Innlent

Ekki lífshættulega slösuð

Á vettvangi í dag
Á vettvangi í dag Mynd/365
Konan sem hlaut stunguáverka í Gnoðarvogi í dag er ekki lífshættulega slösuð, samkvæmt upplýsingum frá lögreglu.

Að minnsta kosti tveir menn voru handteknir eftir hádegi í dag í tengslum við málið. Ekki liggur fyrir hvort að mennirnir séu grunaðir um að hafa veitt konunni áverkana, eða hvort hún hafi hlotið þá með öðrum hætti. Þá fást ekki upplýsingar um það hjá lögreglu hvort þeir séu enn í haldi.

Lögreglan var með töluverðan viðbúnað í Gnoðarvoginum í dag. Rannsókn málsins stendur enn yfir, og verst lögregla allra frétta.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×