Fótbolti

Capello tekur ekki við PSG

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Nordic Photos / Getty Images
Þjálfaraleitin heldur áfram hjá Frakklandsmeisturum PSG. Nú síðast var staðfest að Fabio Capello muni ekki taka við liðinu.

Sonur hans, Pierfilippo Capello, átti í viðræðum við PSG fyrir hönd föður síns nú í vikunni en Capello eldri er nú landsliðsþjálfari Rússlands.

„PSG vildi vita hver skilyrðin væru fyrir því að Fabio gæti hætt í sínu starfi í Rússlandi. Ég get ekki greint frá þeim skilyrðum en þau hentuðu PSG ekki,“ sagði sonurinn.

„Þegar þetta lá allt saman ljóst fyrir var ákveðið að halda viðræðunum ekki áfram. Fabio Capello hafnaði því ekki PSG enda ekki ástæða til. Það kom aldrei til þess að PSG gerði okkur tilboð.“

Taið er líklegt að Carlo Ancelotti, núverandi stjóri PSG, muni taka við Real Madrid í sumar. PSG vildi fá Andre Villas-Boas, stjóra Tottenham, en ekkert verður af því.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×