Flugvél tilbúin til að flytja Snowden til Íslands 20. júní 2013 19:07 Þota í eigu fyrirtækis í Kína hefur verið tekin á leigu af aðilum tengdum Wikileaks til að flytja uppljóstrarann, Edward Snowden til Íslands. Beðið er viðbragða frá innanríkisráðherra um hvort Snowden fái pólitískt hæli hérlendis. "Allt til reiðu hjá okkur og vélin gæti farið í loftið á morgun", segir fulltrúi frá Wikileaks. Edward Snowden er fyrrverandi starfsmaður leyniþjónustu Bandaríkjanna. Hann komst nýverið í heimsfréttirnar eftir að hafa upplýsti fjölmiðla um umfangsmiklar netnjósnir bandarískra yfirvalda. Í gegnum Kristinn Hrafnsson, talsmanns Wikileaks, lýsti Snowden yfir áhuga á að fá pólitískt hæli á Íslandi. Ef innanríkisráðherra tekur jákvætt í beiðni Snowden er ekkert því til fyrirstöðu að hann komi til Íslands á næstu dögum."Við erum í raun og veru bara búnir að því sem þarf að gera okkar megin. Það er búið að útvega flugvél og öll "logistic" eru klár. Nú bíðum við bara eftir því hvað ríkisstjórnin vill gera", segir Ólafur Vignir Sigurvinsson, fulltrúi Wikileaks og stofnandi DataCell. Það kostar minnst 40 milljónir króna að flytja Snowden til Íslands, þar af er beinn kostnaður vegna þotunnar 30 milljónir. Framtakið er fjármagnað með framlögum einstaklinga en Wikileaks hefur milligöngu um málið. Beðið er viðbragða frá innanríkisráðuneytinu um hvort Snowden fái hér pólitískt hæli. Ólafur Vignir segir ólíklegt er að Snowden komi til landsins áður en jákvæð svör berast þaðan. "Nei, ég held að það sé bara kjánalegt að fara með manninn hingað ef hann verður framseldur um leið til Bandaríkjanna. Þá er hann betur settur þar sem hann er. Við viljum ekki bera ábyrgð á því að framselja hann í hendur Bandaríkjamanna." Að sögn Ólafs er leiguvélin klár og getur farið í loftið á morgun. Kristinn Hrafnsson talsmaður Wikileaks er einn þeirra sem hefur milligöngu um komu Snowdens hingað til lands og hefur fylgst afar vel með gangi mála. Hann segir að um einstakt tækifæri sé að ræða þar sem þjóðin geti sýnt sínar allar bestu hliðar. Hjörtur Hjartarson ræddi við Kristinn sem staddur er á ráðstefnu í Ekvador seinni partinn í dag. Mest lesið Hnífstunga á Austurvelli Innlent „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Innlent Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Innlent Þorgerður til í fund og það strax Innlent Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Innlent Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Innlent Grunaður um að sparka ítrekað í höfuð samfanga Innlent Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Innlent Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Innlent Tæplega þrjátíu slasaðir eftir að bíl var ekið í mannfjölda í Hollywood Erlent Fleiri fréttir Hnífstunga á Austurvelli „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Grunaður um að sparka ítrekað í höfuð samfanga Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Allt að gerast á Húnavöku á Blönduósi um helgina Þorgerður til í fund og það strax Ráðherra bregst snögglega við og mikið stuð í Húnabyggð Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Björgunarmenn sigu með fólk niður fjall við Ólafsfjörð Ógnuðu húsráðanda með hnífum og kylfum Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Gosmóðan heldur áfram Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Íslenskur fjárhundur á Bessastaði? Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Mygla fannst á bæjarskrifstofunum Minnihlutinn verði bara að treysta þjóðinni Litlu mátti muna: Glannalegur framúrakstur í Hörgárdal Málsókn Grindvíkinga, heimóttarskapur og heimkoma í beinni Glerflöskur stranglega bannaðar á Þjóðhátíð Dæmdur fyrir að flytja kratom til landsins Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Var ekki að láta undan þrýstingi Grindvíkinga Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Sjá meira
