Umfjöllun og viðtöl: Keflavík - Fram 1-2 Árni Jóhannsson skrifar 10. júní 2013 15:38 Mynd / Stefán Ríkharður Daðason stýrði Fram til sigurs í sínum fyrsta leik sem þjálfari liðsins er liðið mætti Keflavík í kvöld. Vendipunktur leiksins kom á 40. mínútu er Magnús Þórir Magnússon fékk að líta beint rautt spjald. Þremur mínútum síðar skoraði Hólmbert Aron Friðjónsson fyrir Framara. Steven Lennon jók muninn í upphafi síðari hálfleiks áður en Sigurbergur Elísson klóraði í bakkann fyrir Keflvíkinga. Nær komust heimamenn þó ekki. Leikurinn byrjaði nokkuð fjörlega og var vitað mál að bæði lið ætluðu að selja sig dýrt enda bæði við botn deildarinnar og hvert stig mikilvægt í baráttunni. Leikurinn róaðist þó um miðbik fyrri hálfleiksins og fór leikurinn að mestu leyti fram á miðsvæðinu og þrátt fyrir ágætis spilamennsku beggja liða, klikkaði lokasendingin allt of oft og því boðið upp á fá færi. Á 40. mínútu varð síðan vendipunktur leiksins þegar Magnúsi Þóri var vikið af velli fyrir að hrinda Jordan Halsmann, bakverði Framara í jörðina. Leikmönnunum lenti saman þegar Magnús Þórir reyndi að ná til boltans og sakaði Halsman um að gefa sér olnbogaskot og eftir orðaskak hrinti Magnús Halsman sem ýkti fallið sitt örlítið. Magnús lét þó skapið hlaupa með sig í gönur og því sá Gunnar Jarl dómari leiksins ekkert annað í stöðunni en að senda Keflvíkinginn í snemmbúið bað. Þremur míntútum eftir rauða spjaldið voru gestirnir búnir að nýta sér liðmuninn þegar Hólmbert Friðjónsson fékk boltann inn á vítateig Keflvíkinga eftir gott uppspil Framara. Viktor Bjarki Arnarsson átti þá fína sendingu inn á teiginn og fékk Hólmbert tíma til að leggja fyrir sig boltann og skjóta honum með hægri fæti í hornið vinstra megin við David Preece markvörð Keflvíkinga. Fátt markvert gerðist það sem eftir lifði hálfleiks og gestirnir fóru með eins marks forystu til búningsherbergja. Framarar byrjuðu seinni hálfleikinn af fínum krafti og vorum lengst af meira með boltann fyrstu mínúturnar. Keflvíkingar lágu aðeins aftar á vellinum og freistuðu þess að beita skyndisóknum. Heimamenn hættu sér þó of framarlega á 56. mínútu leiksins og töpuðu boltanum þannig að Fram komst í skyndisókn þar sem Hólmbert Friðjónsson náði að senda Steven Lennon einan í gegn um vörn Keflvíkinga. Lennon gerði vel úr færinu, lék á David Preece og skaut boltanum í stöngina og inn. Þarna voru rúmar 30 mínútur eftir af leiknum og staðan orðin ansi vænleg fyrir gestina. Eftir seinna mark Framara hresstust Keflvíkingar og hófu að sækja af miklum krafti, til að fá eitthvað út úr leiknum. Þeir uppskáru mark á 67. mínútu leiksins þegar Sigurbergur Elísson fékk boltann á vítateigslínunni og náði skoti á markið. Boltinn hafnaði í höfði Bjarna Hólm og breytti töluvert um stefnu sem gerði það að verkum að Ögmundur Kristinsson kom engum vörnum við. Þar með komust Keflvíkingar aftur inn í leikinn en náðu ekki að skapa sér meira af ákjósanlegum færum en söfnuðu sér mikið af gulum spjöldum á lokamínútum leiksins og Framarar sigldu stigunum í heimahöfn. Eftir leikinn er Fram í sjöunda sæti deildarinnar með átta stig en Keflvíkingar eru í því níunda með fjögur. Leikurinn var ágætlega