Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: Víkingur Ó - ÍA 1-0 | Sögulegt í Ólafsvík Sigmar Sigfússon skrifar 30. júní 2013 18:14 Mynd/Anton Víkingur frá Ólafsvík vann sinn fyrsta sigur í efstu deild frá upphafi er liðið hafði betur gegn ÍA í miklum fallbaráttuslag fyrir vestan. Guðmundur Magnússon skoraði eina mark leiksins á 78. mínútu er hann fylgdi eftir vítaspyrnu Guðmundar Steins Hafsteinssonar sem Páll Gísli Jónsson, markvörður ÍA, hafði varið. Skagamenn voru hársbreidd frá því að jafna metin í uppbótartíma er Garðar Gunnlaugsson átti skot í slá. En Víkingur er komið úr fallsæti á kostnað Skagamanna eftir sigur nýliðanna í kvöld. Leikurinn fór rólega af stað og liðin fengu fá færi. Þegar leið á fyrri hálfleik náðu bæði lið að skapa sér nokkur færi. Ber þar helst að nefna skotið sem Jón Vilhelm Ákason fékk á 37. mínútu. Hann vippaði boltanum yfir Einar Hjörleifsson, markmann Víkinga, en Brynjar Kristmundsson bjargaði á línu. Staðan var því markalaust jafntefli í hálfleik. Spilamennska beggja liða var ekki góð í hálfleiknum. Seinni hálfleikur einkenndist af mikilli hörku og baráttu. Bæði liðin fengu ágætis færi til þess að skora en markmenn voru að verja vel og þá var stöngin og sláin í aukahlutverki í kvöld. Hraðinn var mikill á köflum og eitthvað um pústra. Á 77. mínútu fengu Víkingar dæmda vítaspyrnu. Theodore Eugene Furness braut þá á Brynjari Kristmundssyni inn í teig. Guðmundur Magnússon, sóknarmaður Víkinga, fór á punktinn en Páll Gísli varði frá honum. Guðmundur fylgdi á eftir skotinu með mikilli harðfylgni og nær frákastinu og skorar. Áhorfendur á Ólafsvíkurvelli hreinlega trylltust af gleði og studdu sína menn með söngvum og klöppum. Næstu mínútur voru ansi spennandi en lítið um opin færi. En á 94. mínútu fékk Garðar Gunnlaugsson gott færi inn í teig en skotið fór í slána. Skagamenn hársbreidd frá því að jafna leikinn á lokamínútu leiksins. Lengra komust Skagamenn ekki í leiknum og Víkingar frá Ólafsvík sigra sinn fyrsta leik í efstu deild og koma sér úr fallsæti um leið.Ejub: Fyrri hálfleikur var ekki boðlegur fyrir efstu deild „Það er alltaf gaman að vinna. Loksins náum við að vinna leik þar sem við vorum betri aðilinn,“ sagði Ejub Purisevic, þjálfari Víkinga eftir leikinn. „Fyrri hálfleikur var ekki boðlegur fyrir efstu deild. En seinni hálfleikur var betri og mér fannst við vera betri aðilinn allan leikinn. Við duttum aðeins aftar á völlinn eftir markið en þetta tókst hjá okkur.“ „Mikil barátta, þolinmæði og skynsemi hjá okkur í dag og ég er virkilega sáttur með það,“ sagði Ejub glaður í brún að lokum.Guðmundur: Mikill léttir „Mikill léttir, ég er hás eftir lætinn inn í klefa eftir leik,“ sagði Guðmundur Magnússon, markaskorari Víkinga eftir leikinn. „Ég ætla að taka alveg eins víti og ég tók á móti Fram í bikarnum. En hætti við á síðustu stundu og ætlaði að setja hann í hornið. Það var virkilega gott að ná frákastinu,“ sagði Guðmundur að lokum.