Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: ÍA - Keflavík 2-3 | Magnús Þór hetja Keflavíkur Sigmar Sigfússon á Akranesi skrifar 24. júní 2013 12:23 Þorvaldur stýrir liði ÍA í fyrsta skipti í kvöld. Keflavík vann ÍA í mikilvægum botnbaráttuslag í Pepsi-deild karla. Bæði lið voru nýbúin að skipta um þjálfara. Magnús Þór Magnússon skoraði sigurmark Keflavíkur undir lok leiksins úr skalla eftir hornspyrnu. Keflavík hafði komist 2-0 yfir en heimamenn jöfnuðu metin snemma í síðari hálfleik með stórglæsilegu marki Jóhannesar Karls Guðjónssonar úr aukaspyrnu. Kristján Guðmundsson byrjar því vel í sínum fyrsta leik eftir að hann tók við Keflavík á nýjan leik. Þorvaldur Örlygsson stýrði ÍA í fyrsta sinn í kvöld. Leikurinn byrjaði með látum og voru gestirnir ekki lengi að setja mark sitt á leikinn. Strax á 13. mínútu skoraði Hörður Sveinsson, sóknarmaður Keflavíkur, fyrsta mark leiksins. Jóhann Birnir Guðmundsson tók hornspyrnu sem Skagamenn hreinsuðu frá en boltinn barst aftur inn í teig. Eftir smá barning náði Hörður að skora. Vörnin hjá ÍA var alveg út á túni í þessu marki. Vörn Skagamanna var skelfileg á upphafsmínútum leiksins og Keflvíkingar skoruðu sitt annað mark á 16. mínútu. Þar var Arnór Ingvi Traustason að verki eftir sendingu frá Jóhanni Birni. Arnór átti fast skot fyrir utan teig sem hafnaði í stöng og inn. Virkilega vel gert hjá Arnóri sem átti góðan leik. Skagamenn sýndu þó karakter og komu til baka eftir rothöggið í upphafi. Á 25. mínútu átti Jón Vilhelm Ákason hornspyrnu sem Ármann Smári skallaði að marki en Keflvíkingar björguðu á línu. Boltinn barst aftur til Jóns sem sendi boltann strax fyrir. Þar var Ármann aftur réttur maður á réttum stað og skallaði boltann inn. Á 50. mínútu fengu heimamenn aukaspyrnu. Fyrirliðinn Jóhannes Karl Guðjónsson tekur þá til sinna ráða og hamraði boltann inn af 35 metra færi, algjörlega óverjandi fyrir David Peerce í marki Keflavíkur. Glæsilegt mark hjá Jóhannesi og klárlega eitt af mörkum sumarsins. Staðan var því orðin jöfn og áhorfendur upp á Skaga létu vel í sér heyra. En Keflvíkingar neituðu að gefa þetta frá sér og stálu sigrinum með marki á 83. mínútu leiksins. Jóhann Birnir átti þá sendingu inn í teig úr horni sem Magnús Þór Magnússon skallaði inn með miklum látum og krafti. Keflvíkingar unnu virkilega sætan sigur í fyrsta leik nýs þjálfara.Þorvaldur: Sýndum að við erum lið sem er tilbúið að sækja „Það er svekkjandi að skora tvö mörk en fá ekki neitt fyrir það. Sérstaklega vegna þess að við spiluðum vel í fyrri hálfleik og vorum að skapa okkur ágætis færi,“ sagði Þorvaldur Örlygsson, nýr þjálfari ÍA, eftir leikinn. „Vissulega áttum við misheppnaðar sendingar á köflum en við sýndum að við erum lið sem er tilbúið að sækja.“ „Það er ekki gott að fá á sig þrjú mörk en heilt yfir fannst mér vörnin fín. Markið hjá Jóa Kalla er eitt af þessum mörkum sem fólk borgar sig inná til þess að sjá,“ sagði Þorvaldur að lokum.Kristján: Með nýjum manni koma alltaf áherslubreytingar „Tilfinningin er nánast ólýsanleg, það að vinna hérna upp á Skaga er mikið afrek í hvert skipti sem það tekst. Þetta var stórglæsilegt líka hvernig við kláruðum þetta eftir að missa niður tveggja marka forystu,“ sagði Kristján Guðmundsson, þjálfari Keflavík eftir leikinn. „Skagamenn komu sterkir til baka, þeir ætluðu ekkert að láta valta yfir sig á heimavelli. Smá einbeitingaskortur í fyrsta markinu hjá þeim. En annað markið sem Jói skoraði er ekkert hægt að gera við. Alveg frábært hjá honum, hvernig hann notar vindinn og boltann.