Innlent

Mikill reykur frá Hvalstöðinni

Í Hvalstöðinni eftir hádegi í dag. Mikinn reyk lagði frá stöðinni, eins og sést á þessari mynd.
Í Hvalstöðinni eftir hádegi í dag. Mikinn reyk lagði frá stöðinni, eins og sést á þessari mynd. Aðsend mynd
Svo virðist sem eldur hafi komið upp í Hvalstöðinni í Hvalfirði eftir hádegi í dag en gífurlega mikinn reyk lagði frá einu vinnuhúsinu, eins og sést á meðfylgjandi myndum.

Í samtali við fréttastofu sagði varðstjóri hjá lögreglunni í Borgarnesi að engin tilkynning um eldinn hefði borist embættinu. Og þá var slökkviliðið á Akranesi ekki kallað út í dag vegna málsins.

Af myndunum að dæma virðist sem starfsmenn Hvals hafi unnið að því að slökkva eldinn. Reykurinn sást langar leiðir í Hvalfirðinum.

 

Samkvæmt upplýsingum frá skrifstofu Hvals hf. veiddust tvær langreyðar í nótt, og tvær í hádeginu. Engar upplýsingar fengust um það hvers vegna þessi mikli reykur barst frá Hvalstöðinni.



Aðsend mynd



Fleiri fréttir

Sjá meira


×