„Þá rann upp fyrir honum að hann gæti ekki verið með neina þvælu við mig“ Jóhannes Stefánsson skrifar 20. júní 2013 16:30 Kyle Bass segir að Steingrímur hafi verið "með þvælu" og reynt að villa um fyrir honum þegar hann reyndi að fá hann til að fjárfesta á Íslandi Mynd/ GVA Kyle Bass gerði mikið grín að Steingrími J. Sigfússyni fyrrverandi fjármálaráðherra á sviðinu á ráðstefnu fjárfesta í Kaliforníu í seinasta mánuði. Hann sagði að Steingrímur hafi kynnt fyrir sér villandi upplýsingar til að fá sig til að fjárfesta á Íslandi. Bass var með erindi á ráðstefnunni Strategic Investment Conference í maí síðastliðnum þar sem hann sagði frá fundi sínum við Steingrím sem þeir áttu árið 2011. Tilgangur fundarins var að fá Bass til að fjárfesta á Íslandi en Bass stýrir vogunarsjóðnum Hayman Capital. Bass segir um Steingrím: „Hann sýndi mér þetta blað og sagði að skuldir sem hlutfall af landsframleiðslu væru 80% og yrði 40% eftir fjögur ár. Við erum besti staðurinn til að fjárfesta á." Bass segist svo hafa svarað Steingrími: „Ég er með gögn frá Moody's hérna sem segja að skuldahlutfallið sé 150% hjá ykkur, það er mikill munur á þessu." Hann segir Steingrím hafa svarað þessu til: „Æ, lánin frá Norðurlöndunum og Alþjóðagjaldeyrissjóðnum runnu til Seðlabankans en ekki til íslenska ríkisins þannig að við teljum það ekki með í skuldahlutfallinu." Þá mun Bass hafa spurt Steingrím hver það væri sem gæfi út tékkann fyrir afborgunum á láninu. „Það er ég," hefur Bass eftir Steingrími, en Steingrímur var á þeim tíma fjármálaráðherra. „Ég skil," svaraði Bass. „Þá rann upp fyrir honum að hann gæti ekki verið með neina svona þvælu við mig og við skiptum þá fljótt um umræðuefni." Bass segir í myndbandinu að hann hafi þó ákveðna samúð með háttsemi Steingríms, enda hafi hann verið að reyna að lokka fjárfesta til landsins.Ísland ekki fyrirmyndaríki um ríkisfjármál Bass líkti Íslandi við límgildru fyrir skordýr og sagði „að það sem fer inn kemur ekki aftur út," vegna gjaldeyrishaftanna. Þá var Bass tíðrætt um hversu stórt Kínverska sendiráðið á Íslandi sé og hann líkti byggingu þess við „stórum leik á Risk-leikborðinu" í samhengi alþjóðastjórnmála. Hann telur sendiráðið vera til marks um að Kínverjar hafi mikinn áhuga á Íslandi á komandi árum. Þá segir Bass að umfjöllun New York Times og Paul Krugman um að Ísland sé einhverskonar fyrirmyndarríki varðandi það hvernig sé rétt að takast á við skuldavanda sé röng, enda hafi ekki verið tekist á við þann mikla vanda sem skuldastaða ríkissjóðs er. Hér fyrir neðan má sjá upptöku af ráðstefnunni (umfjöllunin um Ísland hefst á mínútu 44:30): Mest lesið Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Erlent Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Innlent Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Innlent Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Innlent „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Innlent Dyraverðir handteknir vegna líkamsárásar Innlent Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Innlent Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs Innlent Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Erlent Eldur í íbúð við Snorrabraut Innlent Fleiri fréttir Dyraverðir handteknir vegna líkamsárásar Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Eldur í íbúð við Snorrabraut Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra hafnað Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Bæjarskrifstofur fluttar: „Þetta húsnæði er barn síns tíma“ Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Munu reyna að fá nýju virkjunarleyfi hnekkt Vara fólk við póstum og skilaboðum frá Grundarheimilunum Vara við póstum frá Grund og „jafnréttisþreyta“ Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Fjárlög, skattar og skipti á dánarbúum á laugardagsþingi Þau fái heiðurslaun listamanna Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Vill finna bróður sinn „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Sjá meira