“ „Við gerðum örlitlar áherslubreytingar fyrir leikinn. Með nýjum manni koma alltaf einhverjar breytingar. Heilt yfir vorum við sterkari en það var virkilega ánægjulegt að ná í stiginn þrjú,“ sagði Kristján Guðmundsson í lokin. Pepsi Max-deild karla Mest lesið Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Fótbolti Haaland skoraði fimm í tíu marka sigri Noregs Fótbolti Uppgjörið: Frakkland - Ísland 2-1 | Grátlegt tap í París eftir hetjulega baráttu Fótbolti Arnar eftir tapið súra í París: „Hef þroskast svo mikið” Fótbolti Breiðablik hafnaði tilboði í Ágúst Orra Íslenski boltinn Einkunnir Íslands: Andri Lucas bestur í grátlegu tapi í París Fótbolti Sársvekktur Andri Lucas: „Ég eiginlega veit ekki hvað hann dæmir á“ Fótbolti „Þetta mark átti klárlega að fá að standa“ Fótbolti „Frammistaða sem við getum svo sannarlega byggt ofan á“ Fótbolti Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti Fleiri fréttir Breiðablik hafnaði tilboði í Ágúst Orra Bestu mörkin: Getur reynslumesti þjálfarinn ekki leyst úr þessu? Sjáðu FHL sækja stig gegn Þrótti Uppgjörið: Þróttur - FHL 2-2 | Jafnt í Laugardalnum Innlit í löngu úrelta klefa Íslands sem Ceferin vill láta taka í gegn Uppgjörið: Stjarnan - Þór/KA 4-1 | Stjarnan upp í efri hlutann Þróttur lánar sextán ára strák til Inter Milan Hetja Blika: „Einn leikur í einu“ „Betra fótboltaliðið tapaði í dag“ Sameiginlegt lið Grindavíkur og Njarðvíkur upp í Bestu eftir ótrúlegan sigur Uppgjör: Víkingur - Valur 3-2 | Víkingur náði í dýrmæt stig í fallbarátunni Uppgjörið: Breiðablik - FH 2-1 | Ótrúleg endurkoma og Blikar að stinga af Uppgjörið: Tindastóll - Fram 1-0 | Lífsnauðsynlegur sigur Stólanna Valsmenn semja við einn markahæsta leikmanninn í Lengjunni Mættust í fótboltagolfi fyrir stórleik kvöldsins Blindraþraut fyrir risaleik: „Þetta er svo vandræðalegt“ Gummi Ben reiður: „Hvað í andskotanum er að hjá Stjörnunni?“ Gagnrýna meðferðina á Gylfa Sig: „Mér finnst þetta vera óskiljanlegt“ „Er ekki alltaf dæmt á þetta?“ Valsmenn án þriggja lykilmanna í leiknum mikilvæga gegn Stjörnunni „Þær eru hræddar við hana“ Segja Römer klára tímabilið með KA Enn einn Íslendingurinn til Kristianstad Öll mörkin í Bestu: Allt brjálað í stórleiknum og umdeilt sigurmark FH Uppgjörið: Stjarnan - KA 3-2 | Guðmundur Baldvin fullkomnaði endurkomu Stjörnunnar með flautumarki Uppgjörið: Fram - Valur 2-1 | Fram stal sigrinum gegn toppliðinu Uppgjörið: Víkingur - Breiðablik 2-2 | Tíu Blikar nældu í sterkt stig á erfiðum útivelli Sigurður Bjartur með umdeilt sigurmark Uppgjör: ÍBV-ÍA 2-0 | Eyjamenn upp í efri hlutann Uppgjörið: Vestri – KR 1-1 | Hvorugt liðið náði í sigurinn sem þurfti Sjá meira
