Merkel lofaði árangur Íslands Höskuldur Kári Schram í Berlín skrifar 26. júní 2013 13:09 Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, í viðtali við íslenska fjölmiðla í Berlín í dag. Myndirnar tók Rut Sigurðardóttir Angela Merkel, kanslari Þýskalands fór lofsamlegum orðum um endurreisn íslensks efnahagslífs á fundi med Ólafi Ragnari Grímssyni forseta Íslands í morgun. Merkel lýsti yfir áhuga á að sækja Ísland heim. Fundur Ólafs Ragns og Merkel stóð í tæpan hálftíma og sat Gunnar Bragi Sveinsson, utanríkisráðherra, einnig fundinn. Merkel gaf ekki kost á viðtali, hvorki fyrir né eftir fundinn. Ólafur Ragnar segir að fundurinn hafi verið mjög árangursríkur. „Mestur tíminn fór í að ræða norðurslóðir og þessi verkefni sem blasa við þar. Hún lýsti því skýrt yfir að Þýskaland myndi beita sér með nýjum hætti gagnvart norðurslóðum og sæi mikla möguleika um samvinnu við Ísland á þessum sviðum, bæði hvað snertir vísindarannsóknir og viðskipti,“ sagði Ólafur Ragnar eftir fundinn. Merkel bauð Sigmundi Davíð Gunnlaugssyni forsætisráðherra í heimsókn og lýsti ennfremur yfir áhuga á að sækja Ísland heim. Hún lofaði þann árangur sem náðst hefur í efnahagsmálum á Íslandi. „Svo fór hún líka mjög lofsamlegum orðum endurreisn íslensks efnahagslífs og gerði sér skýra grein fyrir því hvað erfið sú glíma hefði verið, hún hefði þurft að fást við lönd í suður-Evrópu á undanförnum árum, þannig hún þyrfti engar kennslustundir í því hve fjármálakreppa af þessu tagi væri erfitt verkefni,“ sagði Ólafur Ragnar.Töluðu þið eitthvað um Evrópusambandið, og aðildarumsókn Íslands? „Við töluðum lítillega um það, og hún lýsti fullum skilningi yfir afstöðu nýrra stjórnvalda á Íslandi, og afstöðu íslensku þjóðarinnar. Hún sagði að Evrópusambandið ætti nóg með þau ríki sem væru nú þegar innan sambandsins og þau vandamál sem þar væri við að glíma. Hún hefði fullan skilning á því að Íslendingar vildu bíða og vildu fara aðrar leiðar, og að það væri ekkert vandamál gagnvart Þýskalandi með neinum hætti.“Myndir frá fundinum í morgun, má sjá hér að ofan. Rut Sigurðardóttir ljósmyndari tók myndirnar. Mest lesið Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Erlent Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Innlent Rauð norðurljós vegna kórónugoss Innlent Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Innlent Vöruðu við slæmum skilyrðum á brautinni Erlent Fjórar hákarlaárásir á aðeins 48 klukkustundum Erlent Ingibjörg býður sig fram í formanninn Innlent Þrír fullir Íslendingar lausir úr haldi Innlent Ráðherra hafi gefið veiðileyfi á sig Innlent Flughált í höfuðborginni og víðar um land Innlent Fleiri fréttir Ingibjörg býður sig fram í formanninn Þrír fullir Íslendingar lausir úr haldi Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Sandra tekin við af Guðbrandi Flughált í höfuðborginni og víðar um land Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Sænski herinn með viðbúnað á Íslandi Loðnuvertíð hafin og floti farinn til loðnumælinga Deilt um verðhækkanir Veitna Veita hjúkrunarheimilum ráðgjöf vikulega vegna drykkju eldri borgara Ráðherra hafi gefið veiðileyfi á sig Rauð norðurljós vegna kórónugoss Hljóp á sig Ósanngjarnt að skattgreiðendur borgi framkvæmdaruslið Vegagerðin ræðst í úrbætur á slysstað banaslyss Össur um öryggismálin, vandi vinstrisins og falin fíkn eldri borgara Íslendingur handtekinn á EM Ráðuneytið vill að fleiri bjóði sig fram Ólafur sakar Ingu um að vera sjúka í að láta mynda sig við skóflustungur „Dapurlegt að gera ákvarðanirnar tortryggilegar“ Hundaeigendur hvattir til að vera á varðbergi Hafi brotist inn til föður barnsmóður sinnar og reynt að myrða hann Handtökur, húsleit og haldlögð vopn í lögregluaðgerðum á Akureyri Vegagerðin bæti hringveginn eftir að grjót banaði ferðamanni Bréf Trumps til Norðmanna og væringar innan VG Verkútboð í vegagerð auglýst eftir langt hlé „Þarf að klára að setja slaufu á pakkann“ „Blasir við að íslenskt launafólk var svikið“ Um tvöfalt fleiri óánægðir en ánægðir með frestun gangna Ekki rétta leiðin að kynda undir læsisstríð Sjá meira
