Lögreglumenn landsins allt of fáir Karen Kjartansdóttir skrifar 27. júní 2013 18:58 Til að tryggja brýnustu þjónustu lögreglunnar á landinu þarf að fjölga lögreglumönnum um 236 eða um tæp 40 prósent. Það eru fleiri lögreglumenn en störfuðu á öllu landinu utan höfuðborgar-svæðisins í fyrra. Lögreglumaður segir stöðuna geta kostað mannslíf. Innanríkisráðherra segir mjög brýnt að bregðast við stöðunni. Skýrsla innanríkisráðherra um löggæslu á Íslandi var gerð opinber fyrir stuttu. Í henni er dregin upp mjög dökk mynd af stöðu lögreglunnar á Íslandi. Metur nefndin stöðuna svo að: „Mannfæð og fjárskortur lögreglu hefur leitt til þess að lögreglan er hætt að sinna fjölmörgum verkefnum og möguleikar á að skipuleggja sérstök átaksverkefni og þjálfun eru nánast engir." Í nefndinni voru fulltrúa allra stjórnmálaflokka á Alþingi, ríkislögreglustjóra, innanríkisráðuneytis og Landssambands lögreglumanna og var sameiginleg niðurstaða hennar að staða löggæslu í landinu væri grafalvarleg. Til að hún geti verið viðunandi og lögreglan í þeirri stöðu að geta sótt fram þurfi að veita til hennar alls 3.5 milljarða króna, umfram verðlagshækkanir fjárlaga, á næstu fjórum árum. Fyrsta forgangsatriði sé að fjölga almennum lögreglumönnum, í öðru lagi þurfi að styrkja sérhæfðar deildir lögregunnar á öllum sviðum og í þriðja lagi verði að bæta búnað lögreglumanna og þjálfun þeirra. Er það niðurstaða nefndarinnar að í ljósi þeirrar fækkunar sem orðið hefur í lögregluliðinu og í ljósi verkefna lögreglunnar þurfi að fjölga þeim um 236 á árinum 2014 til 2017 til þess eins að tryggt sé að hún geti sinnt brýnustu útkalls- og viðbragðsþjónustu. Til að þess að setja þá tölu í samhengi má nefna að það eru fleiri lögreglumenn en starfa nú á landinu öllu utan höfuðborgarsvæðsins en í fyrra voru þeir 235 talsins, og um 40% af fjölda þeirra lögreglumanna sem störfuðu á landinu í fyrra. Snorri Magnússon, formaður Landssambands lögreglumanna hefur bent á þörfina lengi. Alvarleg staða hafi til dæmis birst á Suðurland undanfarin misseri. „Þar hafa lögreglumenn jafnvel þurft að standa frammi fyrir því að velja og hafna verkefnum sem þurfi að fara í. Við erum ekki að ræða um smálmál þarna geta verið um að ræða mjög alvarleg slys. Þetta er raunveruleg staða sem hefur verið að koma upp og oftar en einu sinni og væntanlega víðar á landinu þótt það hafi ekki endilega ratað í fjölmiðla," segir Snorri. „Ef að þessi staða kemur æ oftar upp, eins og til dæmis hefur gerst á Suðurlandi, þá er alveg augljóst mál að öryggi almennings geti verið ógnað og þetta gæti jafnvel líka kostað mannslíf, því miður." Í stefnuyfirlýsingu ríkisstjórnarinnar kemur fram að lögð verði áhersla á að efla löggæsluna og niðurstaða nefndar um löggæslumál verði höfð að leiðarljósi. Hanna Birna Kristjánsdóttir innanríkisráðherra segir brýnt að bæta stöðuna og fjölga lögreglumönnum. „Ég hyggst beita mér og forgangsraða því fjármagni sem þetta ráðuneyti hefur til þess að tryggja að fólkið í þessu landi búi við öryggi. Ég held að það sé eitt af megin verkefnum næstu ára að efla löggæsluna og tryggja að hún sé sýnilegri og að fólkið í þessu landi viti að því verkefni sé vel sinnt.