leikinn af báðum liðum en það voru gestirnir sem nýttu sín færi og því gat Ríkharður Daðason fagnað sigri í sínum fyrsta leik með Fram. Keflvíkingar þurfa hins vegar að fara að safna stigum vilji þeir taka þátt í baráttunni á réttum enda töflunnar. Ríkharður: Vinnum leiki með að fá á okkur fá mörk „Það er ekki hægt annað en að vera ánægður. Það hefur aldrei verið létt að spila í Keflavík og við erum virkilega ánægðir að fara héðan með þrjú stig,“ sagði Ríkharður Daðason, þjálfari Fram, eftir sinn fyrsta leik sem aðalþjálfari Safamýrarpilta. Hann taldi að skipulagið sem lagt var upp með hafi gengið upp að mestu leyti. „Svona fyrstu 20-25 mínúturnar fannst mér leikurinn vera í jafnvægi. Það var ekki mikið um langa spilkafla og við náðum að sýna einhverja tilburði. Það gerðu þeir líka án þess að hvorugu liði tækist að opna hitt. Versti kaflinn okkar var þarna í tíu mínútur áður en að brottvísun kemur. Þá slitnaði liðið dálítið í sundur hjá okkur og þeir áttu of auðvelt með að setja okkur í vandræði.“ „Við lentum í vandræðum en eftir rauða spjaldið og markið sem við skorum þá stjórnuðum við leiknum það sem eftir var og gerðum það ágætlega,“ sagði Ríkharður um lok fyrri hálfleiksins. „Við komum fínt stemmdir út úr hálfleiknum, hreyfðum boltann vel og fengum þrjú til fjögur færi. Við skorum úr einu en áttum að nýta fleiri og loka þannig leiknum. Við lendum þar af leiðandi í smá stressi í lokin þegar þeir fá þetta mark upp úr engu í raun og veru. Við kláruðum þetta samt þannig að við gáfum ekki á okkur mörg færi.“ Ríkharður sagðist ekki vera búinn að setjast niður með sínum mönnum til að ræða markmið liðsins enda var mikið að gera vikuna fyrir leik. „Þessi vika leið eitthvað svo hratt og við vorum að vinna í svo mörgu. Við vorum að þröngva leikmönnum á marga fundi og töflufundi þar sem við vildum koma einhverju til leiðar. Við náðum því ekki að ræða um markmiðin. Maður er hins vegar með eitthvað í huganum en við eigum eftir að ræða þau í klefanum og koma okkur saman um þau.“ Ögmundur: Maður finnur ekki upp hjólið á viku Fyrirliði Framara, Ögmundur Kristinsson, sagði að stigin þrjú sem þeir lönduðu í kvöld væru mikilvægari heldur en að það sem lagt var upp með fyrir leik hafi gengið upp. „Þetta gekk ekki alveg eins og við lögðum upp með. Við fengum þrjú stig en erum klaufar að hleypa þeim inn í leikinn.“ „Maður vill náttúrulega vera ofar í töflunni. Við erum búnir að spila ágætlega. Við töpuðm klaufalega fyrir Stjörnunni og ÍA en ég er svo sem ekkert að pæla í því. Við verðum bara að halda áfram,“ sagði Ögmundur um tímabilið hingað til og bætti við að útisigur á móti Keflavík gæfi liðinu byr undir báða vængi fyrir komandi átök. Spurður um áherslubreytingar hjá nýjum þjálfara sagði Ögmundur að lítið væri um breytingar en var sammála þjálfara sínum að vörnin fyrir framan sig hafi verið þétt. „Við byrjum með sama lið og í síðasta leik þannig að það er engar sérstakar áherslubreytingar. Maður finnur ekki upp hjólið á viku“ sagði fyrirliði Framara og bætti við: „Já, við vorum nokkuð þéttir í dag. Það var helst aðeins í fyrri hálfleik þar sem eitthvað var að gera hjá mér en það var rólegt í seinni og óþarfi að fá á sig þetta mark.