Merkel lofaði árangur Íslands Höskuldur Kári Schram í Berlín skrifar 26. júní 2013 13:09 Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, í viðtali við íslenska fjölmiðla í Berlín í dag. Myndirnar tók Rut Sigurðardóttir Angela Merkel, kanslari Þýskalands fór lofsamlegum orðum um endurreisn íslensks efnahagslífs á fundi med Ólafi Ragnari Grímssyni forseta Íslands í morgun. Merkel lýsti yfir áhuga á að sækja Ísland heim. Fundur Ólafs Ragns og Merkel stóð í tæpan hálftíma og sat Gunnar Bragi Sveinsson, utanríkisráðherra, einnig fundinn. Merkel gaf ekki kost á viðtali, hvorki fyrir né eftir fundinn. Ólafur Ragnar segir að fundurinn hafi verið mjög árangursríkur. „Mestur tíminn fór í að ræða norðurslóðir og þessi verkefni sem blasa við þar. Hún lýsti því skýrt yfir að Þýskaland myndi beita sér með nýjum hætti gagnvart norðurslóðum og sæi mikla möguleika um samvinnu við Ísland á þessum sviðum, bæði hvað snertir vísindarannsóknir og viðskipti,“ sagði Ólafur Ragnar eftir fundinn. Merkel bauð Sigmundi Davíð Gunnlaugssyni forsætisráðherra í heimsókn og lýsti ennfremur yfir áhuga á að sækja Ísland heim. Hún lofaði þann árangur sem náðst hefur í efnahagsmálum á Íslandi. „Svo fór hún líka mjög lofsamlegum orðum endurreisn íslensks efnahagslífs og gerði sér skýra grein fyrir því hvað erfið sú glíma hefði verið, hún hefði þurft að fást við lönd í suður-Evrópu á undanförnum árum, þannig hún þyrfti engar kennslustundir í því hve fjármálakreppa af þessu tagi væri erfitt verkefni,“ sagði Ólafur Ragnar.Töluðu þið eitthvað um Evrópusambandið, og aðildarumsókn Íslands? „Við töluðum lítillega um það, og hún lýsti fullum skilningi yfir afstöðu nýrra stjórnvalda á Íslandi, og afstöðu íslensku þjóðarinnar. Hún sagði að Evrópusambandið ætti nóg með þau ríki sem væru nú þegar innan sambandsins og þau vandamál sem þar væri við að glíma. Hún hefði fullan skilning á því að Íslendingar vildu bíða og vildu fara aðrar leiðar, og að það væri ekkert vandamál gagnvart Þýskalandi með neinum hætti.“Myndir frá fundinum í morgun, má sjá hér að ofan. Rut Sigurðardóttir ljósmyndari tók myndirnar. Mest lesið Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Innlent „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Innlent „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Innlent Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Innlent Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Erlent „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ Innlent Epstein-skjölin birt Erlent Pútín sagður hafa valið Witkoff Erlent Svona á að raða í uppþvottavélina Innlent Fleiri fréttir Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Sjá meira
Angela Merkel, kanslari Þýskalands fór lofsamlegum orðum um endurreisn íslensks efnahagslífs á fundi med Ólafi Ragnari Grímssyni forseta Íslands í morgun. Merkel lýsti yfir áhuga á að sækja Ísland heim. Fundur Ólafs Ragns og Merkel stóð í tæpan hálftíma og sat Gunnar Bragi Sveinsson, utanríkisráðherra, einnig fundinn. Merkel gaf ekki kost á viðtali, hvorki fyrir né eftir fundinn. Ólafur Ragnar segir að fundurinn hafi verið mjög árangursríkur. „Mestur tíminn fór í að ræða norðurslóðir og þessi verkefni sem blasa við þar. Hún lýsti því skýrt yfir að Þýskaland myndi beita sér með nýjum hætti gagnvart norðurslóðum og sæi mikla möguleika um samvinnu við Ísland á þessum sviðum, bæði hvað snertir vísindarannsóknir og viðskipti,“ sagði Ólafur Ragnar eftir fundinn. Merkel bauð Sigmundi Davíð Gunnlaugssyni forsætisráðherra í heimsókn og lýsti ennfremur yfir áhuga á að sækja Ísland heim. Hún lofaði þann árangur sem náðst hefur í efnahagsmálum á Íslandi. „Svo fór hún líka mjög lofsamlegum orðum endurreisn íslensks efnahagslífs og gerði sér skýra grein fyrir því hvað erfið sú glíma hefði verið, hún hefði þurft að fást við lönd í suður-Evrópu á undanförnum árum, þannig hún þyrfti engar kennslustundir í því hve fjármálakreppa af þessu tagi væri erfitt verkefni,“ sagði Ólafur Ragnar.Töluðu þið eitthvað um Evrópusambandið, og aðildarumsókn Íslands? „Við töluðum lítillega um það, og hún lýsti fullum skilningi yfir afstöðu nýrra stjórnvalda á Íslandi, og afstöðu íslensku þjóðarinnar. Hún sagði að Evrópusambandið ætti nóg með þau ríki sem væru nú þegar innan sambandsins og þau vandamál sem þar væri við að glíma. Hún hefði fullan skilning á því að Íslendingar vildu bíða og vildu fara aðrar leiðar, og að það væri ekkert vandamál gagnvart Þýskalandi með neinum hætti.“Myndir frá fundinum í morgun, má sjá hér að ofan. Rut Sigurðardóttir ljósmyndari tók myndirnar.
Mest lesið Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Innlent „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Innlent „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Innlent Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Innlent Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Erlent „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ Innlent Epstein-skjölin birt Erlent Pútín sagður hafa valið Witkoff Erlent Svona á að raða í uppþvottavélina Innlent Fleiri fréttir Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Sjá meira