að lokum. Halldór: Skemmtileg breyting„Þetta er virkilega skemmtileg breyting, þegar við höldum markinu hreinu þurfum við ekki að skora nema eitt mark," sagði Halldór Orri Björnsson, leikmaður Stjörnunnar eftir leikinn. „Mér er alveg sama þótt við skorum ekki jafn mikið og síðustu ár, ef við vinnum leiki er ég sáttur. Auðvitað langar mér að skora en mér er sama ef við vinnum leikina," Stjörnumenn voru fáliðaðir fram á við, Veigar Páll, Garðar og Ólafur Karl voru allir í banni í leiknum. „Þetta var mikil breyting á sóknarleiknum en við erum með næga breidd til þess að það komi ekki að sök. Við erum með graða menn á bekknum, Kennie, Hörð og Gunna sem komu vel inn í dag. Við erum með flott lið með góðri breidd og það skiptir ekki jafn miklu máli að menn séu meiddir eða í banni," Aðspurður hvort þetta væri besta Stjörnulið síðustu ára var Halldór hógvær. „Við töpuðum fyrsta leik en erum ekki búnir að tapa síðan þá, það er virkilega gott ról á liðinu og vonandi heldur þetta áfram. Þótt það sé full snemmt að segja það þegar fyrri umferðin er ekki búin þá finnst mér þetta vera eitt besta lið sem við höfum verið með. Breiddin er svo mikil að þótt menn detti út koma bara aðrir menn inn í staðin," sagði Halldór. Pepsi Max-deild karla Mest lesið Segir Eið Smára ekki fá það hrós sem hann á skilið Sport „Ísland er eini óvinur okkar“ Fótbolti Leiðin á HM: Daðraði við Deschamps fyrir viðtalið Fótbolti Þjálfari tilbúinn að hætta og tyrkneska þjóðin beðin afsökunar Fótbolti Tíu mánaða bann fyrir að taka lyf við hárlosi Fótbolti Sjáðu fundinn í heild: Arnar sat fyrir svörum í Frakklandi Fótbolti Liðsfélagi Elíasar sagður ljúga til um aldur Fótbolti Þeir eiga ekki að sjá eftir neinu Fótbolti „Kann nokkur orð sem ég get ekki sagt hérna“ Fótbolti Njarðvíkingar semja við öðruvísi Kana Körfubolti Fleiri fréttir Bestu mörkin: Getur reynslumesti þjálfarinn ekki leyst úr þessu? Sjáðu FHL sækja stig gegn Þrótti Uppgjörið: Þróttur - FHL 2-2 | Jafnt í Laugardalnum Innlit í löngu úrelta klefa Íslands sem Ceferin vill láta taka í gegn Uppgjörið: Stjarnan - Þór/KA 4-1 | Stjarnan upp í efri hlutann Þróttur lánar sextán ára strák til Inter Milan Hetja Blika: „Einn leikur í einu“ „Betra fótboltaliðið tapaði í dag“ Sameiginlegt lið Grindavíkur og Njarðvíkur upp í Bestu eftir ótrúlegan sigur Uppgjör: Víkingur - Valur 3-2 | Víkingur náði í dýrmæt stig í fallbarátunni Uppgjörið: Breiðablik - FH 2-1 | Ótrúleg endurkoma og Blikar að stinga af Uppgjörið: Tindastóll - Fram 1-0 | Lífsnauðsynlegur sigur Stólanna Valsmenn semja við einn markahæsta leikmanninn í Lengjunni Mættust í fótboltagolfi fyrir stórleik kvöldsins Blindraþraut fyrir risaleik: „Þetta er svo vandræðalegt“ Gummi Ben reiður: „Hvað í andskotanum er að hjá Stjörnunni?“ Gagnrýna meðferðina á Gylfa Sig: „Mér finnst þetta vera óskiljanlegt“ „Er ekki alltaf dæmt á þetta?