Innlent

Bátur í bobba

Mynd úr safni
Tveir björgunarbátar af höfuðborgarsvæðinu voru kallaðir um fjögur í dag vegna báts í vandræðum rétt sunnan við Gróttu.

Engin hætta er á ferðum en svo virðist sem vélin hafi bilað í bátnum. Búið er að kasta út akkeri sem hægir á reki bátsins.

Björgunarbátur mun taka þann bilaða í tog og draga inn til næstu hafnar á næstu mínútum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×