“ Hanna segir að ljóst sé að ekki sé til fjármagn til að bregðast við öllum þeim tillögum sem nefndin leggur til og því verði að forgangsraða verkefnum og fjármagni. Hún telji brýnast að fjölga lögreglumönnum og og því eigi það að verða fyrsta skrefið í því að takast á við vanda löggæslunnar. Mest lesið Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Erlent Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Innlent Rauð norðurljós vegna kórónugoss Innlent Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Innlent Vöruðu við slæmum skilyrðum á brautinni Erlent Fjórar hákarlaárásir á aðeins 48 klukkustundum Erlent Ingibjörg býður sig fram í formanninn Innlent Þrír fullir Íslendingar lausir úr haldi Innlent Ráðherra hafi gefið veiðileyfi á sig Innlent Flughált í höfuðborginni og víðar um land Innlent Fleiri fréttir Ingibjörg býður sig fram í formanninn Þrír fullir Íslendingar lausir úr haldi Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Sandra tekin við af Guðbrandi Flughált í höfuðborginni og víðar um land Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Sænski herinn með viðbúnað á Íslandi Loðnuvertíð hafin og floti farinn til loðnumælinga Deilt um verðhækkanir Veitna Veita hjúkrunarheimilum ráðgjöf vikulega vegna drykkju eldri borgara Ráðherra hafi gefið veiðileyfi á sig Rauð norðurljós vegna kórónugoss Hljóp á sig Ósanngjarnt að skattgreiðendur borgi framkvæmdaruslið Vegagerðin ræðst í úrbætur á slysstað banaslyss Össur um öryggismálin, vandi vinstrisins og falin fíkn eldri borgara Íslendingur handtekinn á EM Ráðuneytið vill að fleiri bjóði sig fram Ólafur sakar Ingu um að vera sjúka í að láta mynda sig við skóflustungur „Dapurlegt að gera ákvarðanirnar tortryggilegar“ Hundaeigendur hvattir til að vera á varðbergi Hafi brotist inn til föður barnsmóður sinnar og reynt að myrða hann Handtökur, húsleit og haldlögð vopn í lögregluaðgerðum á Akureyri Vegagerðin bæti hringveginn eftir að grjót banaði ferðamanni Bréf Trumps til Norðmanna og væringar innan VG Verkútboð í vegagerð auglýst eftir langt hlé „Þarf að klára að setja slaufu á pakkann“ „Blasir við að íslenskt launafólk var svikið“ Um tvöfalt fleiri óánægðir en ánægðir með frestun gangna Ekki rétta leiðin að kynda undir læsisstríð Sjá meira
Til að tryggja brýnustu þjónustu lögreglunnar á landinu þarf að fjölga lögreglumönnum um 236 eða um tæp 40 prósent. Það eru fleiri lögreglumenn en störfuðu á öllu landinu utan höfuðborgar-svæðisins í fyrra. Lögreglumaður segir stöðuna geta kostað mannslíf. Innanríkisráðherra segir mjög brýnt að bregðast við stöðunni. Skýrsla innanríkisráðherra um löggæslu á Íslandi var gerð opinber fyrir stuttu. Í henni er dregin upp mjög dökk mynd af stöðu lögreglunnar á Íslandi. Metur nefndin stöðuna svo að: „Mannfæð og fjárskortur lögreglu hefur leitt til þess að lögreglan er hætt að sinna fjölmörgum verkefnum og möguleikar á að skipuleggja sérstök átaksverkefni og þjálfun eru nánast engir." Í nefndinni voru fulltrúa allra stjórnmálaflokka á Alþingi, ríkislögreglustjóra, innanríkisráðuneytis og Landssambands lögreglumanna og var sameiginleg niðurstaða hennar að staða löggæslu í landinu væri grafalvarleg. Til að hún geti verið viðunandi og lögreglan í þeirri stöðu að geta sótt fram þurfi að veita til hennar alls 3.5 milljarða króna, umfram verðlagshækkanir fjárlaga, á næstu fjórum árum. Fyrsta forgangsatriði sé að fjölga almennum lögreglumönnum, í öðru lagi þurfi að styrkja sérhæfðar deildir lögregunnar á öllum sviðum og í þriðja lagi verði að bæta búnað lögreglumanna og þjálfun þeirra. Er það niðurstaða nefndarinnar að í ljósi þeirrar fækkunar sem orðið hefur í lögregluliðinu og í ljósi verkefna lögreglunnar þurfi að fjölga þeim um 236 á árinum 2014 til 2017 til þess eins að tryggt sé að hún geti sinnt brýnustu útkalls- og viðbragðsþjónustu. Til að þess að setja þá tölu í samhengi má nefna að það eru fleiri lögreglumenn en starfa nú á landinu öllu utan höfuðborgarsvæðsins en í fyrra voru þeir 235 talsins, og um 40% af fjölda