“ Valsmenn án þriggja lykilmanna í leiknum mikilvæga gegn Stjörnunni „Þær eru hræddar við hana“ Segja Römer klára tímabilið með KA Enn einn Íslendingurinn til Kristianstad Öll mörkin í Bestu: Allt brjálað í stórleiknum og umdeilt sigurmark FH Uppgjörið: Stjarnan - KA 3-2 | Guðmundur Baldvin fullkomnaði endurkomu Stjörnunnar með flautumarki Uppgjörið: Fram - Valur 2-1 | Fram stal sigrinum gegn toppliðinu Uppgjörið: Víkingur - Breiðablik 2-2 | Tíu Blikar nældu í sterkt stig á erfiðum útivelli Sigurður Bjartur með umdeilt sigurmark Uppgjör: ÍBV-ÍA 2-0 | Eyjamenn upp í efri hlutann Uppgjörið: Vestri – KR 1-1 | Hvorugt liðið náði í sigurinn sem þurfti Baldur hefur mjög litla trú á því að Blikar verði Íslandsmeistarar í ár Sjá meira
Framherjalausir Stjörnumenn unnu sterkan 1-0 vinnusigur á Eyjamönnum í Pepsi deild karla í dag og með sigrinum skutu þeir sér upp í annað sætið tímabundið í deildinni. Kennie Chopart sem var settur upp á topp svaraði kallinu með sigurmarki snemma í fyrri hálfleik. Aðeins tvö stig skildu liðin að fyrir leikinn, í 3. sæti sátu Stjörnumenn með 17 stig og gestirnir sátu þremur sætum neðar með 15 stig. Með sigri gátu gestirnir því fært sig inn í baráttuna um Evrópusæti en með tapi væri róðurinn þungur. Í lið Stjörnumanna vantaði Veigar Pál, Garðar og Ólaf Karl en þeir tóku allir út leikbann í sama leiknum. Stjörnumenn komu sterkari til leiks og fengu bestu færin fyrstu mínútur leiksins. Þeir tóku verðskuldað forystuna eftir aðeins sautján mínútur. Þá fékk Kennie Chopart sendingu rétt fyrir utan vítateiginn og lét skotið vaða. Boltinn virtist fara í varnarmann og var David James kominn í vitlaust horn og kom engum vörnum við. Þetta virtist vera blaut tuska fyrir gestina því þeir voru einfaldlega ekki inn í leiknum fram að þessu. Bæði lið náðu að skapa sér nokkur ágætis færi það sem eftir leið hálfleiks en engin fleiri mörk komu í hálfleiknum. Gestirnir komu sterkari til leiks í seinni hálfleik og pressuðu meira á mark Stjörnumanna. Þeir fengu nokkur ágætis færi til að jafna metin rétt eins og Stjörnumenn fengu færi til að gera út um leikinn en hvorugt liðið náði að setja boltann í netið í seinni hálfleik og lauk leiknum því með eins marka sigri. Enn einn eins marka sigur hjá Stjörnumönnum sem unnu fjórða 1-0 sigur sinn á þessu tímabili. Liðið var áður þekkt fyrir opnan varnarleik og markasúpur en með tilkomu Loga virðist hafa verið góð tiltekt í varnarleik liðsins. Gestirnir sköpuðu sér lítið og hljóta að vera vonsvekktir með spilamennsku sína rétt fyrir stóra viku þar sem liðið byrjar í Evrópukeppninni og mætir KR í 8-liða úrslitum Borgunarbikarsins. Logi: Hæstánægðir með sigurinn„Ég er gríðarlega ánægður með stigin þrjú, þetta var mjög erfiður leikur og þeir settu mikla pressu á okkur í byrjun seinni hálfleik," sagði Logi Ólafsson, þjálfari Stjörnunnar eftir leikinn. „Við áttum í vök að verjast, þetta er líkamlega sterkt lið sem spilar boltanum vel á milli sín. Þeir hafa byrjað vel og spilað sterkan varnarleik, aðeins fengið á sig sex mörk fram að þessu," Veigar Pál, Ólaf Karl og Garðar vantaði í sóknarleik Stjörnumanna en það kom ekki að sök. Kennie Chopart kom inn í framherjastöðuna og skoraði sigurmarkið. „Við erum hæstánægðir með að halda hreinu og vinna