Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: FH - KR 2-4 Kolbeinn Tumi Daðason í Kaplakrika skrifar 10. júní 2013 15:49 Mynd / Daníel KR er á toppi Pepsi-deildar karla eftir dramatískan 4-2 sigur á FH á Kaplakrikavelli í kvöld. Rautt spjald snemma leiks setti mark sitt á leikinn. Eftir jafnar upphafsmínútur þar sem hart var barist náðu gestirnir forystunni. FH-ingar sváfu á verðinum í varnarlínu sinni og Haukur Heiðar Hauksson slapp inn fyrir vörnina hægra megin. Bakvörðurinn fann manninn með markanefið, Baldur Sigurðsson, sem afgreiddi færið vel. Áfall fyrir FH-inga og enn versnaði staða þeirra skömmu síðar. Baldur Sigurðsson komst þá einn gegn Róberti Erni sem keyrði Mývetninginn niður. Magnús Þórisson benti réttilega á punktinn og vísaði Róberti Erni af velli. FH-ingar voru brjálaðir enda voru fleiri FH-ingar komnir tilbaka að verjast. Baldur var hins vegar kominn í upplagt marktækifæri sem er hin hliðin á teningnum og sú sem Magnús dómari hafði að leiðarljósi. Þrátt fyrir liðsmuninn gekk KR-ingum illa að stjórna leiknum. Þeir gáfu aftur á móti fá færi á sér og fengu sjálfir það besta þegar Daði Lárusson varði skot Jónasar Guðna úr teignum með tilþrifum. Hinn fertugi varamarkvörður klæddist síðbuxum í fyrri hálfleiknum en skipti í stuttar í hálfleik, sem betur fer. Hjá FH-ingum kviknaði vonarneisti með marki Björns Daníels Sverrissonar undir lok fyrri hálfleiksins. Allt var því í járnum þegar gengið var til búningsherbergja. Síðari hálfleikur var tíðindalítill sem tíu FH-ingar kunnu ágætlega við. KR-ingar virtust hætta að sækja skilvirkt að marki heimamanna sem nýttu fyrsta færið í hálfleiknum. Björn Daníel skallaði þá fyrirgjöf Ólafs Páls í netið eftir slakan varnarleik KR-inga. FH-ingum hafði tekist hið ómögulega enda jafntefli ígildi sigurs úr þeirri stöðu sem liðið var komið í. Fimm mínútum síðar réðust úrslitin. Guðmundur Reynir sendi boltann með jörðinni inn fyrir á Óskar Örn. Kantmaðurinn, sem átti fínan leik hjá KR, skoraði með hnitmiðuðu og þéttingsföstuskoti. Varamaðurinn Þorsteinn Már innsiglaði sigur KR-inga með marki skömmu fyrir leikslok eftir undirbúning Atla Sigurjónssonar. Sigurinn setur KR í efsta sæti Pepsi-deildar að loknum sex umferðum. Liðið er ósigrað og hefur tvö stig í forskot á Valsmenn og þrjú stig á FH-inga.Heimir: Fórum út úr skipulaginuBjörn Daníel Sverrisson.Heimir Guðjónsson, þjálfari FH, sagði í viðtali eftir leikinn að skipulagsleysi hefði orðið sínum mönnum að falli. „Við fórum út úr skipulaginu eftir að hafa jafnað metin og þeir náðu að refsa okkur,“ sagði Heimir. Aðspurður um vítaspyrnuna og rauða spjaldið sagði Heimir: „Ég tjáði mig um atvik eftir leik gegn ÍBV fyrr í sumar. Eftir það hefur þetta verið brekka,“ sagði Heimir.Rúnar Kristins: Hefði ekki verið sáttur við rautt Rúnar Kristinsson, þjálfari KR, sagði rauða spjaldið á Róbert Örn Óskarsson hafa verið vendipunkt í leiknum, jafnt fyrir FH sem sína menn. „Við hægðum á öllu og hættum að sækja eins og við eigum að gera. FH-ingar áttu eitthvað skilið út úr þessum leik,“ sagði Rúnar. „Við náðum sem betur fer að klára þetta. Ég veit ekki hvort þetta var sanngjarnt en við skoruðum fjögur mörk og það dugði.