Keflavík vann ÍA í mikilvægum botnbaráttuslag í Pepsi-deild karla. Bæði lið voru nýbúin að skipta um þjálfara. Magnús Þór Magnússon skoraði sigurmark Keflavíkur undir lok leiksins úr skalla eftir hornspyrnu. Keflavík hafði komist 2-0 yfir en heimamenn jöfnuðu metin snemma í síðari hálfleik með stórglæsilegu marki Jóhannesar Karls Guðjónssonar úr aukaspyrnu. Kristján Guðmundsson byrjar því vel í sínum fyrsta leik eftir að hann tók við Keflavík á nýjan leik. Þorvaldur Örlygsson stýrði ÍA í fyrsta sinn í kvöld. Leikurinn byrjaði með látum og voru gestirnir ekki lengi að setja mark sitt á leikinn. Strax á 13. mínútu skoraði Hörður Sveinsson, sóknarmaður Keflavíkur, fyrsta mark leiksins. Jóhann Birnir Guðmundsson tók hornspyrnu sem Skagamenn hreinsuðu frá en boltinn barst aftur inn í teig. Eftir smá barning náði Hörður að skora. Vörnin hjá ÍA var alveg út á túni í þessu marki. Vörn Skagamanna var skelfileg á upphafsmínútum leiksins og Keflvíkingar skoruðu sitt annað mark á 16. mínútu. Þar var Arnór Ingvi Traustason að verki eftir sendingu frá Jóhanni Birni. Arnór átti fast skot fyrir utan teig sem hafnaði í stöng og inn. Virkilega vel gert hjá Arnóri sem átti góðan leik. Skagamenn sýndu þó karakter og komu til baka eftir rothöggið í upphafi. Á 25. mínútu átti Jón Vilhelm Ákason hornspyrnu sem Ármann Smári skallaði að marki en Keflvíkingar björguðu á línu. Boltinn barst aftur til Jóns sem sendi boltann strax fyrir. Þar var Ármann aftur réttur maður á réttum stað og skallaði boltann inn. Á 50. mínútu fengu heimamenn aukaspyrnu. Fyrirliðinn Jóhannes Karl Guðjónsson tekur þá til sinna ráða og hamraði boltann inn af 35 metra færi, algjörlega óverjandi fyrir David Peerce í marki Keflavíkur. Glæsilegt mark hjá Jóhannesi og klárlega eitt af mörkum sumarsins. Staðan var því orðin jöfn og áhorfendur upp á Skaga létu vel í sér heyra. En Keflvíkingar neituðu að gefa þetta frá sér og stálu sigrinum með marki á 83. mínútu leiksins. Jóhann Birnir átti þá sendingu inn í teig úr horni sem Magnús Þór Magnússon skallaði inn með miklum látum og krafti. Keflvíkingar unnu virkilega sætan sigur í fyrsta leik nýs þjálfara.Þorvaldur: Sýndum að við erum lið sem er tilbúið að sækja „Það er svekkjandi að skora tvö mörk en fá ekki neitt fyrir það. Sérstaklega vegna þess að við spiluðum vel í fyrri hálfleik og vorum að skapa okkur ágætis færi,“ sagði Þorvaldur Örlygsson, nýr þjálfari ÍA, eftir leikinn. „Vissulega áttum við misheppnaðar sendingar á köflum en við sýndum að við erum lið sem er tilbúið að sækja.“ „Það er ekki gott að fá á sig þrjú mörk en heilt yfir fannst mér vörnin fín. Markið hjá Jóa Kalla er eitt af þessum mörkum sem fólk borgar sig inná til þess að sjá,“ sagði Þorvaldur að lokum.Kristján: Með nýjum manni koma alltaf áherslubreytingar „Tilfinningin er nánast ólýsanleg, það að vinna hérna upp á Skaga er mikið afrek í hvert skipti sem það tekst. Þetta var stórglæsilegt líka hvernig við kláruðum þetta eftir að missa niður tveggja marka forystu,“ sagði Kristján Guðmundsson, þjálfari Keflavík eftir leikinn. „Skagamenn komu sterkir til baka, þeir ætluðu ekkert að láta valta yfir sig á heimavelli. Smá einbeitingaskortur í fyrsta markinu hjá þeim. En annað markið sem Jói skoraði er ekkert hægt að gera við. Alveg frábært hjá honum, hvernig hann notar vindinn og boltann.“ „Við gerðum örlitlar áherslubreytingar fyrir leikinn. Með nýjum manni koma alltaf einhverjar breytingar. Heilt yfir vorum við sterkari en það var virkilega ánægjulegt að ná í stiginn þrjú,“ sagði Kristján Guðmundsson í lokin.