leikinn. Það er mikil breidd í liði okkar, það var öðruvísi í dag þegar það vantaði þessa þrjá leikmenn en mennirnir sem komu inn stóðu sig vel." Þetta var fjórði 1-0 sigur Stjörnumanna á tímabilinu sem er ólíkt markasúpum fyrri ára. „Við erum ánægðir með að vinna, við erum ekkert í neinum samanburði við fyrri tíma. Við viljum vinna í öllum þáttum leiksins og varnarleikurinn hefur gengið vel, allt frá aftasta manni til þess fremsta eins og varnarleikur á að vera," sagði Logi. Hermann: Áttum ekkert skilið„Það er óþolandi að tapa og það eru allir í klefanum hundfúlir, við vitum að við getum gert mun betur," sagði Hermann Hreiðarsson, þjálfari ÍBV eftir leikinn. „Það eru leiðir til að tapa, þegar menn eiga fína leiki og ná ekki að skora og þegar menn spila ekki fínan leik eiga menn ekkert skilið eins og núna," Stjörnumenn voru mun grimmari í upphafi og skoruðu eftir sautján mínútur sem virtist vekja gestina eitthvað til lífs. „Við vorum sjálfum okkur verstir í upphafi, eftir það var þetta skárra frá okkur. Við einfaldlega biðum eftir að gefa þeim eitt mark í upphafinu. Við settum meiri pressu í seinni hálfleik ég er fúll að ná ekki að skora. Það hefði verið sætt en hvort við áttum það skilið, það veit ég ekki," Eyjamenn vildu vítaspyrnu þegar Gunnar Már virtist vera klipptur niður af Roberti Sandnes í vítateig Stjörnumanna í fyrri hálfleik. „Ég er ekki búinn að sjá þetta atvik en þetta er ekkert nýtt. Við erum búnir að eiga að fá einhverjar 5-6 vítaspyrnur í sumar og höfum ekki fengið neitt, þetta er orðið hálf skammarlegt," Framundan er spennandi vika fyrir Eyjamenn, Evrópuleikur á fimmtudaginn og svo mæta KR-ingar í 8-liða úrslit Borgunarbikarsins. „Við viljum gera betur en þetta og ég veit að við getum gert betur en þetta. Vonandi mætum við mun ferskari í þau verkefni," sagði Hermann að lokum. Halldór: Skemmtileg breyting„Þetta er virkilega skemmtileg breyting, þegar við höldum markinu hreinu þurfum við ekki að skora nema eitt mark," sagði Halldór Orri Björnsson, leikmaður Stjörnunnar eftir leikinn. „Mér er alveg sama þótt við skorum ekki jafn mikið og síðustu ár, ef við vinnum leiki er ég sáttur. Auðvitað langar mér að skora en mér er sama ef við vinnum leikina," Stjörnumenn voru fáliðaðir fram á við, Veigar Páll, Garðar og Ólafur Karl voru allir í banni í leiknum. „Þetta var mikil breyting á sóknarleiknum en við erum með næga breidd til þess að það komi ekki að sök. Við erum með graða menn á bekknum, Kennie, Hörð og Gunna sem komu vel inn í dag. Við erum með flott lið með góðri breidd og það skiptir ekki jafn miklu máli að menn séu meiddir eða í banni," Aðspurður hvort þetta væri besta Stjörnulið síðustu ára var Halldór hógvær. „Við töpuðum fyrsta leik en erum ekki búnir að tapa síðan þá, það er virkilega gott ról á liðinu og vonandi heldur þetta áfram. Þótt það sé full snemmt að segja það þegar fyrri umferðin er ekki búin þá finnst mér þetta vera eitt besta lið sem við höfum verið með. Breiddin er svo mikil að þótt menn detti út koma bara aðrir menn inn í staðin," sagði Halldór.