“ Sigurbergur: Stundum missa menn sig í hita leiksins „Það er kannski ekkert sem fór úrskeiðis en við lendum manni færri í fyrri hálfleik og það er vendipunkturinn í leiknum í dag,“ sagði Sigurbergur Elísson eftir leik. „Þegar liðið lendir undir og manni færri þá þurftum við náttúrulega að sækja meira. Þá opnast glufur í vörninni hjá okkur og Fram nýtti sér það.“ Leikurinn gegn Fram var þriðji deildarleikurinn í röð þar sem Keflvíkingar missa manna af velli með rautt spjald. Sigurbergur vildi ekki kenna agaleysi sinna manna um. „Stundum eru þetta dómaramistök og stundum missa menn sig í hita leiksins. Svona er víst boltinn,“ sagði Sigurbergur og vissi hann ekki afhverju heimavöllur Keflvíkinga væri ekki að gefa meira en raun ber vitni. „Menn eru eitthvað að tala um heimavallargrýlu en ég veit ekki hvort að það sé málið.“ Pepsi Max-deild karla Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Ísrael 71-83 | Skotin duttu ekki og EM byrjar á tapi Körfubolti Svona var drátturinn í Meistaradeild Evrópu Fótbolti „Ég biðst afsökunar“ Körfubolti Sjáðu glaða Íslendinga hita upp í Katowice Körfubolti Fantasýn ræðir framtíð Wirtz: Blóðugur upp fyrir haus að pumpa í hann lífi Enski boltinn Amorim gagnrýndur fyrir að horfa ekki á vítakeppnina Enski boltinn Neyðarleg tölfræði Onana í vítakeppninni Enski boltinn Einkunnir á móti Ísrael: Máttum ekki við svona hauskúpuleik hjá Martin Körfubolti Í beinni: Virtus - Breiðablik | Sæti í Sambandsdeild í húfi Fótbolti „Þetta var sjokk fyrir hann“ Körfubolti Fleiri fréttir Í beinni: Tindastóll - Víkingur | Svakalegur fallslagur á Króknum Í beinni: FH - Þróttur | Stórleikur í Krikanum „Hefur komið með stál og styrk og þekkingu inn í varnarleik Stjörnunnar“ „Ekkert auðvelt fyrir þann sem fer í hans skó“ Sjáðu draumamark Tryggva, erfitt víti í rokinu og Valdimar leiða Víking til sigurs Uppgjörið: Víkingur - Vestri 4-1 | Víkingar fóru illa með nýkrýnda bikarmeistara Uppgjörið: Valur - Afturelding 4-3 | Valur skoraði fjögur í seinni og endurheimti toppsætið Taplausir síðan Caulker kom inn í liðið Fall reyndist fararheill hjá Eyjakonum Sjáðu Örvarnar hitta í mark á Meistaravöllum Sjáðu gullstrákana í Vestra fagna: „Vorum bara miklu stærra lið“ Óskar Hrafn: Stundum hata ég fótbolta Jökull: Förum ekki hærra með svona frammistöðu Örvar: Tökum þessa þrjá punkta og förum brosandi heim Uppgjör: KR-Stjarnan 1-2 | Örvar kom Stjörnunni inn í titilbaráttuna Markvörður ÍBV kominn með fimm gul spjöld í sumar Sjáðu dramatíkina í Krikanum og mörkin fyrir norðan „Við eigum bestu stuðningsmenn á landinu“ „Óskar seldi mér bara hugmyndina sína“ Fer í aðgerð á föstudag og frá í sex til átta mánuði Töpuðu 15-0 í síðasta leik og mættu ekki til leiks í gær Uppgjörið: FH - ÍBV 1-1 | Alvöru dramatík í uppbótartíma Uppgjörið: KA - Fram 2-0 | Sanngjarn sigur heimamanna Myndaveisla frá sögulegri stund Vestra „Það er æfing á morgun“ „Flottasta mark sem ég hef skorað á ferlinum“ Patrick sleit hásin og verður frá út tímabilið „Lið úr bæ þar sem eru fleiri fiskar og kindur en fólk“ Uppgjörið: Valur - Vestri 0-1 | Vestri bikarmeistari í fyrsta sinn Uppgjörið: Breiðablik - Tindastóll 5-0 | Blikar fóru illa með laskaða Stóla Sjá meira
