Þörf fyrir hagsmunagæslumann barna? Hrund Þórsdóttir skrifar 26. júní 2013 18:45 Nýlega kom upp mál í Danmörku þar sem ákveðið var að tvö börn, 13 og 14 ára gömul, skyldu tekin frá fósturfjölskyldu sinni án þess að tekið væri tillit til vilja barnanna. Í kjölfarið kviknaði umræða um hvort börn ættu ekki að hafa eitthvað að segja um mál sem snertu líf þeirra með afgerandi hætti og jafnvel hafa möguleika á að höfða mál fyrir dómstólum. Á Íslandi er barn sjálft aðili að barnaverndarmáli sem varðar vistun utan heimilis þegar það er orðið 15 ára og sé það ekki samþykkt vistuninni þarf barnaverndarnefnd að úrskurða um hana og barnið hefur rétt til að fara með málið fyrir dóm. Börn undir 15 ára aldri hafa ekki slíkan rétt en Heiða Björg Pálmadóttir, lögfræðingur Barnaverndarstofu, segir þau þó ekki alveg réttlaus. „Börnum er almennt skipaður talsmaður þegar kemur til álita að vista börn utan heimilis og sjónarmið barnsins eru þannig fengin fram og reynt að ná fram vilja barnsins og afstöðu inn í ákvarðanatökuna,“ segir Heiða. Hún segir að áherslan á rétt barna aukist stöðugt og að í Finnlandi hafi sú leið verið farin að skipa börnum sérstakan hagsmunagæslumann. „Hann hefur það hlutverk að fara yfir málið og gögnin og komast að því hvað hann telur barninu fyrir bestu. Ef ákvörðun barnaverndarnefndar er ekki í samræmi við þá niðurstöðu getur hann fyrir hönd barnsins kært málið til æðri stjórnvalda eða fyrir dóm eftir atvikum.“ Um er að ræða tilraunaverkefni en Heiða segir leiðina hafa reynst vel. Henni þætti eðlilegt að fara sömu leið hérlendis. „Ég held að svona hlutir þurfi alltaf að koma til skoðunar, hvernig við getum tryggt betur réttindi barna við málsmeðferð í málum sem þessum. Þetta er ágæt leið til þess.“ Mest lesið Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Innlent Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Innlent Einfaldlega nýnastistar sem þýði meira ofbeldi og átök Innlent Aðstæður þær bestu síðan 2021: Bílastæði við eldgosið að fyllast Innlent Óhollt magn brennisteinsdíoxíðs á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Innlent Lögreglan lýsir eftir Sindra Péturssyni Innlent Fundurinn vonbrigði: „Þetta leikrit er hafið“ Innlent Salibuna á sirkustjaldinu og lélegir listamenn Innlent Hæsta gildi brennisteinsdíoxíðs frá upphafi eldsumbrota Innlent Stal bíl og keyrði um flugbrautirnar Innlent Fleiri fréttir Hefur áhyggjur af málflutningi „taugaveiklaðrar“ stjórnarandstöðu Lokuð inni með lokað fyrir glugga í þrjá daga Fundurinn vonbrigði: „Þetta leikrit er hafið“ Búin að vera lokuð inni í þrjá daga vegna gosmóðunnar Vopnað rán og skartgripaþjófnaður í Reykjavík Einfaldlega nýnastistar sem þýði meira ofbeldi og átök Lögreglan lýsir eftir Sindra Péturssyni Fordæma Hamas og segja áform um „mannúðarborg“ óviðunandi Stofna grunnskóla fyrir einhverf börn í Garðabæ Loftgæði versnandi á gosstöðvunum Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Sex spænskar orrustuþotur á leið til landsins Hafa tapað tvö hundruð milljónum króna vegna fjársvika Hafa sótt um bráðabirgðaleyfi Vill vita hvaða samningar eru í undirbúningi gagnvart ESB Verði fram á nótt að slökkva eld í trjákurlinu Geta greint frá svörum Þorgerðar ef hún gefur leyfi Stal bíl og keyrði um flugbrautirnar „Það þarf ekki alveg að halda sig innandyra“ „Þetta eru markvissar aðgerðir til að brjóta niður menntastofnanir“ Aðstæður þær bestu síðan 2021: Bílastæði við eldgosið að fyllast Mesta mengun frá upphafi eldsumbrota og deilt um utanríkismálin Tveggja katta enn saknað eftir eldsvoða á Tryggvagötu Hæsta gildi brennisteinsdíoxíðs frá upphafi eldsumbrota Enn unnið í því að slökkva í trjákurlinu Enginn Vinnuskóli í Reykjavík í dag vegna gosmengunar Haldlagning á ketamíni hundraðfaldast á fjórum árum Salibuna á sirkustjaldinu og lélegir listamenn Óhollt magn brennisteinsdíoxíðs á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Þjóðarhreinsun eigi sér stað í heimalandinu Sjá meira
