Áætluðu arfgerðir 280 þúsund einstaklinga án samþykkis Garðar Örn Úlfarsson skrifar 10. júní 2013 16:03 Kári Stefánsson forstjóri Íslenskrar erfðagreningar. Persónuvernd segir Íslenska erfðagreiningu hafa áætlað arfgerðir 280 þúsund einstaklinga án þeirra samþykkis. Fyrirtækið á að lagfæra sín mál fyrir 1. nóvember. Persónuvernd komst á snoðir um málið þegar Íslensk erfðagreining, Landspítalinn og fleiri óskuðu eftir leyfi til vinnslu persónuupplýsinga í þágu verkefnis sem ber heitið „Undirbúningur að notkun raðgreiningarupplýsinga í einstaklingsmiðaðri heilbrigðisþjónustu Landspítala-háskólasjúkrahúss“. Skemmst er frá því að segja að Persónuvernd synjaði beiðninni. Ekki sé ráðgert að afla samþykkis og því hafi Persónuvernd ekki heimild að lögum til að veita umbeðið leyfi. "Í umsókn kemur fram að ekki aðeins þeir 95.085 einstaklingar, sem tekið hafa þátt í rannsóknum á vegum ÍE, hafi verið arfgerðargreindir heldur hafi einnig verið áætlaðar arfgerðir 280.000 náinna skyldmenna þeirra," segir Persónuvernd í umfjöllun sinni. Í niðurstöðu Persónuverndar eru skýr fyrirmæli til Íslenskrar erfðagreiningar: "Eins og fyrr greinir verður ráðið af umsókninni að innan veggja ÍE sé unnið með áætlaðar arfgerðir tengdar tilteknum einstaklingum án þess að þeir hafi samþykkt slíkt," segir Persónuvernd. "Með vísan til umfjöllunar hér að framan, er mælt fyrir um að ÍE skuli tryggja að öll slík vinnsla, þar á meðal varðveisla, grundvallist á samþykki. Skal ÍE leggja fyrir Persónuvernd eigi síðar en 1. nóvember næstkomandi gögn um með hvaða hætti fyrirtækið hafi farið að þeim fyrirmælum. Er viðbúið að stofnunin muni ganga úr skugga um að það hafi verið gert, eftir atvikum á kostnað ÍE ef nauðsynlegt reynist að leita sérfræðiaðstoðar í þágu þess verks." Persónuvernd mælir þannig fyrir um í ákvörðunaorðum að ÍE skuli tryggja að öll vinnsla áætlaðra arfgerða sem tengdar eru tilteknum einstaklingum, þar á meðal varðveisla, grundvallist á samþykki viðkomandi einstaklinga og leggja fyrir Persónuvernd eigi síðar en 1. nóvember gögn um með hvaða hætti fyrirtækið hafi farið að þeim fyrirmælum. Upplýsingarnar sem ráðgert er að miðla frá Landspítala til ÍE, eru úr svonefndum hópskrám og lúta að heilsuhögum allra þeirra sem leitað hafa til Landspítala síðustu fimm ár. "Nánar tiltekið er um að ræða upplýsingar um sjúkdómsgreiningar, aðgerðar- og meðferðarkóða, lyfjaávísanir, mælingar, prófanir og kostnaðarflokka, auk viðeigandi dagsetninga. Þau gögn, sem þessar upplýsingar er ráðgert að samkeyra við hjá ÍE, lúta að niðurstöðum mælinga, spurningakannana og viðtala, sem gerðar hafa verið í þágu einstakra rannsókna; ættartengslum manna; sem og arfgerð einstaklinga, en hún hefur verið áætluð fyrir þá sem ekki hafa tekið þátt í rannsóknum á vegum ÍE og samstarfsaðila," segir í umfjöllun Persónuverndar. Persónuvernd segir að í umræddu verkefni sé fyrirhugað að vinna með upplýsingar um erfðaeiginleika allra Íslendinga - sem í tilviki þeirra sem ekki hafi samþykkt þátttöku í rannsókn á vegum ÍE og samstarfsaðila sé áætluð á grundvelli líkindaútreiknings. Af skýringum ÍE, sem fram koma í bréfi fyrirtækisins til Persónuverndar, dags. 22. apríl 2013, verði ráðið að ekki sé þar aðeins um að ræða tölfræðilegar niðurstöður fyrir hópa heldur upplýsingar sem beinlínis séuu tengdar við tiltekna einstaklinga. "Þá liggur fyrir að auk umræddra upplýsinga, sem og upplýsinga um sjúkdómsgreiningar og önnur atriði sem ÍE hefur safnað á grundvelli samþykkis, er ráðgert að vinna með víðtækar heilsufarsupplýsingar um alla þá sem leitað hafa þjónustu Landspítalans síðustu fimm ár. Þær upplýsingar er fyrirhugað að varðveita innan veggja ÍE í þau fimm til tíu ár sem áætlað er að verkefnið standi yfir, sem og í sjö ár til viðbótar. Heildarvarðveislutími gæti því