Hefur ekki mikil áhrif á samskipti Íslands og Bandaríkjanna ef Snowden fær hæli Hjörtur Hjartarson skrifar 20. júní 2013 19:13 Ólíklegt verður að teljast að það muni hafa mikil áhrif á samskipti Íslands og Bandaríkjanna verði Edward Snowden veitt pólitískt hæli hérlendis, segir aðjúnkt við stjórnmálafræðideild Háskóla Íslands. Hanna Birna Kristjánsdóttir segir afstöðu innanríkisráðuneytisins til Snowden óbreytta, hans mál fái sömu meðferð og allra annarra sem sækja um hæli á Íslandi. Sæki Edward Snowden um pólitískt hæli á Íslandi eftir að hann kemur til landsins fer mál hans í þar til gerðan farveg hjá innanríkisráðuneytinu og dómstólum landsins eftir þörfum. Ekki er hægt að vísa Snowden úr landi án þess að taka beiðni hans fyrir. "Menn eiga alltaf rétt á ákveðnu ferli og menn geta alltaf sótt um pólitískt hæli. Þá þarf það ferli að fara í gang og síðan þegar menn eru komnir til landsins þá þarf að krefjast framsals á viðkomandi", segir Sveinn Andri Sveinsson, lögmaður. Hann segir ef íslensk stjórnvöld samþykkja hugsanlega framsalsbeiðni Bandaríkjanna á Snowden getur hann áfrýjað þeirri ákvörðun til héraðsdóms. "Ef viðkomandi einstaklingi tekst að sýna fram á það að hann eigi á hættu að vera, til dæmis, dæmdur til dauða í því ríki sem krefst framsals þá er óheimilt að framselja hann. Nú síðan gæti Alþingi tekið upp á því að veita manninum íslenskan ríkisborgarrétt eins og gert var með Bobby Fischer. Þá auðvitað er óheimilt að framselja hann. Það er ekki heimilt að framselja íslenska ríkisborgara nema innan Norðurlandanna." Hanna Birna Kristjánsdóttir, innanríkisráðherra sagði í fréttum Stöðvar tvö á þriðjudaginn að mikilvægt væri að allir hælisleitendur sætu við sama borð og fengi því Snowden sömu meðferð og allir aðrir. Stuðningsmenn Snowden telja hinsvegar að fordæmi um annað megi finna í máli Bobby Fischer. "Hann óskaði ekki eftir pólitísku hæli heldur ríkisborgararétti. Það er allt öðruvísi mál", segir Hanna Birna.Opinberlega hafði sú ákvörðun ekki slæm áhrif á samskipti Íslands og Bandaríkjanna. Þess má geta að samkvæmt heimildum fréttastofu hefur Snowden sýnt því áhuga að fá íslenskarn ríkisborgarrétt. En má reikna með hörðum viðbrögðum frá bandarískum stjórnvöldum ef Snowden verður veitt hæli hérlendis? Að mati Silju Báru Ómarsdóttur, aðjúnkt í stjórnamálafræðideild Háskóla Íslands munu Bandaríkin ekki líta algjörlega framhjá því ef svo verður. "En ég held ekki að það verði efnahagslegar þvinganir eða riftun á einhverjum mikilvægum samningum. En það verður pólitískur þrýstingur settur á og ef til vill verður einhver stífni í pólitískum samskiptum sem fylgt gætu í smá tíma", segir Silja. Mest lesið „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Erlent Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Innlent Í deilum við nágrannann vegna trjáa Erlent Þrír réðust á einn og höfðu af honum farsíma Innlent Umkringdu Taívan og æfðu lokanir hafna Erlent Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri Innlent „Gamla góða Ísland, bara betra“ Innlent Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna Erlent Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Innlent „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Erlent Fleiri fréttir Óvenju mikið að gera hjá slökkviliðinu Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Þrír réðust á einn og höfðu af honum farsíma Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri „Rúllandi rafmagnsleysi“ alla daga og tífaldur þungi í árásum „Gamla góða Ísland, bara betra“ Gróður farinn að grænka fyrir norðan Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Margfaldur þungi í loftárásum og kyntákn kveður Afbrot, fjölmiðlastyrkir og stefna Miðflokksins Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Líkamsárás í miðbænum Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum „Fara þarf í raunverulegar aðgerðir“ Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Landeldi í vexti og lögregla lokar áfengisverslunum Árekstur á Suðurlandsbraut Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Sjá meira