Þota í eigu fyrirtækis í Kína hefur verið tekin á leigu af aðilum tengdum Wikileaks til að flytja uppljóstrarann, Edward Snowden til Íslands. Beðið er viðbragða frá innanríkisráðherra um hvort Snowden fái pólitískt hæli hérlendis. "Allt til reiðu hjá okkur og vélin gæti farið í loftið á morgun", segir fulltrúi frá Wikileaks. Edward Snowden er fyrrverandi starfsmaður leyniþjónustu Bandaríkjanna. Hann komst nýverið í heimsfréttirnar eftir að hafa upplýsti fjölmiðla um umfangsmiklar netnjósnir bandarískra yfirvalda. Í gegnum Kristinn Hrafnsson, talsmanns Wikileaks, lýsti Snowden yfir áhuga á að fá pólitískt hæli á Íslandi. Ef innanríkisráðherra tekur jákvætt í beiðni Snowden er ekkert því til fyrirstöðu að hann komi til Íslands á næstu dögum."Við erum í raun og veru bara búnir að því sem þarf að gera okkar megin. Það er búið að útvega flugvél og öll "logistic" eru klár. Nú bíðum við bara eftir því hvað ríkisstjórnin vill gera", segir Ólafur Vignir Sigurvinsson, fulltrúi Wikileaks og stofnandi DataCell. Það kostar minnst 40 milljónir króna að flytja Snowden til Íslands, þar af er beinn kostnaður vegna þotunnar 30 milljónir. Framtakið er fjármagnað með framlögum einstaklinga en Wikileaks hefur milligöngu um málið. Beðið er viðbragða frá innanríkisráðuneytinu um hvort Snowden fái hér pólitískt hæli. Ólafur Vignir segir ólíklegt er að Snowden komi til landsins áður en jákvæð svör berast þaðan. "Nei, ég held að það sé bara kjánalegt að fara með manninn hingað ef hann verður framseldur um leið til Bandaríkjanna. Þá er hann betur settur þar sem hann er. Við viljum ekki bera ábyrgð á því að framselja hann í hendur Bandaríkjamanna." Að sögn Ólafs er leiguvélin klár og getur farið í loftið á morgun. Kristinn Hrafnsson talsmaður Wikileaks er einn þeirra sem hefur milligöngu um komu Snowdens hingað til lands og hefur fylgst afar vel með gangi mála. Hann segir að um einstakt tækifæri sé að ræða þar sem þjóðin geti sýnt sínar allar bestu hliðar. Hjörtur Hjartarson ræddi við Kristinn sem staddur er á ráðstefnu í Ekvador seinni partinn í dag.
Mest lesið Hnífstunga á Austurvelli Innlent „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Innlent Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Innlent Þorgerður til í fund og það strax Innlent Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Innlent Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Innlent Grunaður um að sparka ítrekað í höfuð samfanga Innlent Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Innlent Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Innlent Tæplega þrjátíu slasaðir eftir að bíl var ekið í mannfjölda í Hollywood Erlent Fleiri fréttir Hnífstunga á Austurvelli „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Grunaður um að sparka ítrekað í höfuð samfanga Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Allt að gerast á Húnavöku á Blönduósi um helgina Þorgerður til í fund og það strax Ráðherra bregst snögglega við og mikið stuð í Húnabyggð Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Björgunarmenn sigu með fólk niður fjall við Ólafsfjörð Ógnuðu húsráðanda með hnífum og kylfum Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Gosmóðan heldur áfram Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Íslenskur fjárhundur á Bessastaði? Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Mygla fannst á bæjarskrifstofunum Minnihlutinn verði bara að treysta þjóðinni Litlu mátti muna: Glannalegur framúrakstur í Hörgárdal Málsókn Grindvíkinga, heimóttarskapur og heimkoma í beinni Glerflöskur stranglega bannaðar á Þjóðhátíð Dæmdur fyrir að flytja kratom til landsins Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Var ekki að láta undan þrýstingi Grindvíkinga Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Sjá meira