Þarf einfalda lagabreytingu til Ingveldur Geirsdóttir skrifar 20. júní 2013 18:41 Í fréttum okkar í gær sagði Sigurður Ingi Jóhannsson sjávarútvegsráðherra að veiðigjaldið sem á að taka gildi í haust væri óframkvæmanlegt, það hefði þurft að leggja fram breytingar á því, annars verði ekkert veiðigjald á næsta fiskveiðiári. Þar átti Sigurður eingöngu við sérstaka veiðigjaldið því almenna veiðigjaldið stendur. En afhverju segir hann þau óframkvæmanleg? Samkvæmt upplýsingum frá Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytinu þarf veiðigjaldsnefnd að búa yfir nauðsynlegum upplýsingum til útreikninga á sérstöku veiðigjaldi en á því hefur reynst misbrestur. Lögin þykja ekki nægilega afdráttarlaus um heimildir til nauðsynlegra öflunar upplýsinga, einkum um verðmæti rekstrarfjármuna og miðlun þeirra frá embætti ríkisskattstjóra, til Hagstofu Íslands og þaðan til veiðigjaldsnefndar. Ráðuneytið hefur leitað leiða til úrlausnar en það hefur ekki skilað árangri. Hagstofunni er óheimilt að taka á móti gögnum frá Ríkisskattstjóra úr skattaframtölum um eignaskrá sjávarútvegsfyrirtækja, sundurgreind eftir kennitölum og eignum, þar sem þau eru ekki ætluð til hagskýrslugerðar. Vegna þessa segir Sigurður Ingi að útséð sé um að ekki sé hægt að leggja á sérstakt veiðigjald samkvæmt lögunum fyrir komandi fiskveiðiár. Hægt er þó að leggja þau á með bráðabirgðaákvæðum eins og fyrri ríkisstjórn gerði. Það virðist vera sem að stjórnin sé að nota þennan tæknilega vinkil sem afsökun til þess að lækka veiðigaldið þegar í rauninni það eina sem þarf að gera er að skerpa á heimildum veiðigjaldsnefndar í lögum til þess að afla sér gagna til þess að reikna gjaldið," segir Jón Steinsson dósent í hagfræði. Jón segir að það þurfi aðeins tiltölulega einfalda lagabreytingu til að skerpa á heimildum veiðigjaldsnefndar til að afla þessara gagna. Málið hefur vakið sterk viðbrögð. Fréttastofa leitaði stjórnmálaflokkana í dag og bað þá um upplýsingar um þá styrki sem þeir fengu frá sjávarútvegsfyrirtækjum fyrir síðustu kosningar. Fjórir flokkar höfðu svarað fyrir kvöldfréttir Stöðvar 2: Sjálfstæðisflokkurinn hefur verið styrktur af sautján sjávarútvegsfyrirtækjum á þessu ári og fengið um 290.000 krónur að meðaltali frá hverju þeirra, eða 4,9 milljónir í heildina en þess má geta að ársvelta flokksins er 250 milljónir. Björt framtíð fékk 325.000 krónur frá þremur fyrirtækjum, Vinstrihreyfingin grænt framboð fékk 250.000 króna styrk frá Samherja nú í vor og Samfylkingin fékk ekkert. Tæplega þrjátíu þúsund höfðu skrifað undir með óbreyttu veiðigjaldi þegar þetta var skrifað. Mest lesið Vaktin: Leitin að morðingja Charlie Kirk í fullum gangi Erlent Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Innlent Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Hver var Charlie Kirk? Erlent Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár Innlent „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Innlent Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Innlent Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Erlent Quang Le stefnir Landsbankanum Innlent 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Innlent Fleiri fréttir E.Coli staðfest í neysluvatninu á Stöðvarfirði „Froðuhagnaður“ Félagsbústaða haldi borginni á floti Launahækkanir þungur baggi á borginni Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Fjörugar umræður um fjárlög: Hóflegur útgjaldavöxtur, vonbrigði eða della? Fjárlögin litlaus líkt og hann sjálfur Tekist á um fjárlagafrumvarpið og morðið á Charlie Kirk Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Bein útsending: Daði Már mælir fyrir fjárlögum næsta árs Ofbeldi foreldra gegn börnum jókst um nær helming 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Ákall um íslenskukennslu: „Oft var þörf en nú er nauðsyn“ Vilja styttu af Gunnari í Gunnarsbrekku Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Fékk milljón vegna afmælis kattarins Ríkisstjórnin feli sig á bak við mistök þeirrar fyrri Um 100 þúsund lömbum slátrað hjá SS á Selfossi „Ísland á betra skilið“ Biður þingmenn að gæta orða sinna Stefnuræða forsætisráðherra á dagskrá í kvöld Óásættanlegt hversu margir falla fyrir eigin hendi Áhyggjuefni að menn missi stjórn á atburðarásinni Fundu fyrir jarðskjálfta í Hveragerði Kærður fyrir fjársvik fyrir að neita að borga Einbeittur brotavilji og óásættanlegur fjöldi sjálfsvíga Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Sjá meira