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Segir Eið Smára ekki fá það hrós sem hann á skilið Sport „Ísland er eini óvinur okkar“ Fótbolti Leiðin á HM: Daðraði við Deschamps fyrir viðtalið Fótbolti Þjálfari tilbúinn að hætta og tyrkneska þjóðin beðin afsökunar Fótbolti Tíu mánaða bann fyrir að taka lyf við hárlosi Fótbolti Sjáðu fundinn í heild: Arnar sat fyrir svörum í Frakklandi Fótbolti Liðsfélagi Elíasar sagður ljúga til um aldur Fótbolti Þeir eiga ekki að sjá eftir neinu Fótbolti „Kann nokkur orð sem ég get ekki sagt hérna“ Fótbolti Njarðvíkingar semja við öðruvísi Kana Körfubolti Fleiri fréttir Bestu mörkin: Getur reynslumesti þjálfarinn ekki leyst úr þessu? Sjáðu FHL sækja stig gegn Þrótti Uppgjörið: Þróttur - FHL 2-2 | Jafnt í Laugardalnum Innlit í löngu úrelta klefa Íslands sem Ceferin vill láta taka í gegn Uppgjörið: Stjarnan - Þór/KA 4-1 | Stjarnan upp í efri hlutann Þróttur lánar sextán ára strák til Inter Milan Hetja Blika: „Einn leikur í einu“ „Betra fótboltaliðið tapaði í dag“ Sameiginlegt lið Grindavíkur og Njarðvíkur upp í Bestu eftir ótrúlegan sigur Uppgjör: Víkingur - Valur 3-2 | Víkingur náði í dýrmæt stig í fallbarátunni Uppgjörið: Breiðablik - FH 2-1 | Ótrúleg endurkoma og Blikar að stinga af Uppgjörið: Tindastóll - Fram 1-0 | Lífsnauðsynlegur sigur Stólanna Valsmenn semja við einn markahæsta leikmanninn í Lengjunni Mættust í fótboltagolfi fyrir stórleik kvöldsins Blindraþraut fyrir risaleik: „Þetta er svo vandræðalegt“ Gummi Ben reiður: „Hvað í andskotanum er að hjá Stjörnunni?“ Gagnrýna meðferðina á Gylfa Sig: „Mér finnst þetta vera óskiljanlegt“ „Er ekki alltaf dæmt á þetta?“ Valsmenn án þriggja lykilmanna í leiknum mikilvæga gegn Stjörnunni „Þær eru hræddar við hana“ Segja Römer klára tímabilið með KA Enn einn Íslendingurinn til Kristianstad Öll mörkin í Bestu: Allt brjálað í stórleiknum og umdeilt sigurmark FH Uppgjörið: Stjarnan - KA 3-2 | Guðmundur Baldvin fullkomnaði endurkomu Stjörnunnar með flautumarki Uppgjörið: Fram - Valur 2-1 | Fram stal sigrinum gegn toppliðinu Uppgjörið: Víkingur - Breiðablik 2-2 | Tíu Blikar nældu í sterkt stig á erfiðum útivelli Sigurður Bjartur með umdeilt sigurmark Uppgjör: ÍBV-ÍA 2-0 | Eyjamenn upp í efri hlutann Uppgjörið: Vestri – KR 1-1 | Hvorugt liðið náði í sigurinn sem þurfti Baldur hefur mjög litla trú á því að Blikar verði Íslandsmeistarar í ár Sjá meira
Uppgjörið: Stjarnan - KA 3-2 | Guðmundur Baldvin fullkomnaði endurkomu Stjörnunnar með flautumarki