Stúlkurnar köstuðu frá sér tösku með fartölvu og síma á miðjum flótta Valur Grettisson skrifar 24. júní 2013 16:09 Frá vettvangi í nótt. Mynd/Pressphoto.biz Önnur stúlkan sem flúði lögregluna á léttu bifhjóli ásamt vinkonu sinni, kastaði frá sér tösku sem reyndist innihalda fartölvu, síma og fleira samkvæmt upplýsingum frá lögreglu. Það var laust fyrir miðnætti sem lögreglan veitti númerslausu léttu bifhjóli eftirtekt, en því var ekið eftir gangstétt á Krókhálsi. Á hjólinu voru ökumaður og farþegi. Lögreglumenn hugðust ræða við ökumann hjólsins, en hann sinnti ekki stöðvunarmerkjum og hélt áfram akstri. Nærstaddar lögreglubifreiðar voru kallaðar til þar sem fullsýnt þótti að ökumaðurinn myndi ekki stöðva aksturinn og ítrekað var reynt að stöðva akstur hjólsins, meðal annars með því að leggja lögreglubifreiðunum þannig að erfitt yrði að komast framhjá þeim, en það dugði ekki til. Hjólinu var að lokum ekið utan í ljósastaur og við það féllu ökumaður og farþegi af því. Í ljós kom að þarna voru á ferð tvær unglingsstúlkur. Þær létu ófriðlega og veittust að lögreglumönnunum og neituðu að segja á sér deili samkvæmt lögreglunni. Síðar kom í ljós að þær voru fæddar 1999. Stúlkurnar sluppu ómeiddar, en voru til öryggis fluttar til skoðunar á slysadeild þangað sem foreldar þeirra sóttu þær. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglu kom í ljós að tölvan og síminn var í þeirra eigu. Aðstandandi annarar stúlkunnar sendi fréttastofu póst þar sem því var haldið fram að lögreglan hefði beitt stúlkurnar harðræði. Þar er því meðal annars haldið fram að lögreglan hafi sparkað í eina stúlkuna þar sem hún lá á jörðinni. Svo sagði í póstinum: „Sú sem ók hjólinu rotaðist og þurfti að kasta upp en lögreglan sinnti því á engann hátt. Tek það fram að þetta eru 13 ára gömul börn.“ Fréttaljósmyndari var á vettvangi en í samtali við fréttastofu sagðist sá ekki hafa orðið vitni af því að stúlkurnar hafi verið beittar slíku ofbeldi. Aðstandandinn vildi ekki tjá sig frekar um málið við fréttastofu þegar eftir því var leitað. Mest lesið Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Erlent Fyrsta árinu af fjórum lokið Erlent Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Innlent Rauð norðurljós vegna kórónugoss Innlent Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Innlent Ingibjörg býður sig fram í formanninn Innlent Skutu flugskeytum fyrir tólf milljarða á einni nóttu Erlent Fjórar hákarlaárásir á aðeins 48 klukkustundum Erlent Þrír fullir Íslendingar lausir úr haldi Innlent Vöruðu við slæmum skilyrðum á brautinni Erlent Fleiri fréttir Borgarstjórn biður vöggustofubörnin afsökunar Eldgos á næstu vikum enn líklegasta niðurstaðan Sjö tilkynningar um heimilisofbeldi að jafnaði á dag „Ekki gott að fólk sé endalaust að sulla svona í víni“ Styrkleiki að formaður Framsóknar eigi sæti á þingi Þrjátíu á slysadeild vegna hálku og sjúkrabílar á leiðinni með fleiri Mannréttindaráðið ræðir Íran að frumkvæði Íslands Fimm starfslokasamningar kostað Hafró 35 milljónir Ögranir Trumps halda áfram og tugir leituðu á bráðamóttöku í hálkunni Á þriðja tug á bráðamóttöku vegna hálkuslysa Ingibjörg býður sig fram í formanninn Þrír fullir Íslendingar lausir úr haldi Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Sandra tekin við af Guðbrandi Flughált í höfuðborginni og víðar um land Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Sænski herinn með viðbúnað á Íslandi Loðnuvertíð hafin og floti farinn til loðnumælinga Deilt um verðhækkanir Veitna Veita hjúkrunarheimilum ráðgjöf vikulega vegna drykkju eldri borgara Ráðherra hafi gefið veiðileyfi á sig Rauð norðurljós vegna kórónugoss Hljóp á sig Vegagerðin ræðst í úrbætur á slysstað banaslyss Össur um öryggismálin, vandi vinstrisins og falin fíkn eldri borgara Íslendingur handtekinn á EM Ráðuneytið vill að fleiri bjóði sig fram Ólafur sakar Ingu um að vera sjúka í að láta mynda sig við skóflustungur „Dapurlegt að gera ákvarðanirnar tortryggilegar“ Hundaeigendur hvattir til að vera á varðbergi Sjá meira