“ Aðspurður um réttmæti rauða spjaldsins sagði Rúnar: „Ég hefði ekki verið sáttur sjálfur sem þjálfari hins liðsins.“Ólafur Páll: Spyrntum of seint við fótum„Við sýndum karakter og komum tilbaka. En einum fleiri spiluðu þeir sig í gengum vörnina okkar og þá var erfitt fyrir okkur að koma tilbaka,“ „Þeir komu inn í leikinn á svipuðum nótum og í fyrra. Settu kraft á móti okkur og við vorum of seinir að spyrna við. Gerðum það ekki fyrr en við fengum á okkur annað mark og misstum mann af velli,“ sagði Ólafur Páll Snorrason leikmaður FH. Hann sagði FH-inga ekki vera að velta fyrir sér réttmæti rauða spjaldsins sem Róbert Örn Óskarsson fékk snemma leiks. „Nei. Við unnum út úr þeirri stöðu sem kom upp þegar Robbi fór útaf,“ sagði Ólafur Páll. Hann hrósaði liði KR-inga fyrir frábært lið og frábæran mannskap. „Þeir eru með frábært lið og splúndruðu vörninni með einni sendingu. Eftir það varð þetta erfitt.“Baldur: Reglurnar eru pirrandiBaldur Sigurðsson skoraði mark og sótti vítaspyrnu og rautt spjald á Róbert Örn Óskarsson markvörð FH í kvöld. Þrátt fyrir liðsmuninn tókst FH að jafna í 2-2. „Við vorum í basli með þá og svo eru þeir auðvitað með mann eins og Björn Daníel sem stígur upp. Hann hefur gæðin, skoraði tvö góð mörk og við vorum stálheppnir að tapa ekki stigum,“ sagði Baldur. Bæði mörk FH komu eftir föst leikatriði. „Ég er mjög ósáttur að við fengum á okkur tvö mörk eftir föst leikatriði. Við æfum mikið hvernig á að verjast þeim og það er mjög leiðinlegt að fá svona mörk á sig.“ KR spilaði vel í Krikanum í fyrra og sóttu aftur þrjú stig í Krikann. KR-ingar mættu ákveðnir og virkuðu vel stemmdir. „Þegar þú spilar á móti liði á svipuðum slóðum seturðu það alltaf upp sem ákveðinn sex stiga leik. Margt fólk mætir, þetta eru yfirleitt sjónvarpsleikir og þetta er dálítið stórt. Að sjálfsögðu er auðvelt að gíra sig upp fyrir svona leiki.“ Það kom Baldri ekki á óvart að rauða spjaldið fór á loft þegar Róbert Örn braut á honum. „Nei, ég hefði beðið um rautt enda höfum við misst Hannes útaf einu sinni eða tvisvar á sama hátt. Reglurnar eru svona og Maggi gerir hárrétt. En þetta er mjög pirrandi,“ sagði Baldur. En hafði hann vald á boltanum? „Mér fannst fyrsta snerting hjá mér í styttra lagi. Ég hefði náð boltanum áður en hann fór útaf en veit ekki hvort ég hefði náð að klára í fyrsta eða hefði þurft að leita að samherja.“ Pepsi Max-deild karla Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Ísrael 71-83 | Skotin duttu ekki og EM byrjar á tapi Körfubolti Svona var drátturinn í Meistaradeild Evrópu Fótbolti „Ég biðst afsökunar“ Körfubolti Sjáðu glaða Íslendinga hita upp í Katowice Körfubolti Fantasýn ræðir framtíð Wirtz: Blóðugur upp fyrir haus að pumpa í hann lífi Enski boltinn Amorim gagnrýndur fyrir að horfa ekki á vítakeppnina Enski boltinn Neyðarleg tölfræði Onana í vítakeppninni Enski boltinn Einkunnir á móti Ísrael: Máttum ekki við svona hauskúpuleik hjá Martin Körfubolti Í beinni: Virtus - Breiðablik | Sæti í Sambandsdeild í húfi Fótbolti „Þetta var sjokk fyrir hann“ Körfubolti Fleiri fréttir Leik lokið: Tindastóll-Víkingur 1-5 | Víkingskonur