Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: ÍA - Keflavík 2-3 | Magnús Þór hetja Keflavíkur Sigmar Sigfússon á Akranesi skrifar 24. júní 2013 12:23 Þorvaldur stýrir liði ÍA í fyrsta skipti í kvöld. Keflavík vann ÍA í mikilvægum botnbaráttuslag í Pepsi-deild karla. Bæði lið voru nýbúin að skipta um þjálfara. Magnús Þór Magnússon skoraði sigurmark Keflavíkur undir lok leiksins úr skalla eftir hornspyrnu. Keflavík hafði komist 2-0 yfir en heimamenn jöfnuðu metin snemma í síðari hálfleik með stórglæsilegu marki Jóhannesar Karls Guðjónssonar úr aukaspyrnu. Kristján Guðmundsson byrjar því vel í sínum fyrsta leik eftir að hann tók við Keflavík á nýjan leik. Þorvaldur Örlygsson stýrði ÍA í fyrsta sinn í kvöld. Leikurinn byrjaði með látum og voru gestirnir ekki lengi að setja mark sitt á leikinn. Strax á 13. mínútu skoraði Hörður Sveinsson, sóknarmaður Keflavíkur, fyrsta mark leiksins. Jóhann Birnir Guðmundsson tók hornspyrnu sem Skagamenn hreinsuðu frá en boltinn barst aftur inn í teig. Eftir smá barning náði Hörður að skora. Vörnin hjá ÍA var alveg út á túni í þessu marki. Vörn Skagamanna var skelfileg á upphafsmínútum leiksins og Keflvíkingar skoruðu sitt annað mark á 16. mínútu. Þar var Arnór Ingvi Traustason að verki eftir sendingu frá Jóhanni Birni. Arnór átti fast skot fyrir utan teig sem hafnaði í stöng og inn. Virkilega vel gert hjá Arnóri sem átti góðan leik. Skagamenn sýndu þó karakter og komu til baka eftir rothöggið í upphafi. Á 25. mínútu átti Jón Vilhelm Ákason hornspyrnu sem Ármann Smári skallaði að marki en Keflvíkingar björguðu á línu. Boltinn barst aftur til Jóns sem sendi boltann strax fyrir. Þar var Ármann aftur réttur maður á réttum stað og skallaði boltann inn. Á 50. mínútu fengu heimamenn aukaspyrnu. Fyrirliðinn Jóhannes Karl Guðjónsson tekur þá til sinna ráða og hamraði boltann inn af 35 metra færi, algjörlega óverjandi fyrir David Peerce í marki Keflavíkur. Glæsilegt mark hjá Jóhannesi og klárlega eitt af mörkum sumarsins. Staðan var því orðin jöfn og áhorfendur upp á Skaga létu vel í sér heyra. En Keflvíkingar neituðu að gefa þetta frá sér og stálu sigrinum með marki á 83. mínútu leiksins. Jóhann Birnir átti þá sendingu inn í teig úr horni sem Magnús Þór Magnússon skallaði inn með miklum látum og krafti. Keflvíkingar unnu virkilega sætan sigur í fyrsta leik nýs þjálfara.Þorvaldur: Sýndum að við erum lið sem er tilbúið að sækja „Það er svekkjandi að skora tvö mörk en fá ekki neitt fyrir það. Sérstaklega vegna þess að við spiluðum vel í fyrri hálfleik og vorum að skapa okkur ágætis færi,“ sagði Þorvaldur Örlygsson, nýr þjálfari ÍA, eftir leikinn. „Vissulega áttum við misheppnaðar sendingar á köflum en við sýndum að við erum lið sem er tilbúið að sækja.“ „Það er ekki gott að fá á sig þrjú mörk en heilt yfir fannst mér vörnin fín. Markið hjá Jóa Kalla er eitt af þessum mörkum sem fólk borgar sig inná til þess að sjá,“ sagði Þorvaldur að lokum.Kristján: Með nýjum manni koma alltaf áherslubreytingar „Tilfinningin er nánast ólýsanleg, það að vinna hérna upp á Skaga er mikið afrek í hvert skipti sem það tekst. Þetta var stórglæsilegt líka hvernig við kláruðum þetta eftir að missa niður tveggja marka forystu,“ sagði Kristján Guðmundsson, þjálfari Keflavík eftir leikinn. „Skagamenn komu sterkir til baka, þeir ætluðu ekkert að láta valta yfir sig á heimavelli. Smá einbeitingaskortur í fyrsta markinu hjá þeim. En annað markið sem Jói skoraði er ekkert hægt að gera við. Alveg frábært hjá honum, hvernig hann notar vindinn og boltann.