Berst til síðasta blóðdropa Ingveldur Geirsdóttir skrifar 24. júní 2013 18:55 Hestamaður sem reið að Stjórnarráðinu í morgun og ætlaði að færa forsætisráðherra skæri til að klippa á strengina sem stýra honum og fíflabana til að reka fíflin sem eru í kringum hann í burtu segist blöskra ástandið í þjóðfélaginu. Vegna íbúðarláns er hann að missa allar eignir sínar, meðal annars hesta fjölskyldunnar. Í morgun reið Friðrik Helgason frá hesthúsahverfinu Heimsenda í Kópavogi að Alþingishúsinu og þá að Stjórnarráðinu með von um að hitta Sigmund Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra. Honum varð ekki að ósk sinni en hitti þess í stað lögreglumenn sem gerðu fararskjóta hans upptækann auk skæra og fíflabana sem hann ætlaði að færa ráðherra. „Ég ákvað að færa honum skæri svo hann geti klippt á strengina því að þetta eru auðsjáanlega stór hópur sem stýrir þessum drengjum. Þessi góði maður vill kannski framkvæma þessi loforð sem hann stóð fyrir og þá er ég að bjóða honum að gera það og nota svo fíflabanann til þess að losa sig við fíflin í kringum sig og standa við þessi loforð og þá verður hann þjóðhetja," segir Friðrik. Friðrik ætlaði einnig að afhenda forsætisráðherra bréf en í því skýrir hann stöðu sína og hvetur ráðherra til að standa strax við kosningaloforðið um að laga skuldastöðu heimilanna. „Mér bara blöskrar ástandið í þjóðfélaginu og búinn að fá alveg upp í kok af mjög langvarandi aðgerðarleysi sem nær alveg aftur í fyrri ríkisstjórn. Reiðin fór að ólga í mér þegar þeir fóru að bjarga bönkunum. Þau voru kosin til þess að bjarga heimilunum, voru með skjaldborg heimilanna en það var farið að bjarga bönkunum og allskonar fyrirtækjum. Nú kemur ný ríkisstjórn með svaka loforð og mér finnst ekkert vera að gerast þar." Eignir Friðriks hafa brunnið upp í verðbólgubálinu og nú er svo komið að það á að taka þær allar af honum, meðal annars nokkra hesta sem eru líf og yndi fjölskyldunnar. „Ég skulda 21 milljón króna, þegar við keyptum þessa íbúð hérna uppfrá og við borguðum tæpar níu milljónir í henni. Við stóðum alveg fram í rauðan dauðan í skilum og gáfust upp fyrir tæpu ári síðan. Ég er búinn að bjóða bankastjóranum að taka íbúðina sem við vorum að vinna fyrir, þessa litlu eign sem við áttum en hann vildi það ekki. Svo hafði hann samband eftir mánuð og sagði að hann væri tilbúinn að taka íbúðina, hjólið, mýrina fyrir austan og hestana en þá skuldaði ég honum rúmar níu milljónir þegar hann er búinn að fá allt saman. Hvaða sanngirni er þetta og svo eru þeir að aflétta einhverjum fleiri trilljónum af einhverjum sérhagsmuna hópum og elítum." Sem stendur er Friðrik atvinnulaus. Hann segist alltaf hafa unnið fyrir sínu hörðum höndum. Fyrir utan íbúðina er hann skuldlaus og hestamennskuna stundar hann mikið í skiptivinnu, m.a með því að járna og temja. „Ég vil vinna og róa þessari skútu áfram. Þeir ætla að taka allt af mér en ég er ekki tilbúinn að láta allt af hendi og flýja eins og einhver pokamaður til Noregs. En það er samt inn í myndinni ef þetta gengur svo langt en við ætlum að berjast fyrir þessu sem við eigum til síðasta blóðdropa," segir Friðrik. Mest lesið Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Innlent Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Innlent Hitinn víða yfir 50 stig og vatnsforðinn að þorna upp Erlent Brú skóf þakið af tveggja hæða rútu Erlent Lögreglan hugsi yfir Skildi Íslands: Eitt lögbrot verði ekki réttlætt með öðru Innlent Ekki hægt að draga ályktanir um hver varð manninum „líklegast“ að bana Innlent Laugavegurinn að „deyja úr velgengni“ Innlent Loftgæði mun betri á höfuðborgarsvæðinu Innlent Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Innlent Eldur í verslunarhúsnæði á Laugavegi Innlent Fleiri fréttir Lærði skriðsund á YouTube og syndir Ermarsund á morgun Sjálfsagt að taka málið fyrir: „Leysist ekkert sjálfkrafa við að ganga inn í Evrópusambandið“ Lögreglan hugsi yfir Skildi Íslands: Eitt lögbrot verði ekki réttlætt með öðru Eldur í verslunarhúsnæði á Laugavegi Play tekur dýfu í skugga afkomuviðvörunar og Njáll Trausti vill funda Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Laugavegurinn að „deyja úr velgengni“ Loftgæði mun betri á höfuðborgarsvæðinu Njáll Trausti vill fund hið fyrsta í atvinnuveganefnd Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Með vesen í miðborginni og á bráðamóttöku og síðar handtekinn vegna þjófnaðar Virknin bundin við einn gíg: Gasmengunar gæti orðið vart á Suðurlandi Ekki hægt að draga ályktanir um hver varð manninum „líklegast“ að bana Hvalreki í Vogum Gosmóðan gæti setið sem fastast fram á fimmtudag: „Menn verða að taka þetta alvarlega“ Hefur áhyggjur af málflutningi „taugaveiklaðrar“ stjórnarandstöðu Lokuð inni með lokað fyrir glugga í þrjá daga Fundurinn vonbrigði: „Þetta leikrit er hafið“ Búin að vera lokuð inni í þrjá daga vegna gosmóðunnar Vopnað rán og skartgripaþjófnaður í Reykjavík Einfaldlega nýnastistar sem þýði meira ofbeldi og átök Maðurinn sem lýst var eftir fundinn Fordæma Hamas og segja áform um „mannúðarborg“ óviðunandi Stofna grunnskóla fyrir einhverf börn í Garðabæ Loftgæði versnandi á gosstöðvunum Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Sex spænskar orrustuþotur á leið til landsins Hafa tapað tvö hundruð milljónum króna vegna fjársvika Hafa sótt um bráðabirgðaleyfi Vill vita hvaða samningar eru í undirbúningi gagnvart ESB Sjá meira
Hestamaður sem reið að Stjórnarráðinu í morgun og ætlaði að færa forsætisráðherra skæri til að klippa á strengina sem stýra honum og fíflabana til að reka fíflin sem eru í kringum hann í burtu segist blöskra ástandið í þjóðfélaginu. Vegna íbúðarláns er hann að missa allar eignir sínar, meðal annars hesta fjölskyldunnar. Í morgun reið Friðrik Helgason frá hesthúsahverfinu Heimsenda í Kópavogi að Alþingishúsinu og þá að Stjórnarráðinu með von um að hitta Sigmund Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra. Honum varð ekki að ósk sinni en hitti þess í stað lögreglumenn sem gerðu fararskjóta hans upptækann auk skæra og fíflabana sem hann ætlaði að færa ráðherra. „Ég ákvað að færa honum skæri svo hann geti klippt á strengina því að þetta eru auðsjáanlega stór hópur sem stýrir þessum drengjum. Þessi góði maður vill kannski framkvæma þessi loforð sem hann stóð fyrir og þá er ég að bjóða honum að gera það og nota svo fíflabanann til þess að losa sig við fíflin í kringum sig og standa við þessi loforð og þá verður hann þjóðhetja," segir Friðrik. Friðrik ætlaði einnig að afhenda forsætisráðherra bréf en í því skýrir hann stöðu sína og hvetur ráðherra til að standa strax við kosningaloforðið um að laga skuldastöðu heimilanna. „Mér bara blöskrar ástandið í þjóðfélaginu og búinn að fá alveg upp í kok af mjög langvarandi aðgerðarleysi sem nær alveg aftur í fyrri ríkisstjórn. Reiðin fór að ólga í mér þegar þeir fóru að bjarga bönkunum. Þau voru kosin til þess að bjarga heimilunum, voru með skjaldborg heimilanna en það var farið að bjarga bönkunum og allskonar fyrirtækjum. Nú kemur ný ríkisstjórn með svaka loforð og mér finnst ekkert vera að gerast þar." Eignir Friðriks hafa brunnið upp í verðbólgubálinu og nú