Önnur stúlkan sem flúði lögregluna á léttu bifhjóli ásamt vinkonu sinni, kastaði frá sér tösku sem reyndist innihalda fartölvu, síma og fleira samkvæmt upplýsingum frá lögreglu. Það var laust fyrir miðnætti sem lögreglan veitti númerslausu léttu bifhjóli eftirtekt, en því var ekið eftir gangstétt á Krókhálsi. Á hjólinu voru ökumaður og farþegi. Lögreglumenn hugðust ræða við ökumann hjólsins, en hann sinnti ekki stöðvunarmerkjum og hélt áfram akstri. Nærstaddar lögreglubifreiðar voru kallaðar til þar sem fullsýnt þótti að ökumaðurinn myndi ekki stöðva aksturinn og ítrekað var reynt að stöðva akstur hjólsins, meðal annars með því að leggja lögreglubifreiðunum þannig að erfitt yrði að komast framhjá þeim, en það dugði ekki til. Hjólinu var að lokum ekið utan í ljósastaur og við það féllu ökumaður og farþegi af því. Í ljós kom að þarna voru á ferð tvær unglingsstúlkur. Þær létu ófriðlega og veittust að lögreglumönnunum og neituðu að segja á sér deili samkvæmt lögreglunni. Síðar kom í ljós að þær voru fæddar 1999. Stúlkurnar sluppu ómeiddar, en voru til öryggis fluttar til skoðunar á slysadeild þangað sem foreldar þeirra sóttu þær. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglu kom í ljós að tölvan og síminn var í þeirra eigu. Aðstandandi annarar stúlkunnar sendi fréttastofu póst þar sem því var haldið fram að lögreglan hefði beitt stúlkurnar harðræði. Þar er því meðal annars haldið fram að lögreglan hafi sparkað í eina stúlkuna þar sem hún lá á jörðinni. Svo sagði í póstinum: „Sú sem ók hjólinu rotaðist og þurfti að kasta upp en lögreglan sinnti því á engann hátt. Tek það fram að þetta eru 13 ára gömul börn.“ Fréttaljósmyndari var á vettvangi en í samtali við fréttastofu sagðist sá ekki hafa orðið vitni af því að stúlkurnar hafi verið beittar slíku ofbeldi. Aðstandandinn vildi ekki tjá sig frekar um málið við fréttastofu þegar eftir því var leitað.
Mest lesið Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Erlent Fyrsta árinu af fjórum lokið Erlent Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Innlent Rauð norðurljós vegna kórónugoss Innlent Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Innlent Ingibjörg býður sig fram í formanninn Innlent Skutu flugskeytum fyrir tólf milljarða á einni nóttu Erlent Fjórar hákarlaárásir á aðeins 48 klukkustundum Erlent Þrír fullir Íslendingar lausir úr haldi Innlent Vöruðu við slæmum skilyrðum á brautinni Erlent Fleiri fréttir Borgarstjórn biður vöggustofubörnin afsökunar Eldgos á næstu vikum enn líklegasta niðurstaðan Sjö tilkynningar um heimilisofbeldi að jafnaði á dag „Ekki gott að fólk sé endalaust að sulla svona í víni“ Styrkleiki að formaður Framsóknar eigi sæti á þingi Þrjátíu á slysadeild vegna hálku og sjúkrabílar á leiðinni með fleiri Mannréttindaráðið ræðir Íran að frumkvæði Íslands Fimm starfslokasamningar kostað Hafró 35 milljónir Ögranir Trumps halda áfram og tugir leituðu á bráðamóttöku í hálkunni Á þriðja tug á bráðamóttöku vegna hálkuslysa Ingibjörg býður sig fram í formanninn Þrír fullir Íslendingar lausir úr haldi Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Sandra tekin við af Guðbrandi Flughált í höfuðborginni og víðar um land Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Sænski herinn með viðbúnað á Íslandi Loðnuvertíð hafin og floti farinn til loðnumælinga Deilt um verðhækkanir Veitna Veita hjúkrunarheimilum ráðgjöf vikulega vegna drykkju eldri borgara Ráðherra hafi gefið veiðileyfi á sig Rauð norðurljós vegna kórónugoss Hljóp á sig Vegagerðin ræðst í úrbætur á slysstað banaslyss Össur um öryggismálin, vandi vinstrisins og falin fíkn eldri borgara Íslendingur handtekinn á EM Ráðuneytið vill að fleiri bjóði sig fram Ólafur sakar Ingu um að vera sjúka í að láta mynda sig við skóflustungur „Dapurlegt að gera ákvarðanirnar tortryggilegar“ Hundaeigendur hvattir til að vera á varðbergi Sjá meira