Fótbolti

PSG á eftir Capello

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Nordic Photos / Getty Images
Franska stórliðið PSG hefur samkvæmt fjömiðum ytra einsett sér að ráða Fabio Capello í starf knattspyrnustjóra.

Carlo Ancelotti mun líklega taka við Real Madrid í sumar og hafa forráðamenn PSG því verið að leita að eftirmanni hans.

PSG ræddi við fulltrúa Andre-Villas Boas, stjóra Tottenham, um helgina en Portúgalinn hafnaði félaginu og ætlar sér að halda áfram að byggja upp sterkt lið í Lundúnum.

Capello er nú þjálfari rússneska landsliðsins en hinir moldríku eigendur PSG setja það ekki fyrir sig að kaupa hann út úr samningi sínum þar.

Samkvæmt frétt The Guardian er þó líklegt að Capello muni aðeins stýra PSG í eitt ár og fara með rússneska landsliðið á HM í Brasilíu á næsta ári. Eigendur PSG munu svo reyna að fá Arsene Wenger til að taka við liðinu en samningur hans við Arsenal rennur út sumarið 2014.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×