Kyle Bass gerði mikið grín að Steingrími J. Sigfússyni fyrrverandi fjármálaráðherra á sviðinu á ráðstefnu fjárfesta í Kaliforníu í seinasta mánuði. Hann sagði að Steingrímur hafi kynnt fyrir sér villandi upplýsingar til að fá sig til að fjárfesta á Íslandi. Bass var með erindi á ráðstefnunni Strategic Investment Conference í maí síðastliðnum þar sem hann sagði frá fundi sínum við Steingrím sem þeir áttu árið 2011. Tilgangur fundarins var að fá Bass til að fjárfesta á Íslandi en Bass stýrir vogunarsjóðnum Hayman Capital. Bass segir um Steingrím: „Hann sýndi mér þetta blað og sagði að skuldir sem hlutfall af landsframleiðslu væru 80% og yrði 40% eftir fjögur ár. Við erum besti staðurinn til að fjárfesta á." Bass segist svo hafa svarað Steingrími: „Ég er með gögn frá Moody's hérna sem segja að skuldahlutfallið sé 150% hjá ykkur, það er mikill munur á þessu." Hann segir Steingrím hafa svarað þessu til: „Æ, lánin frá Norðurlöndunum og Alþjóðagjaldeyrissjóðnum runnu til Seðlabankans en ekki til íslenska ríkisins þannig að við teljum það ekki með í skuldahlutfallinu." Þá mun Bass hafa spurt Steingrím hver það væri sem gæfi út tékkann fyrir afborgunum á láninu. „Það er ég," hefur Bass eftir Steingrími, en Steingrímur var á þeim tíma fjármálaráðherra. „Ég skil," svaraði Bass. „Þá rann upp fyrir honum að hann gæti ekki verið með neina svona þvælu við mig og við skiptum þá fljótt um umræðuefni." Bass segir í myndbandinu að hann hafi þó ákveðna samúð með háttsemi Steingríms, enda hafi hann verið að reyna að lokka fjárfesta til landsins.Ísland ekki fyrirmyndaríki um ríkisfjármál Bass líkti Íslandi við límgildru fyrir skordýr og sagði „að það sem fer inn kemur ekki aftur út," vegna gjaldeyrishaftanna. Þá var Bass tíðrætt um hversu stórt Kínverska sendiráðið á Íslandi sé og hann líkti byggingu þess við „stórum leik á Risk-leikborðinu" í samhengi alþjóðastjórnmála. Hann telur sendiráðið vera til marks um að Kínverjar hafi mikinn áhuga á Íslandi á komandi árum. Þá segir Bass að umfjöllun New York Times og Paul Krugman um að Ísland sé einhverskonar fyrirmyndarríki varðandi það hvernig sé rétt að takast á við skuldavanda sé röng, enda hafi ekki verið tekist á við þann mikla vanda sem skuldastaða ríkissjóðs er. Hér fyrir neðan má sjá upptöku af ráðstefnunni (umfjöllunin um Ísland hefst á mínútu 44:30):
Mest lesið Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Erlent Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Innlent Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Innlent Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Innlent „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Innlent Dyraverðir handteknir vegna líkamsárásar Innlent Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Innlent Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs Innlent Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Erlent Eldur í íbúð við Snorrabraut Innlent Fleiri fréttir Dyraverðir handteknir vegna líkamsárásar Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Eldur í íbúð við Snorrabraut Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra hafnað Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Bæjarskrifstofur fluttar: „Þetta húsnæði er barn síns tíma“ Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Munu reyna að fá nýju virkjunarleyfi hnekkt Vara fólk við póstum og skilaboðum frá Grundarheimilunum Vara við póstum frá Grund og „jafnréttisþreyta“ Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Fjárlög, skattar og skipti á dánarbúum á laugardagsþingi Þau fái heiðurslaun listamanna Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Vill finna bróður sinn „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Sjá meira