orðið 17 ár," segir Persónuvernd sem kveður þetta mjög langa tíma. Mest lesið Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Erlent Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Erlent Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Innlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Erlent Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Innlent Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Innlent Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Erlent Fleiri fréttir Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Forstöðumenn fangelsa lýsa kerfislægri krísu og segja ástandið óásættanlegt Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Þurfa 12-15 milljónir til að halda Ylju opinni um helgar Lýðræðislegri umræðu og samstöðu ógnað Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Starfsmannafundur hjá Play og enn leitað að morðingja Charlie Kirk Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Bein útsending: Áherslur og forgangsaðgerðir Íslands í loftslagsmálum Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Fjórtán áherslur í varnar- og öryggismálum: „Öryggisógnin er raunveruleg og aðkallandi“ Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Bein útsending: Skýrsla samráðshóps um inntak og áherslur stefnu í varnar- og öryggismálum Tveir handteknir fyrir húsbrot og einn fyrir að vera ólöglega á landinu Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Samfélagslegur sparnaður vegna herferðar rúmlega 700 milljónir Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Kaldavatnslaust í hluta Laugardalsins Stefán Einar og Sigmar ræða skautun í kjölfar voðaverks Fjórtán geta búist við sekt Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla „Þetta eru ekki góðar móttökur“ E.Coli staðfest í neysluvatninu á Stöðvarfirði „Froðuhagnaður“ Félagsbústaða haldi borginni á floti Launahækkanir þungur baggi á borginni Sjá meira
Persónuvernd segir Íslenska erfðagreiningu hafa áætlað arfgerðir 280 þúsund einstaklinga án þeirra samþykkis. Fyrirtækið á að lagfæra sín mál fyrir 1. nóvember. Persónuvernd komst á snoðir um málið þegar Íslensk erfðagreining, Landspítalinn og fleiri óskuðu eftir leyfi til vinnslu persónuupplýsinga í þágu verkefnis sem ber heitið „Undirbúningur að notkun raðgreiningarupplýsinga í einstaklingsmiðaðri heilbrigðisþjónustu Landspítala-háskólasjúkrahúss“. Skemmst er frá því að segja að Persónuvernd synjaði beiðninni. Ekki sé ráðgert að afla samþykkis og því hafi Persónuvernd ekki heimild að lögum til að veita umbeðið leyfi. "Í umsókn kemur fram að ekki aðeins þeir 95.085 einstaklingar, sem tekið hafa þátt í rannsóknum á vegum ÍE, hafi verið arfgerðargreindir heldur hafi einnig verið áætlaðar arfgerðir 280.000 náinna skyldmenna þeirra," segir Persónuvernd í umfjöllun sinni. Í niðurstöðu Persónuverndar eru skýr fyrirmæli til Íslenskrar erfðagreiningar: "Eins og fyrr greinir verður ráðið af umsókninni að innan veggja ÍE sé unnið með áætlaðar arfgerðir tengdar tilteknum einstaklingum án þess að þeir hafi samþykkt slíkt," segir Persónuvernd. "Með vísan til umfjöllunar hér að framan, er mælt fyrir um að ÍE skuli tryggja að öll slík vinnsla, þar á meðal varðveisla, grundvallist á samþykki. Skal ÍE leggja fyrir Persónuvernd eigi síðar en 1. nóvember næstkomandi gögn um með hvaða hætti fyrirtækið hafi farið að þeim fyrirmælum. Er viðbúið að stofnunin muni ganga úr skugga um að það hafi verið gert, eftir atvikum á kostnað ÍE ef nauðsynlegt reynist að leita sérfræðiaðstoðar í þágu þess verks." Persónuvernd mælir þannig fyrir um í ákvörðunaorðum að ÍE skuli tryggja að öll vinnsla áætlaðra arfgerða sem tengdar eru tilteknum einstaklingum, þar á meðal varðveisla, grundvallist á samþykki viðkomandi einstaklinga og leggja fyrir Persónuvernd eigi síðar en 