upp um þrjú sæti Uppgjörið: FH - Þróttur 3-0 | FH náði í þrjú mikilvæg stig með sigri gegn Þrótti „Hefur komið með stál og styrk og þekkingu inn í varnarleik Stjörnunnar“ „Ekkert auðvelt fyrir þann sem fer í hans skó“ Sjáðu draumamark Tryggva, erfitt víti í rokinu og Valdimar leiða Víking til sigurs Uppgjörið: Víkingur - Vestri 4-1 | Víkingar fóru illa með nýkrýnda bikarmeistara Uppgjörið: Valur - Afturelding 4-3 | Valur skoraði fjögur í seinni og endurheimti toppsætið Taplausir síðan Caulker kom inn í liðið Fall reyndist fararheill hjá Eyjakonum Sjáðu Örvarnar hitta í mark á Meistaravöllum Sjáðu gullstrákana í Vestra fagna: „Vorum bara miklu stærra lið“ Óskar Hrafn: Stundum hata ég fótbolta Jökull: Förum ekki hærra með svona frammistöðu Örvar: Tökum þessa þrjá punkta og förum brosandi heim Uppgjör: KR-Stjarnan 1-2 | Örvar kom Stjörnunni inn í titilbaráttuna Markvörður ÍBV kominn með fimm gul spjöld í sumar Sjáðu dramatíkina í Krikanum og mörkin fyrir norðan „Við eigum bestu stuðningsmenn á landinu“ „Óskar seldi mér bara hugmyndina sína“ Fer í aðgerð á föstudag og frá í sex til átta mánuði Töpuðu 15-0 í síðasta leik og mættu ekki til leiks í gær Uppgjörið: FH - ÍBV 1-1 | Alvöru dramatík í uppbótartíma Uppgjörið: KA - Fram 2-0 | Sanngjarn sigur heimamanna Myndaveisla frá sögulegri stund Vestra „Það er æfing á morgun“ „Flottasta mark sem ég hef skorað á ferlinum“ Patrick sleit hásin og verður frá út tímabilið „Lið úr bæ þar sem eru fleiri fiskar og kindur en fólk“ Uppgjörið: Valur - Vestri 0-1 | Vestri bikarmeistari í fyrsta sinn Uppgjörið: Breiðablik - Tindastóll 5-0 | Blikar fóru illa með laskaða Stóla Sjá meira
KR er á toppi Pepsi-deildar karla eftir dramatískan 4-2 sigur á FH á Kaplakrikavelli í kvöld. Rautt spjald snemma leiks setti mark sitt á leikinn. Eftir jafnar upphafsmínútur þar sem hart var barist náðu gestirnir forystunni. FH-ingar sváfu á verðinum í varnarlínu sinni og Haukur Heiðar Hauksson slapp inn fyrir vörnina hægra megin. Bakvörðurinn fann manninn með markanefið, Baldur Sigurðsson, sem afgreiddi færið vel. Áfall fyrir FH-inga og enn versnaði staða þeirra skömmu síðar. Baldur Sigurðsson komst þá einn gegn Róberti Erni sem keyrði Mývetninginn niður. Magnús Þórisson benti réttilega á punktinn og vísaði Róberti Erni af velli. FH-ingar voru brjálaðir enda voru fleiri FH-ingar komnir tilbaka að verjast. Baldur var hins vegar kominn í upplagt marktækifæri sem er hin hliðin á teningnum og sú sem Magnús dómari hafði að leiðarljósi. Þrátt fyrir liðsmuninn gekk KR-ingum illa að stjórna leiknum. Þeir gáfu aftur á móti fá færi á sér og fengu sjálfir það besta þegar Daði Lárusson varði skot Jónasar Guðna úr teignum með tilþrifum. Hinn fertugi varamarkvörður klæddist síðbuxum í fyrri hálfleiknum en skipti í stuttar í hálfleik, sem betur fer. Hjá FH-ingum kviknaði vonarneisti með marki Björns Daníels Sverrissonar undir lok fyrri hálfleiksins. Allt var því í járnum þegar gengið var til búningsherbergja. Síðari hálfleikur var tíðindalítill sem tíu FH-ingar kunnu ágætlega við. KR-ingar virtust hætta að sækja skilvirkt að marki heimamanna sem nýttu fyrsta færið í