Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: Víkingur Ó - ÍA 1-0 | Sögulegt í Ólafsvík Sigmar Sigfússon skrifar 30. júní 2013 18:14 Mynd/Anton Víkingur frá Ólafsvík vann sinn fyrsta sigur í efstu deild frá upphafi er liðið hafði betur gegn ÍA í miklum fallbaráttuslag fyrir vestan. Guðmundur Magnússon skoraði eina mark leiksins á 78. mínútu er hann fylgdi eftir vítaspyrnu Guðmundar Steins Hafsteinssonar sem Páll Gísli Jónsson, markvörður ÍA, hafði varið. Skagamenn voru hársbreidd frá því að jafna metin í uppbótartíma er Garðar Gunnlaugsson átti skot í slá. En Víkingur er komið úr fallsæti á kostnað Skagamanna eftir sigur nýliðanna í kvöld. Leikurinn fór rólega af stað og liðin fengu fá færi. Þegar leið á fyrri hálfleik náðu bæði lið að skapa sér nokkur færi. Ber þar helst að nefna skotið sem Jón Vilhelm Ákason fékk á 37. mínútu. Hann vippaði boltanum yfir Einar Hjörleifsson, markmann Víkinga, en Brynjar Kristmundsson bjargaði á línu. Staðan var því markalaust jafntefli í hálfleik. Spilamennska beggja liða var ekki góð í hálfleiknum. Seinni hálfleikur einkenndist af mikilli hörku og baráttu. Bæði liðin fengu ágætis færi til þess að skora en markmenn voru að verja vel og þá var stöngin og sláin í aukahlutverki í kvöld. Hraðinn var mikill á köflum og eitthvað um pústra. Á 77. mínútu fengu Víkingar dæmda vítaspyrnu. Theodore Eugene Furness braut þá á Brynjari Kristmundssyni inn í teig. Guðmundur Magnússon, sóknarmaður Víkinga, fór á punktinn en Páll Gísli varði frá honum. Guðmundur fylgdi á eftir skotinu með mikilli harðfylgni og nær frákastinu og skorar. Áhorfendur á Ólafsvíkurvelli hreinlega trylltust af gleði og studdu sína menn með söngvum og klöppum. Næstu mínútur voru ansi spennandi en lítið um opin færi. En á 94. mínútu fékk Garðar Gunnlaugsson gott færi inn í teig en skotið fór í slána. Skagamenn hársbreidd frá því að jafna leikinn á lokamínútu leiksins. Lengra komust Skagamenn ekki í leiknum og Víkingar frá Ólafsvík sigra sinn fyrsta leik í efstu deild og koma sér úr fallsæti um leið.Ejub: Fyrri hálfleikur var ekki boðlegur fyrir efstu deild „Það er alltaf gaman að vinna. Loksins náum við að vinna leik þar sem við vorum betri aðilinn,“ sagði Ejub Purisevic, þjálfari Víkinga eftir leikinn. „Fyrri hálfleikur var ekki boðlegur fyrir efstu deild. En seinni hálfleikur var betri og mér fannst við vera betri aðilinn allan leikinn. Við duttum aðeins aftar á völlinn eftir markið en þetta tókst hjá okkur.“ „Mikil barátta, þolinmæði og skynsemi hjá okkur í dag og ég er virkilega sáttur með það,“ sagði Ejub glaður í brún að lokum.Guðmundur: Mikill léttir „Mikill léttir, ég er hás eftir lætinn inn í klefa eftir leik,“ sagði Guðmundur Magnússon, markaskorari Víkinga eftir leikinn. „Ég ætla að taka alveg eins víti og ég tók á móti Fram í bikarnum. En hætti við á síðustu stundu og ætlaði að setja hann í hornið. Það var virkilega gott að ná frákastinu,“ sagði Guðmundur að lokum.Þorvaldur: Svekkjandi og allt það „Þetta var mikil barátta og ekki mikið um opin færi. Það mátti búast við því, bæði lið ætluðu að selja sig dýrt og ná í stigin.“ „Svekkjandi og allt það en við héldum áfram að vera skapandi eftir markið hjá þeim og skotið í slána var dæmi um það.