Þorvaldur: Svekkjandi og allt það „Þetta var mikil barátta og ekki mikið um opin færi. Það mátti búast við því, bæði lið ætluðu að selja sig dýrt og ná í stigin.“ „Svekkjandi og allt það en við héldum áfram að vera skapandi eftir markið hjá þeim og skotið í slána var dæmi um það.“ „Við áttum eitt eða tvö góð færi í fyrri hálfleik og áttum að skora þar. Þá hefði leikurinn þróast öðruvísi. Það var líka lélegt að ná ekki frákastinu eftir að Páll varði vítið,“ sagði Þorvaldur Örlygsson þjálfari Skagamanna sem hafa tapað báðum leikjum sínum eftir að hann tók við. Pepsi Max-deild karla Mest lesið „Horft illum augum á þannig taktík í hlaupaheiminum“ Sport Yfirgaf æfingaferð Marseille í áfalli Fótbolti Tilfinningaþrungin stund þegar Magnús Máni kom í mark Sport Sjáðu markaveislu Arsenal og fullkomna byrjun Tottenham Fótbolti Pólverjar bæta við sig Kana fyrir EM Körfubolti Vann hálft maraþon, fæddi barn og varð svo meistari í heilu maraþoni Sport Næst yngsti leikmaður í sögu ensku úrvalsdeildarinnar Sport Guðlaugur Victor til Danmerkur á ný Fótbolti Magnaður sigur Dags í Vestratreyju: „Núna er bara stefnan sett á ÓL“ Sport Dagskráin í dag: Fótbolti í fyrirrúmi Sport Fleiri fréttir Myndaveisla frá sögulegri stund Vestra „Það er æfing á morgun“ „Flottasta mark sem ég hef skorað á ferlinum“ Patrick sleit hásin og verður frá út tímabilið „Lið úr bæ þar sem eru fleiri fiskar og kindur en fólk“ Uppgjörið: Valur - Vestri 0-1 | Vestri bikarmeistari í fyrsta sinn Uppgjörið: Breiðablik - Tindastóll 5-0 | Blikar fóru illa með laskaða Stóla Sjáðu mörkin: Borðtennis í Garðabæ og tveggja mánaða bið tók enda á Akureyri „Erum við virkilega í fituprósentum 2025?“ „Spark í rassinn til að gíra okkur upp í þetta“ „Stór og merkilegur viðburður fyrir okkur“ „Vilji, kraftur, ákveðni og hugarfar hjá mínum stelpum“ Arna Eiríksdóttir: „Við töpuðum tveimur stigum í dag“ Uppgjör og vitöl: Stjarnan-FH 2-2 | FH að missa Blikana frá sér Uppgjör: Þór/KA-FHL 4-0 | Norðankonur í stuði á móti botnliðinu Fá góðar fréttir fyrir stærsta leik í sögu félagsins „Af hverju er Tómas Orri ekki að að spila í Breiðabliki?“ Ólafur Kristjáns: Þá vitum við að hún er ekkert að grínast Uppgjörið: Fram - Víkingur 2-5 | Markasúpa er Víkingar komust aftur á sigurbraut Uppgjör og viðtöl: Þróttur-Valur 0-2 | Valskonur á siglingu Áhorfandi hrækti á dómara í Garðabæ Úlfur talinn sá allra besti vestanhafs „Guð hvað ég hafði rangt fyrir mér og ég er ánægður með það“ Bræðraslagur í bikarúrslitaleiknum í ár: „Er alltaf að reyna að ögra mér“ KSÍ opið fyrir sjálfkrafa bönnum en reglubreyting ekki í vinnslu Valsmenn bara mannlegir? „Ég ætla ekki í eina einustu tæklingu hérna“ Tvö mörk með fyrstu tveimur snertingunum Stúkan birti samskipti dómara: „Ég þarf að taka stórar ákvarðanir“ Sjáðu Galdurinn á bak við það að KR komst úr fallsæti Uppgjörið: Fram - KR 0-1 | Galdur galdraði fram sigur Sjá meira