hálfleiknum. Björn Daníel skallaði þá fyrirgjöf Ólafs Páls í netið eftir slakan varnarleik KR-inga. FH-ingum hafði tekist hið ómögulega enda jafntefli ígildi sigurs úr þeirri stöðu sem liðið var komið í. Fimm mínútum síðar réðust úrslitin. Guðmundur Reynir sendi boltann með jörðinni inn fyrir á Óskar Örn. Kantmaðurinn, sem átti fínan leik hjá KR, skoraði með hnitmiðuðu og þéttingsföstuskoti. Varamaðurinn Þorsteinn Már innsiglaði sigur KR-inga með marki skömmu fyrir leikslok eftir undirbúning Atla Sigurjónssonar. Sigurinn setur KR í efsta sæti Pepsi-deildar að loknum sex umferðum. Liðið er ósigrað og hefur tvö stig í forskot á Valsmenn og þrjú stig á FH-inga.Heimir: Fórum út úr skipulaginuBjörn Daníel Sverrisson.Heimir Guðjónsson, þjálfari FH, sagði í viðtali eftir leikinn að skipulagsleysi hefði orðið sínum mönnum að falli. „Við fórum út úr skipulaginu eftir að hafa jafnað metin og þeir náðu að refsa okkur,“ sagði Heimir. Aðspurður um vítaspyrnuna og rauða spjaldið sagði Heimir: „Ég tjáði mig um atvik eftir leik gegn ÍBV fyrr í sumar. Eftir það hefur þetta verið brekka,“ sagði Heimir.Rúnar Kristins: Hefði ekki verið sáttur við rautt Rúnar Kristinsson, þjálfari KR, sagði rauða spjaldið á Róbert Örn Óskarsson hafa verið vendipunkt í leiknum, jafnt fyrir FH sem sína menn. „Við hægðum á öllu og hættum að sækja eins og við eigum að gera. FH-ingar áttu eitthvað skilið út úr þessum leik,“ sagði Rúnar. „Við náðum sem betur fer að klára þetta. Ég veit ekki hvort þetta var sanngjarnt en við skoruðum fjögur mörk og það dugði.“ Aðspurður um réttmæti rauða spjaldsins sagði Rúnar: „Ég hefði ekki verið sáttur sjálfur sem þjálfari hins liðsins.“Ólafur Páll: Spyrntum of seint við fótum„Við sýndum karakter og komum tilbaka. En einum fleiri spiluðu þeir sig í gengum vörnina okkar og þá var erfitt fyrir okkur að koma tilbaka,“ „Þeir komu inn í leikinn á svipuðum nótum og í fyrra. Settu kraft á móti okkur og við vorum of seinir að spyrna við. Gerðum það ekki fyrr en við fengum á okkur annað mark og misstum mann af velli,“ sagði Ólafur Páll Snorrason leikmaður FH. Hann sagði FH-inga ekki vera að velta fyrir sér réttmæti rauða spjaldsins sem Róbert Örn Óskarsson fékk snemma leiks. „Nei. Við unnum út úr þeirri stöðu sem kom upp þegar Robbi fór útaf,“ sagði Ólafur Páll. Hann hrósaði liði KR-inga fyrir frábært lið og frábæran mannskap. „Þeir eru með frábært lið og splúndruðu vörninni með einni sendingu. Eftir það varð þetta erfitt.“Baldur: Reglurnar eru pirrandiBaldur Sigurðsson skoraði mark og sótti vítaspyrnu og rautt spjald á Róbert Örn Óskarsson markvörð FH í kvöld. Þrátt fyrir liðsmuninn tókst FH að jafna í 2-2. „Við vorum í basli með þá og svo eru þeir auðvitað með mann eins og Björn Daníel sem stígur upp. Hann hefur gæðin, skoraði tvö góð mörk og við vorum stálheppnir að tapa ekki stigum,“ sagði Baldur. Bæði mörk FH komu eftir föst leikatriði. „Ég er mjög ósáttur að við fengum á okkur tvö mörk eftir föst leikatriði. Við æfum mikið hvernig á að verjast þeim og það er mjög leiðinlegt að fá svona mörk á sig.