1. nóvember gögn um með hvaða hætti fyrirtækið hafi farið að þeim fyrirmælum. Upplýsingarnar sem ráðgert er að miðla frá Landspítala til ÍE, eru úr svonefndum hópskrám og lúta að heilsuhögum allra þeirra sem leitað hafa til Landspítala síðustu fimm ár. "Nánar tiltekið er um að ræða upplýsingar um sjúkdómsgreiningar, aðgerðar- og meðferðarkóða, lyfjaávísanir, mælingar, prófanir og kostnaðarflokka, auk viðeigandi dagsetninga. Þau gögn, sem þessar upplýsingar er ráðgert að samkeyra við hjá ÍE, lúta að niðurstöðum mælinga, spurningakannana og viðtala, sem gerðar hafa verið í þágu einstakra rannsókna; ættartengslum manna; sem og arfgerð einstaklinga, en hún hefur verið áætluð fyrir þá sem ekki hafa tekið þátt í rannsóknum á vegum ÍE og samstarfsaðila," segir í umfjöllun Persónuverndar. Persónuvernd segir að í umræddu verkefni sé fyrirhugað að vinna með upplýsingar um erfðaeiginleika allra Íslendinga - sem í tilviki þeirra sem ekki hafi samþykkt þátttöku í rannsókn á vegum ÍE og samstarfsaðila sé áætluð á grundvelli líkindaútreiknings. Af skýringum ÍE, sem fram koma í bréfi fyrirtækisins til Persónuverndar, dags. 22. apríl 2013, verði ráðið að ekki sé þar aðeins um að ræða tölfræðilegar niðurstöður fyrir hópa heldur upplýsingar sem beinlínis séuu tengdar við tiltekna einstaklinga. "Þá liggur fyrir að auk umræddra upplýsinga, sem og upplýsinga um sjúkdómsgreiningar og önnur atriði sem ÍE hefur safnað á grundvelli samþykkis, er ráðgert að vinna með víðtækar heilsufarsupplýsingar um alla þá sem leitað hafa þjónustu Landspítalans síðustu fimm ár. Þær upplýsingar er fyrirhugað að varðveita innan veggja ÍE í þau fimm til tíu ár sem áætlað er að verkefnið standi yfir, sem og í sjö ár til viðbótar. Heildarvarðveislutími gæti því orðið 17 ár," segir Persónuvernd sem kveður þetta mjög langa tíma.
Mest lesið Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Erlent Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Erlent Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Innlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Erlent Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Innlent Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Innlent Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Erlent Fleiri fréttir Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Forstöðumenn fangelsa lýsa kerfislægri krísu og segja ástandið óásættanlegt Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Þurfa 12-15 milljónir til að halda Ylju opinni um helgar Lýðræðislegri umræðu og samstöðu ógnað Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Starfsmannafundur hjá Play og enn leitað að morðingja Charlie Kirk Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Bein útsending: Áherslur og forgangsaðgerðir Íslands í loftslagsmálum Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Fjórtán áherslur í varnar- og öryggismálum: „Öryggisógnin er raunveruleg og aðkallandi“ Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Bein útsending: Skýrsla samráðshóps um inntak og áherslur stefnu í varnar- og öryggismálum Tveir handteknir fyrir húsbrot og einn fyrir að vera ólöglega á landinu Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Samfélagslegur sparnaður vegna herferðar rúmlega 700 milljónir Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Kaldavatnslaust í hluta Laugardalsins Stefán Einar og Sigmar ræða skautun í kjölfar voðaverks Fjórtán geta búist við sekt Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla „Þetta eru ekki góðar móttökur“ E.Coli staðfest í neysluvatninu á Stöðvarfirði „Froðuhagnaður“ Félagsbústaða haldi borginni á floti Launahækkanir þungur baggi á borginni Sjá meira
Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Innlent
Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Innlent