Í fréttum okkar í gær sagði Sigurður Ingi Jóhannsson sjávarútvegsráðherra að veiðigjaldið sem á að taka gildi í haust væri óframkvæmanlegt, það hefði þurft að leggja fram breytingar á því, annars verði ekkert veiðigjald á næsta fiskveiðiári. Þar átti Sigurður eingöngu við sérstaka veiðigjaldið því almenna veiðigjaldið stendur. En afhverju segir hann þau óframkvæmanleg? Samkvæmt upplýsingum frá Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytinu þarf veiðigjaldsnefnd að búa yfir nauðsynlegum upplýsingum til útreikninga á sérstöku veiðigjaldi en á því hefur reynst misbrestur. Lögin þykja ekki nægilega afdráttarlaus um heimildir til nauðsynlegra öflunar upplýsinga, einkum um verðmæti rekstrarfjármuna og miðlun þeirra frá embætti ríkisskattstjóra, til Hagstofu Íslands og þaðan til veiðigjaldsnefndar. Ráðuneytið hefur leitað leiða til úrlausnar en það hefur ekki skilað árangri. Hagstofunni er óheimilt að taka á móti gögnum frá Ríkisskattstjóra úr skattaframtölum um eignaskrá sjávarútvegsfyrirtækja, sundurgreind eftir kennitölum og eignum, þar sem þau eru ekki ætluð til hagskýrslugerðar. Vegna þessa segir Sigurður Ingi að útséð sé um að ekki sé hægt að leggja á sérstakt veiðigjald samkvæmt lögunum fyrir komandi fiskveiðiár. Hægt er þó að leggja þau á með bráðabirgðaákvæðum eins og fyrri ríkisstjórn gerði. Það virðist vera sem að stjórnin sé að nota þennan tæknilega vinkil sem afsökun til þess að lækka veiðigaldið þegar í rauninni það eina sem þarf að gera er að skerpa á heimildum veiðigjaldsnefndar í lögum til þess að afla sér gagna til þess að reikna gjaldið," segir Jón Steinsson dósent í hagfræði. Jón segir að það þurfi aðeins tiltölulega einfalda lagabreytingu til að skerpa á heimildum veiðigjaldsnefndar til að afla þessara gagna. Málið hefur vakið sterk viðbrögð. Fréttastofa leitaði stjórnmálaflokkana í dag og bað þá um upplýsingar um þá styrki sem þeir fengu frá sjávarútvegsfyrirtækjum fyrir síðustu kosningar. Fjórir flokkar höfðu svarað fyrir kvöldfréttir Stöðvar 2: Sjálfstæðisflokkurinn hefur verið styrktur af sautján sjávarútvegsfyrirtækjum á þessu ári og fengið um 290.000 krónur að meðaltali frá hverju þeirra, eða 4,9 milljónir í heildina en þess má geta að ársvelta flokksins er 250 milljónir. Björt framtíð fékk 325.000 krónur frá þremur fyrirtækjum, Vinstrihreyfingin grænt framboð fékk 250.000 króna styrk frá Samherja nú í vor og Samfylkingin fékk ekkert. Tæplega þrjátíu þúsund höfðu skrifað undir með óbreyttu veiðigjaldi þegar þetta var skrifað.
Mest lesið Vaktin: Leitin að morðingja Charlie Kirk í fullum gangi Erlent Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Innlent Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Hver var Charlie Kirk? Erlent Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár Innlent „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Innlent Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Innlent Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Erlent Quang Le stefnir Landsbankanum Innlent 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Innlent Fleiri fréttir E.Coli staðfest í neysluvatninu á Stöðvarfirði „Froðuhagnaður“ Félagsbústaða haldi borginni á floti Launahækkanir þungur baggi á borginni Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Fjörugar umræður um fjárlög: Hóflegur útgjaldavöxtur, vonbrigði eða della? Fjárlögin litlaus líkt og hann sjálfur Tekist á um fjárlagafrumvarpið og morðið á Charlie Kirk Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Bein útsending: Daði Már mælir fyrir fjárlögum næsta árs Ofbeldi foreldra gegn börnum jókst um nær helming 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Ákall um íslenskukennslu: „Oft var þörf en nú er nauðsyn“ Vilja styttu af Gunnari í Gunnarsbrekku Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Fékk milljón vegna afmælis kattarins Ríkisstjórnin feli sig á bak við mistök þeirrar fyrri Um 100 þúsund lömbum slátrað hjá SS á Selfossi „Ísland á betra skilið“ Biður þingmenn að gæta orða sinna Stefnuræða forsætisráðherra á dagskrá í kvöld Óásættanlegt hversu margir falla fyrir eigin hendi Áhyggjuefni að menn missi stjórn á atburðarásinni Fundu fyrir jarðskjálfta í Hveragerði Kærður fyrir fjársvik fyrir að neita að borga Einbeittur brotavilji og óásættanlegur fjöldi sjálfsvíga Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Sjá meira