Víkingur frá Ólafsvík vann sinn fyrsta sigur í efstu deild frá upphafi er liðið hafði betur gegn ÍA í miklum fallbaráttuslag fyrir vestan. Guðmundur Magnússon skoraði eina mark leiksins á 78. mínútu er hann fylgdi eftir vítaspyrnu Guðmundar Steins Hafsteinssonar sem Páll Gísli Jónsson, markvörður ÍA, hafði varið. Skagamenn voru hársbreidd frá því að jafna metin í uppbótartíma er Garðar Gunnlaugsson átti skot í slá. En Víkingur er komið úr fallsæti á kostnað Skagamanna eftir sigur nýliðanna í kvöld. Leikurinn fór rólega af stað og liðin fengu fá færi. Þegar leið á fyrri hálfleik náðu bæði lið að skapa sér nokkur færi. Ber þar helst að nefna skotið sem Jón Vilhelm Ákason fékk á 37. mínútu. Hann vippaði boltanum yfir Einar Hjörleifsson, markmann Víkinga, en Brynjar Kristmundsson bjargaði á línu. Staðan var því markalaust jafntefli í hálfleik. Spilamennska beggja liða var ekki góð í hálfleiknum. Seinni hálfleikur einkenndist af mikilli hörku og baráttu. Bæði liðin fengu ágætis færi til þess að skora en markmenn voru að verja vel og þá var stöngin og sláin í aukahlutverki í kvöld. Hraðinn var mikill á köflum og eitthvað um pústra. Á 77. mínútu fengu Víkingar dæmda vítaspyrnu. Theodore Eugene Furness braut þá á Brynjari Kristmundssyni inn í teig. Guðmundur Magnússon, sóknarmaður Víkinga, fór á punktinn en Páll Gísli varði frá honum. Guðmundur fylgdi á eftir skotinu með mikilli harðfylgni og nær frákastinu og skorar. Áhorfendur á Ólafsvíkurvelli hreinlega trylltust af gleði og studdu sína menn með söngvum og klöppum. Næstu mínútur voru ansi spennandi en lítið um opin færi. En á 94. mínútu fékk Garðar Gunnlaugsson gott færi inn í teig en skotið fór í slána. Skagamenn hársbreidd frá því að jafna leikinn á lokamínútu leiksins. Lengra komust Skagamenn ekki í leiknum og Víkingar frá Ólafsvík sigra sinn fyrsta leik í efstu deild og koma sér úr fallsæti um leið.Ejub: Fyrri hálfleikur var ekki boðlegur fyrir efstu deild „Það er alltaf gaman að vinna. Loksins náum við að vinna leik þar sem við vorum betri aðilinn,“ sagði Ejub Purisevic, þjálfari Víkinga eftir leikinn. „Fyrri hálfleikur var ekki boðlegur fyrir efstu deild. En seinni hálfleikur var betri og mér fannst við vera betri aðilinn allan leikinn. Við duttum aðeins aftar á völlinn eftir markið en þetta tókst hjá okkur.“ „Mikil barátta, þolinmæði og skynsemi hjá okkur í dag og ég er virkilega sáttur með það,“ sagði Ejub glaður í brún að lokum.Guðmundur: Mikill léttir „Mikill léttir, ég er hás eftir lætinn inn í klefa eftir leik,“ sagði Guðmundur Magnússon, markaskorari Víkinga eftir leikinn. „Ég ætla að taka alveg eins víti og ég tók á móti Fram í bikarnum. En hætti við á síðustu stundu og ætlaði að setja hann í hornið. Það var virkilega gott að ná frákastinu,“ sagði Guðmundur að lokum.