Ólíklegt verður að teljast að það muni hafa mikil áhrif á samskipti Íslands og Bandaríkjanna verði Edward Snowden veitt pólitískt hæli hérlendis, segir aðjúnkt við stjórnmálafræðideild Háskóla Íslands. Hanna Birna Kristjánsdóttir segir afstöðu innanríkisráðuneytisins til Snowden óbreytta, hans mál fái sömu meðferð og allra annarra sem sækja um hæli á Íslandi. Sæki Edward Snowden um pólitískt hæli á Íslandi eftir að hann kemur til landsins fer mál hans í þar til gerðan farveg hjá innanríkisráðuneytinu og dómstólum landsins eftir þörfum. Ekki er hægt að vísa Snowden úr landi án þess að taka beiðni hans fyrir. "Menn eiga alltaf rétt á ákveðnu ferli og menn geta alltaf sótt um pólitískt hæli. Þá þarf það ferli að fara í gang og síðan þegar menn eru komnir til landsins þá þarf að krefjast framsals á viðkomandi", segir Sveinn Andri Sveinsson, lögmaður. Hann segir ef íslensk stjórnvöld samþykkja hugsanlega framsalsbeiðni Bandaríkjanna á Snowden getur hann áfrýjað þeirri ákvörðun til héraðsdóms. "Ef viðkomandi einstaklingi tekst að sýna fram á það að hann eigi á hættu að vera, til dæmis, dæmdur til dauða í því ríki sem krefst framsals þá er óheimilt að framselja hann. Nú síðan gæti Alþingi tekið upp á því að veita manninum íslenskan ríkisborgarrétt eins og gert var með Bobby Fischer. Þá auðvitað er óheimilt að framselja hann. Það er ekki heimilt að framselja íslenska ríkisborgara nema innan Norðurlandanna." Hanna Birna Kristjánsdóttir, innanríkisráðherra sagði í fréttum Stöðvar tvö á þriðjudaginn að mikilvægt væri að allir hælisleitendur sætu við sama borð og fengi því Snowden sömu meðferð og allir aðrir. Stuðningsmenn Snowden telja hinsvegar að fordæmi um annað megi finna í máli Bobby Fischer. "Hann óskaði ekki eftir pólitísku hæli heldur ríkisborgararétti. Það er allt öðruvísi mál", segir Hanna Birna.Opinberlega hafði sú ákvörðun ekki slæm áhrif á samskipti Íslands og Bandaríkjanna. Þess má geta að samkvæmt heimildum fréttastofu hefur Snowden sýnt því áhuga að fá íslenskarn ríkisborgarrétt. En má reikna með hörðum viðbrögðum frá bandarískum stjórnvöldum ef Snowden verður veitt hæli hérlendis? Að mati Silju Báru Ómarsdóttur, aðjúnkt í stjórnamálafræðideild Háskóla Íslands munu Bandaríkin ekki líta algjörlega framhjá því ef svo verður. "En ég held ekki að það verði efnahagslegar þvinganir eða riftun á einhverjum mikilvægum samningum. En það verður pólitískur þrýstingur settur á og ef til vill verður einhver stífni í pólitískum samskiptum sem fylgt gætu í smá tíma", segir Silja.
Mest lesið „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Erlent Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Innlent Í deilum við nágrannann vegna trjáa Erlent Þrír réðust á einn og höfðu af honum farsíma Innlent Umkringdu Taívan og æfðu lokanir hafna Erlent Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri Innlent „Gamla góða Ísland, bara betra“ Innlent Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna Erlent Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Innlent „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Erlent Fleiri fréttir Óvenju mikið að gera hjá slökkviliðinu Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Þrír réðust á einn og höfðu af honum farsíma Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri „Rúllandi rafmagnsleysi“ alla daga og tífaldur þungi í árásum „Gamla góða Ísland, bara betra“ Gróður farinn að grænka fyrir norðan Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Margfaldur þungi í loftárásum og kyntákn kveður Afbrot, fjölmiðlastyrkir og stefna Miðflokksins Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Líkamsárás í miðbænum Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum „Fara þarf í raunverulegar aðgerðir“ Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Landeldi í vexti og lögregla lokar áfengisverslunum Árekstur á Suðurlandsbraut Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Sjá meira