Nýlega kom upp mál í Danmörku þar sem ákveðið var að tvö börn, 13 og 14 ára gömul, skyldu tekin frá fósturfjölskyldu sinni án þess að tekið væri tillit til vilja barnanna. Í kjölfarið kviknaði umræða um hvort börn ættu ekki að hafa eitthvað að segja um mál sem snertu líf þeirra með afgerandi hætti og jafnvel hafa möguleika á að höfða mál fyrir dómstólum. Á Íslandi er barn sjálft aðili að barnaverndarmáli sem varðar vistun utan heimilis þegar það er orðið 15 ára og sé það ekki samþykkt vistuninni þarf barnaverndarnefnd að úrskurða um hana og barnið hefur rétt til að fara með málið fyrir dóm. Börn undir 15 ára aldri hafa ekki slíkan rétt en Heiða Björg Pálmadóttir, lögfræðingur Barnaverndarstofu, segir þau þó ekki alveg réttlaus. „Börnum er almennt skipaður talsmaður þegar kemur til álita að vista börn utan heimilis og sjónarmið barnsins eru þannig fengin fram og reynt að ná fram vilja barnsins og afstöðu inn í ákvarðanatökuna,“ segir Heiða. Hún segir að áherslan á rétt barna aukist stöðugt og að í Finnlandi hafi sú leið verið farin að skipa börnum sérstakan hagsmunagæslumann. „Hann hefur það hlutverk að fara yfir málið og gögnin og komast að því hvað hann telur barninu fyrir bestu. Ef ákvörðun barnaverndarnefndar er ekki í samræmi við þá niðurstöðu getur hann fyrir hönd barnsins kært málið til æðri stjórnvalda eða fyrir dóm eftir atvikum.“ Um er að ræða tilraunaverkefni en Heiða segir leiðina hafa reynst vel. Henni þætti eðlilegt að fara sömu leið hérlendis. „Ég held að svona hlutir þurfi alltaf að koma til skoðunar, hvernig við getum tryggt betur réttindi barna við málsmeðferð í málum sem þessum. Þetta er ágæt leið til þess.“
Mest lesið Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Innlent Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Innlent Einfaldlega nýnastistar sem þýði meira ofbeldi og átök Innlent Aðstæður þær bestu síðan 2021: Bílastæði við eldgosið að fyllast Innlent Óhollt magn brennisteinsdíoxíðs á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Innlent Lögreglan lýsir eftir Sindra Péturssyni Innlent Fundurinn vonbrigði: „Þetta leikrit er hafið“ Innlent Salibuna á sirkustjaldinu og lélegir listamenn Innlent Hæsta gildi brennisteinsdíoxíðs frá upphafi eldsumbrota Innlent Stal bíl og keyrði um flugbrautirnar Innlent Fleiri fréttir Hefur áhyggjur af málflutningi „taugaveiklaðrar“ stjórnarandstöðu Lokuð inni með lokað fyrir glugga í þrjá daga Fundurinn vonbrigði: „Þetta leikrit er hafið“ Búin að vera lokuð inni í þrjá daga vegna gosmóðunnar Vopnað rán og skartgripaþjófnaður í Reykjavík Einfaldlega nýnastistar sem þýði meira ofbeldi og átök Lögreglan lýsir eftir Sindra Péturssyni Fordæma Hamas og segja áform um „mannúðarborg“ óviðunandi Stofna grunnskóla fyrir einhverf börn í Garðabæ Loftgæði versnandi á gosstöðvunum Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Sex spænskar orrustuþotur á leið til landsins Hafa tapað tvö hundruð milljónum króna vegna fjársvika Hafa sótt um bráðabirgðaleyfi Vill vita hvaða samningar eru í undirbúningi gagnvart ESB Verði fram á nótt að slökkva eld í trjákurlinu Geta greint frá svörum Þorgerðar ef hún gefur leyfi Stal bíl og keyrði um flugbrautirnar „Það þarf ekki alveg að halda sig innandyra“ „Þetta eru markvissar aðgerðir til að brjóta niður menntastofnanir“ Aðstæður þær bestu síðan 2021: Bílastæði við eldgosið að fyllast Mesta mengun frá upphafi eldsumbrota og deilt um utanríkismálin Tveggja katta enn saknað eftir eldsvoða á Tryggvagötu Hæsta gildi brennisteinsdíoxíðs frá upphafi eldsumbrota Enn unnið í því að slökkva í trjákurlinu Enginn Vinnuskóli í Reykjavík í dag vegna gosmengunar Haldlagning á ketamíni hundraðfaldast á fjórum árum Salibuna á sirkustjaldinu og lélegir listamenn Óhollt magn brennisteinsdíoxíðs á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Þjóðarhreinsun eigi sér stað í heimalandinu Sjá meira