Þorvaldur: Svekkjandi og allt það „Þetta var mikil barátta og ekki mikið um opin færi. Það mátti búast við því, bæði lið ætluðu að selja sig dýrt og ná í stigin.“ „Svekkjandi og allt það en við héldum áfram að vera skapandi eftir markið hjá þeim og skotið í slána var dæmi um það.“ „Við áttum eitt eða tvö góð færi í fyrri hálfleik og áttum að skora þar. Þá hefði leikurinn þróast öðruvísi. Það var líka lélegt að ná ekki frákastinu eftir að Páll varði vítið,“ sagði Þorvaldur Örlygsson þjálfari Skagamanna sem hafa tapað báðum leikjum sínum eftir að hann tók við.
Pepsi Max-deild karla Mest lesið „Horft illum augum á þannig taktík í hlaupaheiminum“ Sport Yfirgaf æfingaferð Marseille í áfalli Fótbolti Tilfinningaþrungin stund þegar Magnús Máni kom í mark Sport Sjáðu markaveislu Arsenal og fullkomna byrjun Tottenham Fótbolti Pólverjar bæta við sig Kana fyrir EM Körfubolti Vann hálft maraþon, fæddi barn og varð svo meistari í heilu maraþoni Sport Næst yngsti leikmaður í sögu ensku úrvalsdeildarinnar Sport Guðlaugur Victor til Danmerkur á ný Fótbolti Magnaður sigur Dags í Vestratreyju: „Núna er bara stefnan sett á ÓL“ Sport Dagskráin í dag: Fótbolti í fyrirrúmi Sport Fleiri fréttir Myndaveisla frá sögulegri stund Vestra „Það er æfing á morgun“ „Flottasta mark sem ég hef skorað á ferlinum“ Patrick sleit hásin og verður frá út tímabilið „Lið úr bæ þar sem eru fleiri fiskar og kindur en fólk“ Uppgjörið: Valur - Vestri 0-1 | Vestri bikarmeistari í fyrsta sinn Uppgjörið: Breiðablik - Tindastóll 5-0 | Blikar fóru illa með laskaða Stóla Sjáðu mörkin: Borðtennis í Garðabæ og tveggja mánaða bið tók enda á Akureyri „Erum við virkilega í fituprósentum 2025?“ „Spark í rassinn til að gíra okkur upp í þetta“ „Stór og merkilegur viðburður fyrir okkur“ „Vilji, kraftur, ákveðni og hugarfar hjá mínum stelpum“ Arna Eiríksdóttir: „Við töpuðum tveimur stigum í dag“ Uppgjör og vitöl: Stjarnan-FH 2-2 | FH að missa Blikana frá sér Uppgjör: Þór/KA-FHL 4-0 | Norðankonur í stuði á móti botnliðinu Fá góðar fréttir fyrir stærsta leik í sögu félagsins „Af hverju er Tómas Orri ekki að að spila í Breiðabliki?“ Ólafur Kristjáns: Þá vitum við að hún er ekkert að grínast Uppgjörið: Fram - Víkingur 2-5 | Markasúpa er Víkingar komust aftur á sigurbraut Uppgjör og viðtöl: Þróttur-Valur 0-2 | Valskonur á siglingu Áhorfandi hrækti á dómara í Garðabæ Úlfur talinn sá allra besti vestanhafs „Guð hvað ég hafði rangt fyrir mér og ég er ánægður með það“ Bræðraslagur í bikarúrslitaleiknum í ár: „Er alltaf að reyna að ögra mér“ KSÍ opið fyrir sjálfkrafa bönnum en reglubreyting ekki í vinnslu Valsmenn bara mannlegir? „Ég ætla ekki í eina einustu tæklingu hérna“ Tvö mörk með fyrstu tveimur snertingunum Stúkan birti samskipti dómara: „Ég þarf að taka stórar ákvarðanir“ Sjáðu Galdurinn á bak við það að KR komst úr fallsæti Uppgjörið: Fram - KR 0-1 | Galdur galdraði fram sigur Sjá meira