er svo komið að það á að taka þær allar af honum, meðal annars nokkra hesta sem eru líf og yndi fjölskyldunnar. „Ég skulda 21 milljón króna, þegar við keyptum þessa íbúð hérna uppfrá og við borguðum tæpar níu milljónir í henni. Við stóðum alveg fram í rauðan dauðan í skilum og gáfust upp fyrir tæpu ári síðan. Ég er búinn að bjóða bankastjóranum að taka íbúðina sem við vorum að vinna fyrir, þessa litlu eign sem við áttum en hann vildi það ekki. Svo hafði hann samband eftir mánuð og sagði að hann væri tilbúinn að taka íbúðina, hjólið, mýrina fyrir austan og hestana en þá skuldaði ég honum rúmar níu milljónir þegar hann er búinn að fá allt saman. Hvaða sanngirni er þetta og svo eru þeir að aflétta einhverjum fleiri trilljónum af einhverjum sérhagsmuna hópum og elítum." Sem stendur er Friðrik atvinnulaus. Hann segist alltaf hafa unnið fyrir sínu hörðum höndum. Fyrir utan íbúðina er hann skuldlaus og hestamennskuna stundar hann mikið í skiptivinnu, m.a með því að járna og temja. „Ég vil vinna og róa þessari skútu áfram. Þeir ætla að taka allt af mér en ég er ekki tilbúinn að láta allt af hendi og flýja eins og einhver pokamaður til Noregs. En það er samt inn í myndinni ef þetta gengur svo langt en við ætlum að berjast fyrir þessu sem við eigum til síðasta blóðdropa," segir Friðrik.
Mest lesið Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Innlent Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Innlent Hitinn víða yfir 50 stig og vatnsforðinn að þorna upp Erlent Brú skóf þakið af tveggja hæða rútu Erlent Lögreglan hugsi yfir Skildi Íslands: Eitt lögbrot verði ekki réttlætt með öðru Innlent Ekki hægt að draga ályktanir um hver varð manninum „líklegast“ að bana Innlent Laugavegurinn að „deyja úr velgengni“ Innlent Loftgæði mun betri á höfuðborgarsvæðinu Innlent Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Innlent Eldur í verslunarhúsnæði á Laugavegi Innlent Fleiri fréttir Lærði skriðsund á YouTube og syndir Ermarsund á morgun Sjálfsagt að taka málið fyrir: „Leysist ekkert sjálfkrafa við að ganga inn í Evrópusambandið“ Lögreglan hugsi yfir Skildi Íslands: Eitt lögbrot verði ekki réttlætt með öðru Eldur í verslunarhúsnæði á Laugavegi Play tekur dýfu í skugga afkomuviðvörunar og Njáll Trausti vill funda Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Laugavegurinn að „deyja úr velgengni“ Loftgæði mun betri á höfuðborgarsvæðinu Njáll Trausti vill fund hið fyrsta í atvinnuveganefnd Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Með vesen í miðborginni og á bráðamóttöku og síðar handtekinn vegna þjófnaðar Virknin bundin við einn gíg: Gasmengunar gæti orðið vart á Suðurlandi Ekki hægt að draga ályktanir um hver varð manninum „líklegast“ að bana Hvalreki í Vogum Gosmóðan gæti setið sem fastast fram á fimmtudag: „Menn verða að taka þetta alvarlega“ Hefur áhyggjur af málflutningi „taugaveiklaðrar“ stjórnarandstöðu Lokuð inni með lokað fyrir glugga í þrjá daga Fundurinn vonbrigði: „Þetta leikrit er hafið“ Búin að vera lokuð inni í þrjá daga vegna gosmóðunnar Vopnað rán og skartgripaþjófnaður í Reykjavík Einfaldlega nýnastistar sem þýði meira ofbeldi og átök Maðurinn sem lýst var eftir fundinn Fordæma Hamas og segja áform um „mannúðarborg“ óviðunandi Stofna grunnskóla fyrir einhverf börn í Garðabæ Loftgæði versnandi á gosstöðvunum Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Sex spænskar orrustuþotur á leið til landsins Hafa tapað tvö hundruð milljónum króna vegna fjársvika Hafa sótt um bráðabirgðaleyfi Vill vita hvaða samningar eru í undirbúningi gagnvart ESB Sjá meira