Ríkharður Daðason stýrði Fram til sigurs í sínum fyrsta leik sem þjálfari liðsins er liðið mætti Keflavík í kvöld. Vendipunktur leiksins kom á 40. mínútu er Magnús Þórir Magnússon fékk að líta beint rautt spjald. Þremur mínútum síðar skoraði Hólmbert Aron Friðjónsson fyrir Framara. Steven Lennon jók muninn í upphafi síðari hálfleiks áður en Sigurbergur Elísson klóraði í bakkann fyrir Keflvíkinga. Nær komust heimamenn þó ekki. Leikurinn byrjaði nokkuð fjörlega og var vitað mál að bæði lið ætluðu að selja sig dýrt enda bæði við botn deildarinnar og hvert stig mikilvægt í baráttunni. Leikurinn róaðist þó um miðbik fyrri hálfleiksins og fór leikurinn að mestu leyti fram á miðsvæðinu og þrátt fyrir ágætis spilamennsku beggja liða, klikkaði lokasendingin allt of oft og því boðið upp á fá færi. Á 40. mínútu varð síðan vendipunktur leiksins þegar Magnúsi Þóri var vikið af velli fyrir að hrinda Jordan Halsmann, bakverði Framara í jörðina. Leikmönnunum lenti saman þegar Magnús Þórir reyndi að ná til boltans og sakaði Halsman um að gefa sér olnbogaskot og eftir orðaskak hrinti Magnús Halsman sem ýkti fallið sitt örlítið. Magnús lét þó skapið hlaupa með sig í gönur og því sá Gunnar Jarl dómari leiksins ekkert annað í stöðunni en að senda Keflvíkinginn í snemmbúið bað. Þremur míntútum eftir rauða spjaldið voru gestirnir búnir að nýta sér liðmuninn þegar Hólmbert Friðjónsson fékk boltann inn á vítateig Keflvíkinga eftir gott uppspil Framara. Viktor Bjarki Arnarsson átti þá fína sendingu inn á teiginn og fékk Hólmbert tíma til að leggja fyrir sig boltann og skjóta honum með hægri fæti í hornið vinstra megin við David Preece markvörð Keflvíkinga. Fátt markvert gerðist það sem eftir lifði hálfleiks og gestirnir fóru með eins marks forystu til búningsherbergja. Framarar byrjuðu seinni hálfleikinn af fínum krafti og vorum lengst af meira með boltann fyrstu mínúturnar. Keflvíkingar lágu aðeins aftar á vellinum og freistuðu þess að beita skyndisóknum. Heimamenn hættu sér þó of framarlega á 56. mínútu leiksins og töpuðu boltanum þannig að Fram komst í skyndisókn þar sem Hólmbert Friðjónsson náði að senda Steven Lennon einan í gegn um vörn Keflvíkinga. Lennon gerði vel úr færinu, lék á David Preece og skaut boltanum í stöngina og inn. Þarna voru rúmar 30 mínútur eftir af leiknum og staðan orðin ansi vænleg fyrir gestina. Eftir seinna mark Framara hresstust Keflvíkingar og hófu að sækja af miklum krafti, til að fá eitthvað út úr leiknum. Þeir uppskáru mark á 67. mínútu leiksins þegar Sigurbergur Elísson fékk boltann á vítateigslínunni og náði skoti á markið. Boltinn hafnaði í höfði Bjarna Hólm og breytti töluvert um stefnu sem gerði það að verkum að Ögmundur Kristinsson kom engum vörnum við. Þar með komust Keflvíkingar aftur inn í leikinn en náðu ekki að skapa sér meira af ákjósanlegum færum en söfnuðu sér mikið af gulum spjöldum á lokamínútum leiksins og Framarar sigldu stigunum í heimahöfn. Eftir leikinn er Fram í sjöunda sæti deildarinnar með átta stig en Keflvíkingar eru í því níunda með fjögur. Leikurinn var ágætlega leikinn af báðum liðum en það voru