“ KR spilaði vel í Krikanum í fyrra og sóttu aftur þrjú stig í Krikann. KR-ingar mættu ákveðnir og virkuðu vel stemmdir. „Þegar þú spilar á móti liði á svipuðum slóðum seturðu það alltaf upp sem ákveðinn sex stiga leik. Margt fólk mætir, þetta eru yfirleitt sjónvarpsleikir og þetta er dálítið stórt. Að sjálfsögðu er auðvelt að gíra sig upp fyrir svona leiki.“ Það kom Baldri ekki á óvart að rauða spjaldið fór á loft þegar Róbert Örn braut á honum. „Nei, ég hefði beðið um rautt enda höfum við misst Hannes útaf einu sinni eða tvisvar á sama hátt. Reglurnar eru svona og Maggi gerir hárrétt. En þetta er mjög pirrandi,“ sagði Baldur. En hafði hann vald á boltanum? „Mér fannst fyrsta snerting hjá mér í styttra lagi. Ég hefði náð boltanum áður en hann fór útaf en veit ekki hvort ég hefði náð að klára í fyrsta eða hefði þurft að leita að samherja.“
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Ísrael 71-83 | Skotin duttu ekki og EM byrjar á tapi Körfubolti Svona var drátturinn í Meistaradeild Evrópu Fótbolti „Ég biðst afsökunar“ Körfubolti Sjáðu glaða Íslendinga hita upp í Katowice Körfubolti Fantasýn ræðir framtíð Wirtz: Blóðugur upp fyrir haus að pumpa í hann lífi Enski boltinn Amorim gagnrýndur fyrir að horfa ekki á vítakeppnina Enski boltinn Neyðarleg tölfræði Onana í vítakeppninni Enski boltinn Einkunnir á móti Ísrael: Máttum ekki við svona hauskúpuleik hjá Martin Körfubolti Í beinni: Virtus - Breiðablik | Sæti í Sambandsdeild í húfi Fótbolti „Þetta var sjokk fyrir hann“ Körfubolti Fleiri fréttir Leik lokið: Tindastóll-Víkingur 1-5 | Víkingskonur upp um þrjú sæti Uppgjörið: FH - Þróttur 3-0 | FH náði í þrjú mikilvæg stig með sigri gegn Þrótti „Hefur komið með stál og styrk og þekkingu inn í varnarleik Stjörnunnar“ „Ekkert auðvelt fyrir þann sem fer í hans skó“ Sjáðu draumamark Tryggva, erfitt víti í rokinu og Valdimar leiða Víking til sigurs Uppgjörið: Víkingur - Vestri 4-1 | Víkingar fóru illa með nýkrýnda bikarmeistara Uppgjörið: Valur - Afturelding 4-3 | Valur skoraði fjögur í seinni og endurheimti toppsætið Taplausir síðan Caulker kom inn í liðið Fall reyndist fararheill hjá Eyjakonum Sjáðu Örvarnar hitta í mark á Meistaravöllum Sjáðu gullstrákana í Vestra fagna: „Vorum bara miklu stærra lið“ Óskar Hrafn: Stundum hata ég fótbolta Jökull: Förum ekki hærra með svona frammistöðu Örvar: Tökum þessa þrjá punkta og förum brosandi heim Uppgjör: KR-Stjarnan 1-2 | Örvar kom Stjörnunni inn í titilbaráttuna Markvörður ÍBV kominn með fimm gul spjöld í sumar Sjáðu dramatíkina í Krikanum og mörkin fyrir norðan „Við eigum bestu stuðningsmenn á landinu“ „Óskar seldi mér bara hugmyndina sína“ Fer í aðgerð á föstudag og frá í sex til átta mánuði Töpuðu 15-0 í síðasta leik og mættu ekki til leiks í gær Uppgjörið: FH - ÍBV 1-1 | Alvöru dramatík í uppbótartíma Uppgjörið: KA - Fram 2-0 | Sanngjarn sigur heimamanna Myndaveisla frá sögulegri stund Vestra „Það er æfing á morgun“ „Flottasta mark sem ég hef skorað á ferlinum“ Patrick sleit hásin og verður frá út tímabilið „Lið úr bæ þar sem eru fleiri fiskar og kindur en fólk“ Uppgjörið: Valur - Vestri 0-1 | Vestri bikarmeistari í fyrsta sinn Uppgjörið: Breiðablik - Tindastóll 5-0 | Blikar fóru illa með laskaða Stóla Sjá meira