Löng bið eftir meðferð við átröskunum Hrund Þórsdóttir skrifar 25. júní 2013 18:45 Í húsnæði Hvítabandsins við Skólavörðustíg, er að meðaltali 70 til 80 átröskunarsjúklingum sinnt á ári. Þegar hafa borist 67 beiðnir á þessu ári, sem þó er ekki hálfnað. Sigurlaug María Jónsdóttir, teymisstjóri og sálfræðingur í átröskunarteymi Hvítabandsins, segir að nú séu 27 mál á bið. „Við sinnum öllum beiðnum eins fljótt og við getum en biðlistinn eins og er, er þrír til fjórir mánuðir, það er bara þannig, á meðan hann var fjórar til sex vikur í fyrra,“ segir hún. Spurð um skýringar segir Sigurlaug að opnað hafi verið fyrir möguleika á að sjúklingar leiti beint til teymisins auk þess sem nýjar verklagsreglur auðveldi fagfólki að greina átraskanir. Hún segir aukna bið geta haft slæm áhrif á sjúklingana. „Það tefur auðvitað meðferðina og að bati náist og við þurfum að forgangsraða málunum okkar núna. Við erum með mikið veika einstaklinga sem þurfa meiri vinnu og meðferð. Það hefur áhrif á þá sem eru minna veikir því þeir eru settir aftar á biðlistana okkar og það er þróun sem við höfum þurft að horfast í augu við í vetur.“ Soffía Dröfn Snæbjörnsdóttir var útskrifuð af Hvítabandinu nú í apríl. „Auðvitað er þetta virkilega erfitt og mikil átök en þetta eru snillingar þarna niðurfrá,“ segir Soffía um Hvítabandið. Hún segir sjúkdóminn mun alvarlegri en margir geri sér grein fyrir og tekur fram að gott væri að stækka deildina. Sigurlaug telur ekki mögulegt að deildin stækki eins og er. „Nei, ég hef ekki heyrt neitt talað um það. Það vantar alls staðar peninga,“ segir Sigurlaug. Mest lesið Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Innlent Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Innlent „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Innlent Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Erlent Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Erlent Með töskurnar fullar af marijúana Innlent Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Innlent Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Innlent Fleiri fréttir Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Húsbrot á höfuðborgarsvæðinu: Oft sama fólkið sem brýst ítrekað inn í fleiri fjölbýlishús „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Segir gott að brugðist var við með valdi og NATO þurfi að sýna styrk Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Hugsanlega verið að reyna á einingu NATO-ríkja Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Rússneskir drónar í pólskri lofthelgi og „sérstök“ ræða forseta Íslands Tekist á um hvort framlag í séreign sé launagreiðsla Mikill meirihluti óánægður með leigubílamarkaðinn „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Með töskurnar fullar af marijúana Umboðsmaður afgreiddi 566 mál og skilaði 21 áliti Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Handtekinn í miðborginni fyrir brot á vopnalögum Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Sjá meira
Í húsnæði Hvítabandsins við Skólavörðustíg, er að meðaltali 70 til 80 átröskunarsjúklingum sinnt á ári. Þegar hafa borist 67 beiðnir á þessu ári, sem þó er ekki hálfnað. Sigurlaug María Jónsdóttir, teymisstjóri og sálfræðingur í átröskunarteymi Hvítabandsins, segir að nú séu 27 mál á bið. „Við sinnum öllum beiðnum eins fljótt og við getum en biðlistinn eins og er, er þrír til fjórir mánuðir, það er bara þannig, á meðan hann var fjórar til sex vikur í fyrra,“ segir hún. Spurð um skýringar segir Sigurlaug að opnað hafi verið fyrir möguleika á að sjúklingar leiti beint til teymisins auk þess sem nýjar verklagsreglur auðveldi fagfólki að greina átraskanir. Hún segir aukna bið geta haft slæm áhrif á sjúklingana. „Það tefur auðvitað meðferðina og að bati náist og við þurfum að forgangsraða málunum okkar núna. Við erum með mikið veika einstaklinga sem þurfa meiri vinnu og meðferð. Það hefur áhrif á þá sem eru minna veikir því þeir eru settir aftar á biðlistana okkar og það er þróun sem við höfum þurft að horfast í augu við í vetur.“ Soffía Dröfn Snæbjörnsdóttir var útskrifuð af Hvítabandinu nú í apríl. „Auðvitað er þetta virkilega erfitt og mikil átök en þetta eru snillingar þarna niðurfrá,“ segir Soffía um Hvítabandið. Hún segir sjúkdóminn mun alvarlegri en margir geri sér grein fyrir og tekur fram að gott væri að stækka deildina. Sigurlaug telur ekki mögulegt að deildin stækki eins og er. „Nei, ég hef ekki heyrt neitt talað um það. Það vantar alls staðar peninga,“ segir Sigurlaug.
Mest lesið Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Innlent Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Innlent „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Innlent Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Erlent Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Erlent Með töskurnar fullar af marijúana Innlent Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Innlent Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Innlent Fleiri fréttir Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Húsbrot á höfuðborgarsvæðinu: Oft sama fólkið sem brýst ítrekað inn í fleiri fjölbýlishús „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Segir gott að brugðist var við með valdi og NATO þurfi að sýna styrk Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Hugsanlega verið að reyna á einingu NATO-ríkja Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Rússneskir drónar í pólskri lofthelgi og „sérstök“ ræða forseta Íslands Tekist á um hvort framlag í séreign sé launagreiðsla Mikill meirihluti óánægður með leigubílamarkaðinn „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Með töskurnar fullar af marijúana Umboðsmaður afgreiddi 566 mál og skilaði 21 áliti Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Handtekinn í miðborginni fyrir brot á vopnalögum Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Sjá meira