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Fótbolti Haaland skoraði fimm í tíu marka sigri Noregs Fótbolti Uppgjörið: Frakkland - Ísland 2-1 | Grátlegt tap í París eftir hetjulega baráttu Fótbolti Arnar eftir tapið súra í París: „Hef þroskast svo mikið” Fótbolti Breiðablik hafnaði tilboði í Ágúst Orra Íslenski boltinn Einkunnir Íslands: Andri Lucas bestur í grátlegu tapi í París Fótbolti Sársvekktur Andri Lucas: „Ég eiginlega veit ekki hvað hann dæmir á“ Fótbolti „Þetta mark átti klárlega að fá að standa“ Fótbolti „Frammistaða sem við getum svo sannarlega byggt ofan á“ Fótbolti Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti Fleiri fréttir Breiðablik hafnaði tilboði í Ágúst Orra Bestu mörkin: Getur reynslumesti þjálfarinn ekki leyst úr þessu? Sjáðu FHL sækja stig gegn Þrótti Uppgjörið: Þróttur - FHL 2-2 | Jafnt í Laugardalnum Innlit í löngu úrelta klefa Íslands sem Ceferin vill láta taka í gegn Uppgjörið: Stjarnan - Þór/KA 4-1 | Stjarnan upp í efri hlutann Þróttur lánar sextán ára strák til Inter Milan Hetja Blika: „Einn leikur í einu“ „Betra fótboltaliðið tapaði í dag“ Sameiginlegt lið Grindavíkur og Njarðvíkur upp í Bestu eftir ótrúlegan sigur Uppgjör: Víkingur - Valur 3-2 | Víkingur náði í dýrmæt stig í fallbarátunni Uppgjörið: Breiðablik - FH 2-1 | Ótrúleg endurkoma og Blikar að stinga af Uppgjörið: Tindastóll - Fram 1-0 | Lífsnauðsynlegur sigur Stólanna Valsmenn semja við einn markahæsta leikmanninn í Lengjunni Mættust í fótboltagolfi fyrir stórleik kvöldsins Blindraþraut fyrir risaleik: „Þetta er svo vandræðalegt“ Gummi Ben reiður: „Hvað í andskotanum er að hjá Stjörnunni?“ Gagnrýna meðferðina á Gylfa Sig: „Mér finnst þetta vera óskiljanlegt“ „Er ekki alltaf dæmt á þetta?“ Valsmenn án þriggja lykilmanna í leiknum mikilvæga gegn Stjörnunni „Þær eru hræddar við hana“ Segja Römer klára tímabilið með KA Enn einn Íslendingurinn til Kristianstad Öll mörkin í Bestu: Allt brjálað í stórleiknum og umdeilt sigurmark FH Uppgjörið: Stjarnan - KA 3-2 | Guðmundur Baldvin fullkomnaði endurkomu Stjörnunnar með flautumarki Uppgjörið: Fram - Valur 2-1 | Fram stal sigrinum gegn toppliðinu Uppgjörið: Víkingur - Breiðablik 2-2 | Tíu Blikar nældu í sterkt stig á erfiðum útivelli Sigurður Bjartur með umdeilt sigurmark Uppgjör: ÍBV-ÍA 2-0 | Eyjamenn upp í efri hlutann Uppgjörið: Vestri – KR 1-1 | Hvorugt liðið náði í sigurinn sem þurfti Sjá meira
Uppgjörið: Stjarnan - KA 3-2 | Guðmundur Baldvin fullkomnaði endurkomu Stjörnunnar með flautumarki