Angela Merkel, kanslari Þýskalands fór lofsamlegum orðum um endurreisn íslensks efnahagslífs á fundi med Ólafi Ragnari Grímssyni forseta Íslands í morgun. Merkel lýsti yfir áhuga á að sækja Ísland heim. Fundur Ólafs Ragns og Merkel stóð í tæpan hálftíma og sat Gunnar Bragi Sveinsson, utanríkisráðherra, einnig fundinn. Merkel gaf ekki kost á viðtali, hvorki fyrir né eftir fundinn. Ólafur Ragnar segir að fundurinn hafi verið mjög árangursríkur. „Mestur tíminn fór í að ræða norðurslóðir og þessi verkefni sem blasa við þar. Hún lýsti því skýrt yfir að Þýskaland myndi beita sér með nýjum hætti gagnvart norðurslóðum og sæi mikla möguleika um samvinnu við Ísland á þessum sviðum, bæði hvað snertir vísindarannsóknir og viðskipti,“ sagði Ólafur Ragnar eftir fundinn. Merkel bauð Sigmundi Davíð Gunnlaugssyni forsætisráðherra í heimsókn og lýsti ennfremur yfir áhuga á að sækja Ísland heim. Hún lofaði þann árangur sem náðst hefur í efnahagsmálum á Íslandi. „Svo fór hún líka mjög lofsamlegum orðum endurreisn íslensks efnahagslífs og gerði sér skýra grein fyrir því hvað erfið sú glíma hefði verið, hún hefði þurft að fást við lönd í suður-Evrópu á undanförnum árum, þannig hún þyrfti engar kennslustundir í því hve fjármálakreppa af þessu tagi væri erfitt verkefni,“ sagði Ólafur Ragnar.Töluðu þið eitthvað um Evrópusambandið, og aðildarumsókn Íslands? „Við töluðum lítillega um það, og hún lýsti fullum skilningi yfir afstöðu nýrra stjórnvalda á Íslandi, og afstöðu íslensku þjóðarinnar. Hún sagði að Evrópusambandið ætti nóg með þau ríki sem væru nú þegar innan sambandsins og þau vandamál sem þar væri við að glíma. Hún hefði fullan skilning á því að Íslendingar vildu bíða og vildu fara aðrar leiðar, og að það væri ekkert vandamál gagnvart Þýskalandi með neinum hætti.“Myndir frá fundinum í morgun, má sjá hér að ofan. Rut Sigurðardóttir ljósmyndari tók myndirnar.
Mest lesið Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Erlent Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Innlent Rauð norðurljós vegna kórónugoss Innlent Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Innlent Vöruðu við slæmum skilyrðum á brautinni Erlent Fjórar hákarlaárásir á aðeins 48 klukkustundum Erlent Ingibjörg býður sig fram í formanninn Innlent Þrír fullir Íslendingar lausir úr haldi Innlent Ráðherra hafi gefið veiðileyfi á sig Innlent Flughált í höfuðborginni og víðar um land Innlent Fleiri fréttir Ingibjörg býður sig fram í formanninn Þrír fullir Íslendingar lausir úr haldi Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Sandra tekin við af Guðbrandi Flughált í höfuðborginni og víðar um land Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Sænski herinn með viðbúnað á Íslandi Loðnuvertíð hafin og floti farinn til loðnumælinga Deilt um verðhækkanir Veitna Veita hjúkrunarheimilum ráðgjöf vikulega vegna drykkju eldri borgara Ráðherra hafi gefið veiðileyfi á sig Rauð norðurljós vegna kórónugoss Hljóp á sig Ósanngjarnt að skattgreiðendur borgi framkvæmdaruslið Vegagerðin ræðst í úrbætur á slysstað banaslyss Össur um öryggismálin, vandi vinstrisins og falin fíkn eldri borgara Íslendingur handtekinn á EM Ráðuneytið vill að fleiri bjóði sig fram Ólafur sakar Ingu um að vera sjúka í að láta mynda sig við skóflustungur „Dapurlegt að gera ákvarðanirnar tortryggilegar“ Hundaeigendur hvattir til að vera á varðbergi Hafi brotist inn til föður barnsmóður sinnar og reynt að myrða hann Handtökur, húsleit og haldlögð vopn í lögregluaðgerðum á Akureyri Vegagerðin bæti hringveginn eftir að grjót banaði ferðamanni Bréf Trumps til Norðmanna og væringar innan VG Verkútboð í vegagerð auglýst eftir langt hlé „Þarf að klára að setja slaufu á pakkann“ „Blasir við að íslenskt launafólk var svikið“ Um tvöfalt fleiri óánægðir en ánægðir með frestun gangna Ekki rétta leiðin að kynda undir læsisstríð Sjá meira