“ „Við gerðum örlitlar áherslubreytingar fyrir leikinn. Með nýjum manni koma alltaf einhverjar breytingar. Heilt yfir vorum við sterkari en það var virkilega ánægjulegt að ná í stiginn þrjú,“ sagði Kristján Guðmundsson í lokin. Pepsi Max-deild karla Mest lesið Ísland í átta liða úrslit eftir ótrúlega endurkomu Körfubolti Aðeins sjö lið í heiminum eytt meira en nýliðar Sunderland Enski boltinn „Ég hef aldrei séð Stjörnuna spila svona“ Íslenski boltinn Sara Björk áfram í Sádi-Arabíu Fótbolti „Ég er mjög þreyttur“ Íslenski boltinn „Mæli með að dómarar nái þessum hraða með boltann“ Íslenski boltinn Dildó-faraldurinn heldur áfram í WNBA Körfubolti Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Deila með sér stigunum Íslenski boltinn Leiknir selur táning til Serbíu Íslenski boltinn „Ég trúði ekki að þetta væri að gerast“ Sport Fleiri fréttir „Ég hef aldrei séð Stjörnuna spila svona“ „Ég er mjög þreyttur“ Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Deila með sér stigunum „Mæli með að dómarar nái þessum hraða með boltann“ Uppgjörið: Fram - Stjarnan 1-1 | Allir ósáttir eftir jafntefli Leiknir selur táning til Serbíu Markametið hans Patricks Pedersen í tölum Sjáðu Pedersen bæta metið og Skagamenn jafna með skrýtnum mörkum Uppgjör: ÍA - Valur 2-2 | Skaginn náði í stig með ótrúlegu marki Hansen hamingjusamur í Víkinni næstu árin Tryggvi þurfti að bíða í 257 daga eftir að bæta metið „Margir sem voru tilbúnir að koma honum fyrir kattarnef fyrir mig“ Natasha með slitið krossband Kári reynir að hjálpa HK upp um deild „Báðir endar vallarins mættu vera betri“ „Skemmtilegra þegar vel gengur“ Uppgjörið: Valur - Breiðablik 0-3 | Létt verk fyrir meistarana Sjáðu umdeilda vítadóminn og sigurmarkið sem var dæmt af Sjáðu tvennu Sigurðar og snögg svör Víkinga Tómas Bent seldur til Skotlands Sigurður grautfúll: „Líður eins og við höfum tapað þessum leik“ „Dómur af himnum ofan“ Þurfa þrjú stig „ef við ætlum ekki að lenda í veseni“ „Ég veit ekkert hverjir þetta voru“ „Alltaf gaman að skora fyrir uppeldisfélagið“ Uppgjörið: FH - Víkingur 2-2 | Forza ragazzi! Uppgjör: Breiðablik - KA 1-1 | Umdeild vítaspyrna tryggði Íslandsmeisturunum stig „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ „Ég vona að tjaldið mitt sé ennþá þarna, það verður gaman í kvöld“ Sjá meira
Keflavík vann ÍA í mikilvægum botnbaráttuslag í Pepsi-deild karla. Bæði lið voru nýbúin að skipta um þjálfara. Magnús Þór Magnússon skoraði sigurmark Keflavíkur undir lok leiksins úr skalla eftir hornspyrnu. Keflavík hafði komist 2-0 yfir en heimamenn jöfnuðu metin snemma í síðari hálfleik með stórglæsilegu marki Jóhannesar Karls Guðjónssonar úr aukaspyrnu. Kristján Guðmundsson byrjar því vel í sínum fyrsta leik eftir að hann tók við Keflavík á nýjan leik. Þorvaldur Örlygsson stýrði ÍA í fyrsta sinn í kvöld. Leikurinn byrjaði með látum og voru gestirnir ekki lengi að setja mark sitt á leikinn. Strax á 13. mínútu skoraði Hörður Sveinsson, sóknarmaður Keflavíkur, fyrsta mark leiksins. Jóhann Birnir Guðmundsson tók hornspyrnu sem Skagamenn hreinsuðu frá en boltinn barst aftur inn í teig. Eftir smá barning náði Hörður að skora. Vörnin hjá ÍA var alveg út á túni í þessu marki. Vörn Skagamanna var skelfileg á upphafsmínútum leiksins og Keflvíkingar skoruðu sitt annað mark á 16. mínútu. Þar var Arnór Ingvi Traustason að verki eftir sendingu frá Jóhanni Birni. Arnór átti fast skot fyrir utan teig sem hafnaði í stöng og inn. Virkilega vel gert hjá Arnóri sem átti góðan leik. Skagamenn sýndu þó karakter og komu til baka eftir rothöggið í upphafi. Á 25. mínútu átti Jón Vilhelm Ákason hornspyrnu sem Ármann Smári skallaði að marki en Keflvíkingar björguðu á línu. Boltinn barst aftur til Jóns sem sendi boltann strax fyrir. Þar var Ármann aftur réttur maður á réttum stað og skallaði boltann inn. Á 50. mínútu fengu heimamenn aukaspyrnu. Fyrirliðinn Jóhannes Karl Guðjónsson tekur þá til sinna ráða og hamraði boltann inn af 35 metra færi, algjörlega óverjandi fyrir David Peerce í marki Keflavíkur. Glæsilegt mark hjá Jóhannesi og klárlega eitt af mörkum sumarsins. Staðan var því orðin jöfn og áhorfendur upp á Skaga létu vel í sér heyra. En Keflvíkingar neituðu að gefa þetta frá sér og stálu sigrinum með marki á 83. mínútu leiksins. Jóhann Birnir átti þá sendingu inn í teig úr horni sem Magnús Þór Magnússon skallaði inn með miklum látum og krafti. Keflvíkingar unnu virkilega sætan sigur í fyrsta leik nýs þjálfara.