Innlent

Ekkert ferðaveður fyrir þá sem eru með aftanívagna

athugið að myndin er úr safni.
athugið að myndin er úr safni.
Spáð er allhvassri eða hvassri (13-20 m/s) suðaustan átt í fyrramálið en stífri suðvestan átt V-til á fimmtudag samkvæmt upplýsingum sem finna á má á vef Veðurstofu Íslands.

Þar segir að Það lítur út fyrir að ekkert ferðaveður sé fyrir þá sem eru með aftanívagna.

Veðurspá sem gildir til klukkan sex annað kvöld er eftirfarandi:

Suðlæg eða breytileg átt, 3-10 m/s. Stöku skúrir. Vaxandi suðaustan átt sunnan- og vestantil á landinu seint í kvöld. Rigning þar í nótt. Suðaustan 8-20 m/s í fyrramálið, hvassast V-til. Dálítil rigning NA-til eftir hádegi. Suðvestan 8-15 og skúrir síðdegis. Hiti 8 til 19 stig að deginum, hlýjast NA-lands.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×