þeirra lögreglumanna sem störfuðu á landinu í fyrra. Snorri Magnússon, formaður Landssambands lögreglumanna hefur bent á þörfina lengi. Alvarleg staða hafi til dæmis birst á Suðurland undanfarin misseri. „Þar hafa lögreglumenn jafnvel þurft að standa frammi fyrir því að velja og hafna verkefnum sem þurfi að fara í. Við erum ekki að ræða um smálmál þarna geta verið um að ræða mjög alvarleg slys. Þetta er raunveruleg staða sem hefur verið að koma upp og oftar en einu sinni og væntanlega víðar á landinu þótt það hafi ekki endilega ratað í fjölmiðla," segir Snorri. „Ef að þessi staða kemur æ oftar upp, eins og til dæmis hefur gerst á Suðurlandi, þá er alveg augljóst mál að öryggi almennings geti verið ógnað og þetta gæti jafnvel líka kostað mannslíf, því miður." Í stefnuyfirlýsingu ríkisstjórnarinnar kemur fram að lögð verði áhersla á að efla löggæsluna og niðurstaða nefndar um löggæslumál verði höfð að leiðarljósi. Hanna Birna Kristjánsdóttir innanríkisráðherra segir brýnt að bæta stöðuna og fjölga lögreglumönnum. „Ég hyggst beita mér og forgangsraða því fjármagni sem þetta ráðuneyti hefur til þess að tryggja að fólkið í þessu landi búi við öryggi. Ég held að það sé eitt af megin verkefnum næstu ára að efla löggæsluna og tryggja að hún sé sýnilegri og að fólkið í þessu landi viti að því verkefni sé vel sinnt.“ Hanna segir að ljóst sé að ekki sé til fjármagn til að bregðast við öllum þeim tillögum sem nefndin leggur til og því verði að forgangsraða verkefnum og fjármagni. Hún telji brýnast að fjölga lögreglumönnum og og því eigi það að verða fyrsta skrefið í því að takast á við vanda löggæslunnar.
Mest lesið Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Erlent Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Innlent Rauð norðurljós vegna kórónugoss Innlent Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Innlent Vöruðu við slæmum skilyrðum á brautinni Erlent Fjórar hákarlaárásir á aðeins 48 klukkustundum Erlent Ingibjörg býður sig fram í formanninn Innlent Þrír fullir Íslendingar lausir úr haldi Innlent Ráðherra hafi gefið veiðileyfi á sig Innlent Flughált í höfuðborginni og víðar um land Innlent Fleiri fréttir Ingibjörg býður sig fram í formanninn Þrír fullir Íslendingar lausir úr haldi Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Sandra tekin við af Guðbrandi Flughált í höfuðborginni og víðar um land Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Sænski herinn með viðbúnað á Íslandi Loðnuvertíð hafin og floti farinn til loðnumælinga Deilt um verðhækkanir Veitna Veita hjúkrunarheimilum ráðgjöf vikulega vegna drykkju eldri borgara Ráðherra hafi gefið veiðileyfi á sig Rauð norðurljós vegna kórónugoss Hljóp á sig Ósanngjarnt að skattgreiðendur borgi framkvæmdaruslið Vegagerðin ræðst í úrbætur á slysstað banaslyss Össur um öryggismálin, vandi vinstrisins og falin fíkn eldri borgara Íslendingur handtekinn á EM Ráðuneytið vill að fleiri bjóði sig fram Ólafur sakar Ingu um að vera sjúka í að láta mynda sig við skóflustungur „Dapurlegt að gera ákvarðanirnar tortryggilegar“ Hundaeigendur hvattir til að vera á varðbergi Hafi brotist inn til föður barnsmóður sinnar og reynt að myrða hann Handtökur, húsleit og haldlögð vopn í lögregluaðgerðum á Akureyri Vegagerðin bæti hringveginn eftir að grjót banaði ferðamanni Bréf Trumps til Norðmanna og væringar innan VG Verkútboð í vegagerð auglýst eftir langt hlé „Þarf að klára að setja slaufu á pakkann“ „Blasir við að íslenskt launafólk var svikið“ Um tvöfalt fleiri óánægðir en ánægðir með frestun gangna Ekki rétta leiðin að kynda undir læsisstríð Sjá meira