“ „Við áttum eitt eða tvö góð færi í fyrri hálfleik og áttum að skora þar. Þá hefði leikurinn þróast öðruvísi. Það var líka lélegt að ná ekki frákastinu eftir að Páll varði vítið,“ sagði Þorvaldur Örlygsson þjálfari Skagamanna sem hafa tapað báðum leikjum sínum eftir að hann tók við. Pepsi Max-deild karla Mest lesið Spálíkan kippir okkur niður á jörðina fyrir EM Handbolti „Donald Trump er algjör hálfviti“ Sport „Búið að rífa úr honum stælana, egóið og hrokann“ Handbolti Sektaðir um hálfa milljón: Kane og þjálfarar þriggja liða borga mest Körfubolti „Hann hefði bara átt að kyngja þessu, vera stór og halda áfram úti“ Körfubolti Virtur handboltasérfræðingur spáir því að EM-bronsið fari til Íslands Handbolti KR í samstarf við akademíu í Gana Fótbolti Áhugamaður vann meistarann og milljón dollara Sport EM í dag: Sushi og sjónskekkja í Svíþjóð Handbolti Stjarnan - Keflavík | Stórleikur í Garðabæ Körfubolti Fleiri fréttir Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Blikar farnir að fylla í skörðin Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Tveir ungir varnarmenn til FH Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Róbert með þrennu í sigri KR Fram lagði Leiknismenn Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Bikarhetjan til KA Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Blikarnir eru búnir að missa 34 mörk og 25 stoðsendingar Birta eltir ástina og semur við Genoa Júlíus Mar seldur til Kristiansund Bæði Blikaliðin fá sánuklefa fyrir komandi tímabil Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Alfreð hættur hjá Breiðabliki Skipulagsbreytingar á skrifstofu KSÍ Nýliðarnir fá bandarískan markvörð Júlíus sagður á förum frá KR til Noregs Vestri opnar knattspyrnuakademíu í Senegal Valur fær Dana til að fullmóta teymi sín Ingimar Stöle semur við Val Adda verður hægri hönd Ian Jeffs í sumar „Mér var bara tjáð að þeir ætluðu að leita eitthvað annað“ Enn kvarnast úr liði Blika Sjá meira
Víkingur frá Ólafsvík vann sinn fyrsta sigur í efstu deild frá upphafi er liðið hafði betur gegn ÍA í miklum fallbaráttuslag fyrir vestan. Guðmundur Magnússon skoraði eina mark leiksins á 78. mínútu er hann fylgdi eftir vítaspyrnu Guðmundar Steins Hafsteinssonar sem Páll Gísli Jónsson, markvörður ÍA, hafði varið. Skagamenn voru hársbreidd frá því að jafna metin í uppbótartíma er Garðar Gunnlaugsson átti skot í slá. En Víkingur er komið úr fallsæti á kostnað Skagamanna eftir sigur nýliðanna í kvöld. Leikurinn fór rólega af stað og liðin fengu fá færi. Þegar leið á fyrri hálfleik náðu bæði lið að skapa sér nokkur færi. Ber þar helst að nefna skotið sem Jón Vilhelm Ákason fékk á 37. mínútu. Hann vippaði boltanum yfir Einar Hjörleifsson, markmann Víkinga, en Brynjar Kristmundsson bjargaði á línu. Staðan var því markalaust jafntefli í hálfleik. Spilamennska beggja liða var ekki góð í hálfleiknum. Seinni hálfleikur einkenndist af mikilli hörku og baráttu. Bæði liðin fengu ágætis færi til þess að skora en markmenn voru að verja vel og þá var stöngin og sláin í aukahlutverki í kvöld. Hraðinn var mikill á köflum og eitthvað um pústra. Á 77. mínútu fengu Víkingar dæmda vítaspyrnu. Theodore Eugene Furness braut þá á Brynjari Kristmundssyni inn í teig. Guðmundur Magnússon, sóknarmaður Víkinga, fór á punktinn en Páll Gísli varði frá honum. Guðmundur fylgdi á eftir skotinu með mikilli harðfylgni og nær frákastinu og skorar. Áhorfendur á Ólafsvíkurvelli hreinlega trylltust af gleði og studdu sína menn með söngvum og klöppum. Næstu mínútur voru ansi spennandi en lítið um opin færi. En á 94. mínútu fékk Garðar Gunnlaugsson