Þorvaldur: Sýndum að við erum lið sem er tilbúið að sækja „Það er svekkjandi að skora tvö mörk en fá ekki neitt fyrir það. Sérstaklega vegna þess að við spiluðum vel í fyrri hálfleik og vorum að skapa okkur ágætis færi,“ sagði Þorvaldur Örlygsson, nýr þjálfari ÍA, eftir leikinn. „Vissulega áttum við misheppnaðar sendingar á köflum en við sýndum að við erum lið sem er tilbúið að sækja.“ „Það er ekki gott að fá á sig þrjú mörk en heilt yfir fannst mér vörnin fín. Markið hjá Jóa Kalla er eitt af þessum mörkum sem fólk borgar sig inná til þess að sjá,“ sagði Þorvaldur að lokum.Kristján: Með nýjum manni koma alltaf áherslubreytingar „Tilfinningin er nánast ólýsanleg, það að vinna hérna upp á Skaga er mikið afrek í hvert skipti sem það tekst. Þetta var stórglæsilegt líka hvernig við kláruðum þetta eftir að missa niður tveggja marka forystu,“ sagði Kristján Guðmundsson, þjálfari Keflavík eftir leikinn. „Skagamenn komu sterkir til baka, þeir ætluðu ekkert að láta valta yfir sig á heimavelli. Smá einbeitingaskortur í fyrsta markinu hjá þeim. En annað markið sem Jói skoraði er ekkert hægt að gera við. Alveg frábært hjá honum, hvernig hann notar vindinn og boltann.“ „Við gerðum örlitlar áherslubreytingar fyrir leikinn. Með nýjum manni koma alltaf einhverjar breytingar. Heilt yfir vorum við sterkari en það var virkilega ánægjulegt að ná í stiginn þrjú,“ sagði Kristján Guðmundsson í lokin.
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Ísland í átta liða úrslit eftir ótrúlega endurkomu Körfubolti Aðeins sjö lið í heiminum eytt meira en nýliðar Sunderland Enski boltinn „Ég hef aldrei séð Stjörnuna spila svona“ Íslenski boltinn Sara Björk áfram í Sádi-Arabíu Fótbolti „Ég er mjög þreyttur“ Íslenski boltinn „Mæli með að dómarar nái þessum hraða með boltann“ Íslenski boltinn Dildó-faraldurinn heldur áfram í WNBA Körfubolti Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Deila með sér stigunum Íslenski boltinn Leiknir selur táning til Serbíu Íslenski boltinn „Ég trúði ekki að þetta væri að gerast“ Sport Fleiri fréttir „Ég hef aldrei séð Stjörnuna spila svona“ „Ég er mjög þreyttur“ Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Deila með sér stigunum „Mæli með að dómarar nái þessum hraða með boltann“ Uppgjörið: Fram - Stjarnan 1-1 | Allir ósáttir eftir jafntefli Leiknir selur táning til Serbíu Markametið hans Patricks Pedersen í tölum Sjáðu Pedersen bæta metið og Skagamenn jafna með skrýtnum mörkum Uppgjör: ÍA - Valur 2-2 | Skaginn náði í stig með ótrúlegu marki Hansen hamingjusamur í Víkinni næstu árin Tryggvi þurfti að bíða í 257 daga eftir að bæta metið „Margir sem voru tilbúnir að koma honum fyrir kattarnef fyrir mig“ Natasha með slitið krossband Kári reynir að hjálpa HK upp um deild „Báðir endar vallarins mættu vera betri“ „Skemmtilegra þegar vel gengur“ Uppgjörið: Valur - Breiðablik 0-3 | Létt verk fyrir meistarana Sjáðu umdeilda vítadóminn og sigurmarkið sem var dæmt af Sjáðu tvennu Sigurðar og snögg svör Víkinga Tómas Bent seldur til Skotlands Sigurður grautfúll: „Líður eins og við höfum tapað þessum leik“ „Dómur af himnum ofan“ Þurfa þrjú stig „ef við ætlum ekki að lenda í veseni“ „Ég veit ekkert hverjir þetta voru“ „Alltaf gaman að skora fyrir uppeldisfélagið“ Uppgjörið: FH - Víkingur 2-2 | Forza ragazzi! Uppgjör: Breiðablik - KA 1-1 | Umdeild vítaspyrna tryggði Íslandsmeisturunum stig „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ „Ég vona að tjaldið mitt sé ennþá þarna, það verður gaman í kvöld“ Sjá meira