gestirnir sem nýttu sín færi og því gat Ríkharður Daðason fagnað sigri í sínum fyrsta leik með Fram. Keflvíkingar þurfa hins vegar að fara að safna stigum vilji þeir taka þátt í baráttunni á réttum enda töflunnar. Ríkharður: Vinnum leiki með að fá á okkur fá mörk „Það er ekki hægt annað en að vera ánægður. Það hefur aldrei verið létt að spila í Keflavík og við erum virkilega ánægðir að fara héðan með þrjú stig,“ sagði Ríkharður Daðason, þjálfari Fram, eftir sinn fyrsta leik sem aðalþjálfari Safamýrarpilta. Hann taldi að skipulagið sem lagt var upp með hafi gengið upp að mestu leyti. „Svona fyrstu 20-25 mínúturnar fannst mér leikurinn vera í jafnvægi. Það var ekki mikið um langa spilkafla og við náðum að sýna einhverja tilburði. Það gerðu þeir líka án þess að hvorugu liði tækist að opna hitt. Versti kaflinn okkar var þarna í tíu mínútur áður en að brottvísun kemur. Þá slitnaði liðið dálítið í sundur hjá okkur og þeir áttu of auðvelt með að setja okkur í vandræði.“ „Við lentum í vandræðum en eftir rauða spjaldið og markið sem við skorum þá stjórnuðum við leiknum það sem eftir var og gerðum það ágætlega,“ sagði Ríkharður um lok fyrri hálfleiksins. „Við komum fínt stemmdir út úr hálfleiknum, hreyfðum boltann vel og fengum þrjú til fjögur færi. Við skorum úr einu en áttum að nýta fleiri og loka þannig leiknum. Við lendum þar af leiðandi í smá stressi í lokin þegar þeir fá þetta mark upp úr engu í raun og veru. Við kláruðum þetta samt þannig að við gáfum ekki á okkur mörg færi.“ Ríkharður sagðist ekki vera búinn að setjast niður með sínum mönnum til að ræða markmið liðsins enda var mikið að gera vikuna fyrir leik. „Þessi vika leið eitthvað svo hratt og við vorum að vinna í svo mörgu. Við vorum að þröngva leikmönnum á marga fundi og töflufundi þar sem við vildum koma einhverju til leiðar. Við náðum því ekki að ræða um markmiðin. Maður er hins vegar með eitthvað í huganum en við eigum eftir að ræða þau í klefanum og koma okkur saman um þau.“ Ögmundur: Maður finnur ekki upp hjólið á viku Fyrirliði Framara, Ögmundur Kristinsson, sagði að stigin þrjú sem þeir lönduðu í kvöld væru mikilvægari heldur en að það sem lagt var upp með fyrir leik hafi gengið upp. „Þetta gekk ekki alveg eins og við lögðum upp með. Við fengum þrjú stig en erum klaufar að hleypa þeim inn í leikinn.“ „Maður vill náttúrulega vera ofar í töflunni. Við erum búnir að spila ágætlega. Við töpuðm klaufalega fyrir Stjörnunni og ÍA en ég er svo sem ekkert að pæla í því. Við verðum bara að halda áfram,“ sagði Ögmundur um tímabilið hingað til og bætti við að útisigur á móti Keflavík gæfi liðinu byr undir báða vængi fyrir komandi átök. Spurður um áherslubreytingar hjá nýjum þjálfara sagði Ögmundur að lítið væri um breytingar en var sammála þjálfara sínum að vörnin fyrir framan sig hafi verið þétt. „Við byrjum með sama lið og í síðasta leik þannig að það er engar sérstakar áherslubreytingar. Maður finnur ekki upp hjólið á viku“ sagði fyrirliði Framara og bætti við: „Já, við vorum nokkuð þéttir í dag. Það var helst aðeins í fyrri hálfleik þar sem eitthvað var að gera hjá mér en það var rólegt í seinni og óþarfi að fá á sig þetta mark.