gott færi inn í teig en skotið fór í slána. Skagamenn hársbreidd frá því að jafna leikinn á lokamínútu leiksins. Lengra komust Skagamenn ekki í leiknum og Víkingar frá Ólafsvík sigra sinn fyrsta leik í efstu deild og koma sér úr fallsæti um leið.Ejub: Fyrri hálfleikur var ekki boðlegur fyrir efstu deild „Það er alltaf gaman að vinna. Loksins náum við að vinna leik þar sem við vorum betri aðilinn,“ sagði Ejub Purisevic, þjálfari Víkinga eftir leikinn. „Fyrri hálfleikur var ekki boðlegur fyrir efstu deild. En seinni hálfleikur var betri og mér fannst við vera betri aðilinn allan leikinn. Við duttum aðeins aftar á völlinn eftir markið en þetta tókst hjá okkur.“ „Mikil barátta, þolinmæði og skynsemi hjá okkur í dag og ég er virkilega sáttur með það,“ sagði Ejub glaður í brún að lokum.Guðmundur: Mikill léttir „Mikill léttir, ég er hás eftir lætinn inn í klefa eftir leik,“ sagði Guðmundur Magnússon, markaskorari Víkinga eftir leikinn. „Ég ætla að taka alveg eins víti og ég tók á móti Fram í bikarnum. En hætti við á síðustu stundu og ætlaði að setja hann í hornið. Það var virkilega gott að ná frákastinu,“ sagði Guðmundur að lokum.Þorvaldur: Svekkjandi og allt það „Þetta var mikil barátta og ekki mikið um opin færi. Það mátti búast við því, bæði lið ætluðu að selja sig dýrt og ná í stigin.“ „Svekkjandi og allt það en við héldum áfram að vera skapandi eftir markið hjá þeim og skotið í slána var dæmi um það.“ „Við áttum eitt eða tvö góð færi í fyrri hálfleik og áttum að skora þar. Þá hefði leikurinn þróast öðruvísi. Það var líka lélegt að ná ekki frákastinu eftir að Páll varði vítið,“ sagði Þorvaldur Örlygsson þjálfari Skagamanna sem hafa tapað báðum leikjum sínum eftir að hann tók við.
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Spálíkan kippir okkur niður á jörðina fyrir EM Handbolti „Donald Trump er algjör hálfviti“ Sport „Búið að rífa úr honum stælana, egóið og hrokann“ Handbolti Sektaðir um hálfa milljón: Kane og þjálfarar þriggja liða borga mest Körfubolti „Hann hefði bara átt að kyngja þessu, vera stór og halda áfram úti“ Körfubolti Virtur handboltasérfræðingur spáir því að EM-bronsið fari til Íslands Handbolti KR í samstarf við akademíu í Gana Fótbolti Áhugamaður vann meistarann og milljón dollara Sport EM í dag: Sushi og sjónskekkja í Svíþjóð Handbolti Stjarnan - Keflavík | Stórleikur í Garðabæ Körfubolti Fleiri fréttir Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Blikar farnir að fylla í skörðin Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Tveir ungir varnarmenn til FH Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Róbert með þrennu í sigri KR Fram lagði Leiknismenn Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Bikarhetjan til KA Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Blikarnir eru búnir að missa 34 mörk og 25 stoðsendingar Birta eltir ástina og semur við Genoa Júlíus Mar seldur til Kristiansund Bæði Blikaliðin fá sánuklefa fyrir komandi tímabil Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Alfreð hættur hjá Breiðabliki Skipulagsbreytingar á skrifstofu KSÍ Nýliðarnir fá bandarískan markvörð Júlíus sagður á förum frá KR til Noregs Vestri opnar knattspyrnuakademíu í Senegal Valur fær Dana til að fullmóta teymi sín Ingimar Stöle semur við Val Adda verður hægri hönd Ian Jeffs í sumar „Mér var bara tjáð að þeir ætluðu að leita eitthvað annað“ Enn kvarnast úr liði Blika Sjá meira