“ Sigurbergur: Stundum missa menn sig í hita leiksins „Það er kannski ekkert sem fór úrskeiðis en við lendum manni færri í fyrri hálfleik og það er vendipunkturinn í leiknum í dag,“ sagði Sigurbergur Elísson eftir leik. „Þegar liðið lendir undir og manni færri þá þurftum við náttúrulega að sækja meira. Þá opnast glufur í vörninni hjá okkur og Fram nýtti sér það.“ Leikurinn gegn Fram var þriðji deildarleikurinn í röð þar sem Keflvíkingar missa manna af velli með rautt spjald. Sigurbergur vildi ekki kenna agaleysi sinna manna um. „Stundum eru þetta dómaramistök og stundum missa menn sig í hita leiksins. Svona er víst boltinn,“ sagði Sigurbergur og vissi hann ekki afhverju heimavöllur Keflvíkinga væri ekki að gefa meira en raun ber vitni. „Menn eru eitthvað að tala um heimavallargrýlu en ég veit ekki hvort að það sé málið.“
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Ísrael 71-83 | Skotin duttu ekki og EM byrjar á tapi Körfubolti Svona var drátturinn í Meistaradeild Evrópu Fótbolti „Ég biðst afsökunar“ Körfubolti Sjáðu glaða Íslendinga hita upp í Katowice Körfubolti Fantasýn ræðir framtíð Wirtz: Blóðugur upp fyrir haus að pumpa í hann lífi Enski boltinn Amorim gagnrýndur fyrir að horfa ekki á vítakeppnina Enski boltinn Neyðarleg tölfræði Onana í vítakeppninni Enski boltinn Einkunnir á móti Ísrael: Máttum ekki við svona hauskúpuleik hjá Martin Körfubolti Í beinni: Virtus - Breiðablik | Sæti í Sambandsdeild í húfi Fótbolti „Þetta var sjokk fyrir hann“ Körfubolti Fleiri fréttir Í beinni: Tindastóll - Víkingur | Svakalegur fallslagur á Króknum Í beinni: FH - Þróttur | Stórleikur í Krikanum „Hefur komið með stál og styrk og þekkingu inn í varnarleik Stjörnunnar“ „Ekkert auðvelt fyrir þann sem fer í hans skó“ Sjáðu draumamark Tryggva, erfitt víti í rokinu og Valdimar leiða Víking til sigurs Uppgjörið: Víkingur - Vestri 4-1 | Víkingar fóru illa með nýkrýnda bikarmeistara Uppgjörið: Valur - Afturelding 4-3 | Valur skoraði fjögur í seinni og endurheimti toppsætið Taplausir síðan Caulker kom inn í liðið Fall reyndist fararheill hjá Eyjakonum Sjáðu Örvarnar hitta í mark á Meistaravöllum Sjáðu gullstrákana í Vestra fagna: „Vorum bara miklu stærra lið“ Óskar Hrafn: Stundum hata ég fótbolta Jökull: Förum ekki hærra með svona frammistöðu Örvar: Tökum þessa þrjá punkta og förum brosandi heim Uppgjör: KR-Stjarnan 1-2 | Örvar kom Stjörnunni inn í titilbaráttuna Markvörður ÍBV kominn með fimm gul spjöld í sumar Sjáðu dramatíkina í Krikanum og mörkin fyrir norðan „Við eigum bestu stuðningsmenn á landinu“ „Óskar seldi mér bara hugmyndina sína“ Fer í aðgerð á föstudag og frá í sex til átta mánuði Töpuðu 15-0 í síðasta leik og mættu ekki til leiks í gær Uppgjörið: FH - ÍBV 1-1 | Alvöru dramatík í uppbótartíma Uppgjörið: KA - Fram 2-0 | Sanngjarn sigur heimamanna Myndaveisla frá sögulegri stund Vestra „Það er æfing á morgun“ „Flottasta mark sem ég hef skorað á ferlinum“ Patrick sleit hásin og verður frá út tímabilið „Lið úr bæ þar sem eru fleiri fiskar og kindur en fólk“ Uppgjörið: Valur - Vestri 0-1 | Vestri bikarmeistari í fyrsta sinn Uppgjörið: Breiðablik - Tindastóll 5-0 | Blikar fóru illa með laskaða Stóla Sjá meira